Samfylking og Framsókn í vanda 21. nóvember 2005 06:00 Þeir sem héldu að brotthvarf Davíðs Oddssonar úr stjórnmálum myndi veikja Sjálfstæðisflokkinn og skapa Samfylkingunni sóknarfæri höfðu rangt fyrir sér. Enn sem komið er að minnsta kosti. Hin nýja forysta sjálfstæðismanna, með mildari svip en áður, hefur orðið til þess að styrkja flokkinn og skapa aukna tiltrú á honum. Að sama skapi höfðu þeir rangt fyrir sér sem héldu að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir myndi eftir formannskjörið rífa upp fylgi Samfylkingarinnar og skáka Sjálfstæðisflokknum eins og jafnaðarmannaflokkum Norðurlanda hefur tekist gagnvart borgaraflokkunum. Þetta sýna niðurstöður skoðanakönnunar sem Fréttablaðið lét gera og birt var í gær. Könnunin sýnir að Sjálfstæðisflokkurinn er í sókn og hefur bætt við sig nokkru fylgi frá síðustu könnun blaðsins í maí og umtalsverðu fylgi ef miðað er við úrslit þingkosninganna vorið 2003. Samfylkingin hefur aftur á móti tapað fylgi, hvort sem miðað er við kosningarnar eða síðustu könnun. Önnur athyglisverð niðurstaða könnunarinnar er sterk staða og mikil fylgisaukning vinstri grænna. Þá virðist sem Framsóknarflokkurinn ætli ekki að ná sér á strik. Hann virðist orðinn fastur í því fari að vera næst minnsti flokkur landsins. Hann gæti orðið sá minnsti ef frjálslyndir þurrkast út, en það er ekki hægt að útiloka. Þó að könnunin sýni að ríkisstjórnin njóti ekki lengur meirihlutastuðnings yrði samkvæmt henni ekki grundvöllur fyrir ríkisstjórn sem stjórnarandstöðuflokkarnir stæðu einir að. Til þess er meirihluti þeirra of tæpur. Í uppsiglingu kynni að vera snúin staða við myndun meirihlutastjórnar. Í ljósi þess að ríkisstjórnin hefur á kjörtímabilinu lent í afar erfiðum málum verður niðurstaða könnunarinnar að teljast slök fyrir stjórnarandstöðuna í heild. Vinstri grænir eru hinir einu í þeim hópi sem geta hrósað sigri. Sennilega er á því sú einfalda skýring að kjósendum finnist stefna þeirra skýr, málflutningurinn trúverðugur og foringjarnir sannfærandi. "Samfylkingin hefur dalað í kjölfar formannsskipta en Sjálfstæðisflokkurinn tók stökk upp á við þegar Davíð hætti sem formaður," segir Össur Skarphéðinsson í grein á vefsíðu sinni í gær. Hann virðist trúa því að þetta sé tímabundið ástand og flokkurinn og formaðurinn muni finna fjölina sína. Ekki skal það útilokað en vissulega hljóta tölurnar að vera alvarleg áminning um að Samfylkingin og Ingibjörg Sólrún séu ekki á réttum slóðum í stjórnmálabaráttunni. En það virðist ekki auðvelt að laga þá stöðu. Á sama tíma og formaður Samfylkingarinnar boðar frekari sókn inn á miðjuna virðist fylgið leita til vinstri grænna. Til að snúa því við þarf flokkurinn að koma fram með auknar vinstri áherslur. En hættan er þá sú að það verði til þess að tefla miðjufylginu í tvísýnu. Nú þegar ber á nokkurri óánægju gamalla alþýðuflokksmanna með vinstri svip á málflutningi formanns Samfylkingarinnar á ýmsum sviðum. Það getur verið vandlifað í stjórnmálunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Skoðanir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun
Þeir sem héldu að brotthvarf Davíðs Oddssonar úr stjórnmálum myndi veikja Sjálfstæðisflokkinn og skapa Samfylkingunni sóknarfæri höfðu rangt fyrir sér. Enn sem komið er að minnsta kosti. Hin nýja forysta sjálfstæðismanna, með mildari svip en áður, hefur orðið til þess að styrkja flokkinn og skapa aukna tiltrú á honum. Að sama skapi höfðu þeir rangt fyrir sér sem héldu að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir myndi eftir formannskjörið rífa upp fylgi Samfylkingarinnar og skáka Sjálfstæðisflokknum eins og jafnaðarmannaflokkum Norðurlanda hefur tekist gagnvart borgaraflokkunum. Þetta sýna niðurstöður skoðanakönnunar sem Fréttablaðið lét gera og birt var í gær. Könnunin sýnir að Sjálfstæðisflokkurinn er í sókn og hefur bætt við sig nokkru fylgi frá síðustu könnun blaðsins í maí og umtalsverðu fylgi ef miðað er við úrslit þingkosninganna vorið 2003. Samfylkingin hefur aftur á móti tapað fylgi, hvort sem miðað er við kosningarnar eða síðustu könnun. Önnur athyglisverð niðurstaða könnunarinnar er sterk staða og mikil fylgisaukning vinstri grænna. Þá virðist sem Framsóknarflokkurinn ætli ekki að ná sér á strik. Hann virðist orðinn fastur í því fari að vera næst minnsti flokkur landsins. Hann gæti orðið sá minnsti ef frjálslyndir þurrkast út, en það er ekki hægt að útiloka. Þó að könnunin sýni að ríkisstjórnin njóti ekki lengur meirihlutastuðnings yrði samkvæmt henni ekki grundvöllur fyrir ríkisstjórn sem stjórnarandstöðuflokkarnir stæðu einir að. Til þess er meirihluti þeirra of tæpur. Í uppsiglingu kynni að vera snúin staða við myndun meirihlutastjórnar. Í ljósi þess að ríkisstjórnin hefur á kjörtímabilinu lent í afar erfiðum málum verður niðurstaða könnunarinnar að teljast slök fyrir stjórnarandstöðuna í heild. Vinstri grænir eru hinir einu í þeim hópi sem geta hrósað sigri. Sennilega er á því sú einfalda skýring að kjósendum finnist stefna þeirra skýr, málflutningurinn trúverðugur og foringjarnir sannfærandi. "Samfylkingin hefur dalað í kjölfar formannsskipta en Sjálfstæðisflokkurinn tók stökk upp á við þegar Davíð hætti sem formaður," segir Össur Skarphéðinsson í grein á vefsíðu sinni í gær. Hann virðist trúa því að þetta sé tímabundið ástand og flokkurinn og formaðurinn muni finna fjölina sína. Ekki skal það útilokað en vissulega hljóta tölurnar að vera alvarleg áminning um að Samfylkingin og Ingibjörg Sólrún séu ekki á réttum slóðum í stjórnmálabaráttunni. En það virðist ekki auðvelt að laga þá stöðu. Á sama tíma og formaður Samfylkingarinnar boðar frekari sókn inn á miðjuna virðist fylgið leita til vinstri grænna. Til að snúa því við þarf flokkurinn að koma fram með auknar vinstri áherslur. En hættan er þá sú að það verði til þess að tefla miðjufylginu í tvísýnu. Nú þegar ber á nokkurri óánægju gamalla alþýðuflokksmanna með vinstri svip á málflutningi formanns Samfylkingarinnar á ýmsum sviðum. Það getur verið vandlifað í stjórnmálunum.