Við eigum að gæta bræðra okkar 12. nóvember 2005 06:00 Óhug setti að Íslendingum þegar Fréttablaðið sagði frá því á fimmtudag að tvær konur hefðu fundist látnar á heimilum sínum, tíu og átján dögum eftir andlát þeirra. Slíkan óhug setti einnig að fólki þegar Fréttablaðið sagði sögu Franz Stavarssonar í september en hann hafði legið örendur í íbúð sinni í tvær vikur áður en hann fannst. Sjónvarpið hafði svo eftir lögreglu á fimmtudagskvöld að bara á þessu ári hefðu fimm manns fundist látnir heima hjá sér eftir að hafa legið þar um hríð. Margar spurningar vakna þegar svona fregnast og beinast sumar þeirra að hinu svonefnda "kerfi" sem við höfum komið okkur upp til að annast þá sem þess þurfa. Mikilvægustu spurningarnar hljóta hins vegar að snúa að okkur sjálfum sem einstaklingum. Hvers vegna gerist svona? Hefðum við getað gert eitthvað? Ekki er hægt að áfellast nokkurn mann vegna þeirra fimm harmleikja sem hér eru nefndir en þeir hljóta að verða okkur víti til varnaðar og vekja okkur til umhugsunar um hvernig við getum gætt þess að svona nokkuð hendi ekki aftur. Prestar og aðrir sem láta sig líðan fólks varða hafa margsinnis rætt um að náunginn kunni að gleymast í hraða og spennu samfélagsins sem við höfum skapað okkur. Að ekki sé tími til að huga að líðan og tilfinningum sem þó hljóta að vera grunnur lífsins og koma langt á undan öllu því veraldlega sem við keppumst við að handleika. "Við eigum að gæta bræðra okkar," sagði séra Hjálmar Jónsson, prestur í Dómkirkjunni, í Fréttablaðinu á fimmtudag. Orð Hjálmars eru ekki bara tilmæli prests til borgaranna um að láta sig hagi náungans varða heldur eru þau inntak sjálfs kristindómsins sem flestir Íslendingar aðhyllast með einum eða öðrum hætti. Samkvæmt því er það beinlíns skylda okkar að gefa samborgurunum gaum og koma til bjargar þegar eitthvað bjátar á. Það er hluti af því að búa í samfélagi. Nú er það svo að sumir kjósa að vera einir og vitaskuld eru takmörk fyrir því hvað ættingjar, vinir, kunningjar eða nágrannar geta aðhafst gegn vilja viðkomandi. Það hlýtur hins vegar að stappa nærri sjúkleika þegar fólk hafnar öllum samskiptum við aðra og þá er mikilvægt að þeir sem skynja og af vita upplýsi "kerfið" um ástandið. Almenn og góð þátttaka Íslendinga í peningasöfnunum af ýmsu tagi er alþekkt og hafa margir, bæði Íslendingar og útlendingar, notið góðs af samkennd landsmanna þegar beiðni um aðstoð berst. Af því má glögglega merkja mikla manngæsku og skilning á þörfum þeirra sem glíma við erfiðleika. Fréttir vikunnar bera hins vegar með sér að við þurfum að ganga skrefi lengra. Það er ekki nóg að sækja krónur í veskið heldur þurfum við að opna hjörtu okkar upp á gátt og gefa af okkur sjálfum. Við þurfum að vakta þá sem einhverra hluta vegna eru afskiptir eða hafa orðið útundan. Við þurfum að ljá þeim eyra. Og séu orðin fá og ógreinileg þurfum við að læra að skynja. Það má ekki gerast að fólki líði svo illa í okkar ríka samfélagi að það loki sig af og vilji ekkert af öðrum vita. Það má ekki gerast að fólk verði eftir á ráslínunni í kapphlaupinu mikla um veraldleg gæði. Hugsum um orð séra Hjálmars. "Við eigum að gæta bræðra okkar." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Þór Sigbjörnsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun
Óhug setti að Íslendingum þegar Fréttablaðið sagði frá því á fimmtudag að tvær konur hefðu fundist látnar á heimilum sínum, tíu og átján dögum eftir andlát þeirra. Slíkan óhug setti einnig að fólki þegar Fréttablaðið sagði sögu Franz Stavarssonar í september en hann hafði legið örendur í íbúð sinni í tvær vikur áður en hann fannst. Sjónvarpið hafði svo eftir lögreglu á fimmtudagskvöld að bara á þessu ári hefðu fimm manns fundist látnir heima hjá sér eftir að hafa legið þar um hríð. Margar spurningar vakna þegar svona fregnast og beinast sumar þeirra að hinu svonefnda "kerfi" sem við höfum komið okkur upp til að annast þá sem þess þurfa. Mikilvægustu spurningarnar hljóta hins vegar að snúa að okkur sjálfum sem einstaklingum. Hvers vegna gerist svona? Hefðum við getað gert eitthvað? Ekki er hægt að áfellast nokkurn mann vegna þeirra fimm harmleikja sem hér eru nefndir en þeir hljóta að verða okkur víti til varnaðar og vekja okkur til umhugsunar um hvernig við getum gætt þess að svona nokkuð hendi ekki aftur. Prestar og aðrir sem láta sig líðan fólks varða hafa margsinnis rætt um að náunginn kunni að gleymast í hraða og spennu samfélagsins sem við höfum skapað okkur. Að ekki sé tími til að huga að líðan og tilfinningum sem þó hljóta að vera grunnur lífsins og koma langt á undan öllu því veraldlega sem við keppumst við að handleika. "Við eigum að gæta bræðra okkar," sagði séra Hjálmar Jónsson, prestur í Dómkirkjunni, í Fréttablaðinu á fimmtudag. Orð Hjálmars eru ekki bara tilmæli prests til borgaranna um að láta sig hagi náungans varða heldur eru þau inntak sjálfs kristindómsins sem flestir Íslendingar aðhyllast með einum eða öðrum hætti. Samkvæmt því er það beinlíns skylda okkar að gefa samborgurunum gaum og koma til bjargar þegar eitthvað bjátar á. Það er hluti af því að búa í samfélagi. Nú er það svo að sumir kjósa að vera einir og vitaskuld eru takmörk fyrir því hvað ættingjar, vinir, kunningjar eða nágrannar geta aðhafst gegn vilja viðkomandi. Það hlýtur hins vegar að stappa nærri sjúkleika þegar fólk hafnar öllum samskiptum við aðra og þá er mikilvægt að þeir sem skynja og af vita upplýsi "kerfið" um ástandið. Almenn og góð þátttaka Íslendinga í peningasöfnunum af ýmsu tagi er alþekkt og hafa margir, bæði Íslendingar og útlendingar, notið góðs af samkennd landsmanna þegar beiðni um aðstoð berst. Af því má glögglega merkja mikla manngæsku og skilning á þörfum þeirra sem glíma við erfiðleika. Fréttir vikunnar bera hins vegar með sér að við þurfum að ganga skrefi lengra. Það er ekki nóg að sækja krónur í veskið heldur þurfum við að opna hjörtu okkar upp á gátt og gefa af okkur sjálfum. Við þurfum að vakta þá sem einhverra hluta vegna eru afskiptir eða hafa orðið útundan. Við þurfum að ljá þeim eyra. Og séu orðin fá og ógreinileg þurfum við að læra að skynja. Það má ekki gerast að fólki líði svo illa í okkar ríka samfélagi að það loki sig af og vilji ekkert af öðrum vita. Það má ekki gerast að fólk verði eftir á ráslínunni í kapphlaupinu mikla um veraldleg gæði. Hugsum um orð séra Hjálmars. "Við eigum að gæta bræðra okkar."
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun