Er hægt að kaupa sér ást? 12. nóvember 2005 06:00 Í áranna rás hefur margt fallegt ástarbréfið verið skrifað. Í bundnu máli sem óbundnu. Til kærustunnar eða kærastans, frá barni til foreldris og gagnvæmt, ástarbréf til ættjarðarinnar, náttúrunnar, já, óður ástarinnar til lífsins og ástvinarins er með því fegursta sem hægt er að lesa, svo ekki sé nú talað um þau einkabréf, sem maður á sjálfur í fórum sínum, frá sínum nánustu. Ó, hversu heitt og hamingjusamt varð litla hjartað og hversu oft og mjúklega fór maður höndum um bréfin frá kærustunni, með örvum ástarinnar á umslaginu! Og dýrmæt er sú sælutilfinning að skrifa slík bréf og skiptast á atlotum orðsins. Mínar hjartfólgnustu endurminningar eru bréf til mín í "útlegðinni", frá mömmu, þegar ég dvaldi löngum stundum í sveitinni og heyrði hvorki né vissi, hvað var að gerast handan fjallsins eða árinnar. Þá var ekki samgöngunum fyrir að fara eða fjarskiptunum og nærgætin kveðja, "elsku sonur minn" hljómaði eins og himnasending fyrir lítinn einmana dreng sem hafði ástarþrá til móður sinnar. Nú er þetta að mestu líðin tíð, að því leyti að fólk er flest hvert hætt að skrifast á nema með SMS og fljótaskrift í tölvupósti og stundum efast ég um að unga fólkið kunni yfirleitt að skrifa með penna, þannig að sómi sé að. Svo gerðist það á mánudaginn að með Mogganum mínum barst bréf inn um lúguna, áferðarfalleg skrift, stílhreint og ástleitið og byrjaði með þessu fallega ávarpi: elsku ástin mín. Og undirskriftin: þitt eina hjartans mótframlag!! Ég var ekki einn um það að fá þetta bréf með Morgunblaðinu, sem kallaði mig engilinn sinn og gullið mitt og sagðist vera tærast upp af söknuði. Vildi hafa stefnumót við mig á netinu og allt var þetta með ástar- og saknaðarkveðjum frá "þínu eina hjartans mótframlagi". Það var ekki fyrr en daginn eftir sem beðist var afsökunar á því frá sendanda, að geta þess ekki að hér væri um auglýsingu að ræða. Auglýsing frá banka um það, hversu heitt ég ætti að elska framlag mitt til lífeyrissparnaðs á vegum þess góða fyrirtækis. Þetta var sem sagt ástarjátning á móti. Gagnkvæmt ástarsamband. Þið verðið að fyrirgefa en ég hef engan humör, engan skilning, engan smekk fyrir slíkum bréfaskiptum. Satt að segja finnst mér þetta vera frekar hallærisleg tilraun til að klessa ástinni og tilfinningum okkar upp á peningana og kannske í samræmi við þá sýn, sem nú er verið að koma inn hjá samtíðarfólki, að hamingjuna sé helst og fyrst að finna í gróða, fjárreiðum og veraldlegum auði. Hugguleg framtíðarsýn eða hitt þó heldur og ríður greinilega ekki við einteyming. Þessi smekkleysa, þessi heilaþvottur, er langt fyrir neðan virðingu, eða á ég að segja, siðferði fullorðins fólks, sem hlýtur að standa að þessari ástarbréfaatlögu. Hvað mundi ástaskáldið Páll Ólafsson hafa sagt um þessa misþyrmingu? Eða Matthías vinur minn Johannesson, fyrrum Morgunblaðsritstjóri, sem hefur varað við gróðahyggjunni og segir að veruleiki lágmenningarinnar sé líkastur niðursuðudós. Skyldi slíkum andans mönnum nokkurn tíma hafa dottið í hug að ástin tengdist peningum og sparnaði og þeirri ógnvænlegu tilhneigingu (eða tilraun) að mæla hamingjuna í inneignum á bankabókum? Er hægt að kaupa sér ást? Jú, jú, það má mín vegna hvetja fólk til sparnaðar og það er auðvitað ekki vanþörf á að fólk með meðallaun og þar undir, hugsi til efri áranna. Eitt alvarlegasta og grátlegasta vandamál nútímans er einmitt það að ellilífeyrir og lífeyrisgreiðslur eru skornar við nögl og gamla fólkið er afgangsstærð í þjóðfélaginu. En það hefur ekkert með ástina að gera. Í mesta lagi vanrækta umhyggju. Ég segi ekki að þessi vitleysa haldi fyrir mér vöku, enda ekki vanur að hneykslast. Maður gerði ekki annað á meðan. En látum ekki fégræðgina blinda okkur sýn og gera ástarbréf frá bankabuddunni að fyrirmynd eða arftaka tjáskipta um væntumþykju. Peningar eru ekki ígildi tilfinninga. Allavega ekki góðra tilfinninga. Þeir eru þvert á móti hjónadjöfullinn sem hefur valdið eyðileggingu í lífi samlyndra hjóna, spillt og splundrað ljúfum ástarsamböndum, sem hafa orðið til í krafti hinna einu og sönnu ástarbréfa. Ég biðst undan svona skilaboðum. Minn auður og þinn auður er ástin og hún er verðmætari innistæða en allt sem bankinn býður. Við skulum halda okkur við það sem Páll orti í einu af sínum mörgu ástarbréfum til konu sinnar: mínum hjartans fylgsnum frá/ færðu mín bestu kvæði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun
Í áranna rás hefur margt fallegt ástarbréfið verið skrifað. Í bundnu máli sem óbundnu. Til kærustunnar eða kærastans, frá barni til foreldris og gagnvæmt, ástarbréf til ættjarðarinnar, náttúrunnar, já, óður ástarinnar til lífsins og ástvinarins er með því fegursta sem hægt er að lesa, svo ekki sé nú talað um þau einkabréf, sem maður á sjálfur í fórum sínum, frá sínum nánustu. Ó, hversu heitt og hamingjusamt varð litla hjartað og hversu oft og mjúklega fór maður höndum um bréfin frá kærustunni, með örvum ástarinnar á umslaginu! Og dýrmæt er sú sælutilfinning að skrifa slík bréf og skiptast á atlotum orðsins. Mínar hjartfólgnustu endurminningar eru bréf til mín í "útlegðinni", frá mömmu, þegar ég dvaldi löngum stundum í sveitinni og heyrði hvorki né vissi, hvað var að gerast handan fjallsins eða árinnar. Þá var ekki samgöngunum fyrir að fara eða fjarskiptunum og nærgætin kveðja, "elsku sonur minn" hljómaði eins og himnasending fyrir lítinn einmana dreng sem hafði ástarþrá til móður sinnar. Nú er þetta að mestu líðin tíð, að því leyti að fólk er flest hvert hætt að skrifast á nema með SMS og fljótaskrift í tölvupósti og stundum efast ég um að unga fólkið kunni yfirleitt að skrifa með penna, þannig að sómi sé að. Svo gerðist það á mánudaginn að með Mogganum mínum barst bréf inn um lúguna, áferðarfalleg skrift, stílhreint og ástleitið og byrjaði með þessu fallega ávarpi: elsku ástin mín. Og undirskriftin: þitt eina hjartans mótframlag!! Ég var ekki einn um það að fá þetta bréf með Morgunblaðinu, sem kallaði mig engilinn sinn og gullið mitt og sagðist vera tærast upp af söknuði. Vildi hafa stefnumót við mig á netinu og allt var þetta með ástar- og saknaðarkveðjum frá "þínu eina hjartans mótframlagi". Það var ekki fyrr en daginn eftir sem beðist var afsökunar á því frá sendanda, að geta þess ekki að hér væri um auglýsingu að ræða. Auglýsing frá banka um það, hversu heitt ég ætti að elska framlag mitt til lífeyrissparnaðs á vegum þess góða fyrirtækis. Þetta var sem sagt ástarjátning á móti. Gagnkvæmt ástarsamband. Þið verðið að fyrirgefa en ég hef engan humör, engan skilning, engan smekk fyrir slíkum bréfaskiptum. Satt að segja finnst mér þetta vera frekar hallærisleg tilraun til að klessa ástinni og tilfinningum okkar upp á peningana og kannske í samræmi við þá sýn, sem nú er verið að koma inn hjá samtíðarfólki, að hamingjuna sé helst og fyrst að finna í gróða, fjárreiðum og veraldlegum auði. Hugguleg framtíðarsýn eða hitt þó heldur og ríður greinilega ekki við einteyming. Þessi smekkleysa, þessi heilaþvottur, er langt fyrir neðan virðingu, eða á ég að segja, siðferði fullorðins fólks, sem hlýtur að standa að þessari ástarbréfaatlögu. Hvað mundi ástaskáldið Páll Ólafsson hafa sagt um þessa misþyrmingu? Eða Matthías vinur minn Johannesson, fyrrum Morgunblaðsritstjóri, sem hefur varað við gróðahyggjunni og segir að veruleiki lágmenningarinnar sé líkastur niðursuðudós. Skyldi slíkum andans mönnum nokkurn tíma hafa dottið í hug að ástin tengdist peningum og sparnaði og þeirri ógnvænlegu tilhneigingu (eða tilraun) að mæla hamingjuna í inneignum á bankabókum? Er hægt að kaupa sér ást? Jú, jú, það má mín vegna hvetja fólk til sparnaðar og það er auðvitað ekki vanþörf á að fólk með meðallaun og þar undir, hugsi til efri áranna. Eitt alvarlegasta og grátlegasta vandamál nútímans er einmitt það að ellilífeyrir og lífeyrisgreiðslur eru skornar við nögl og gamla fólkið er afgangsstærð í þjóðfélaginu. En það hefur ekkert með ástina að gera. Í mesta lagi vanrækta umhyggju. Ég segi ekki að þessi vitleysa haldi fyrir mér vöku, enda ekki vanur að hneykslast. Maður gerði ekki annað á meðan. En látum ekki fégræðgina blinda okkur sýn og gera ástarbréf frá bankabuddunni að fyrirmynd eða arftaka tjáskipta um væntumþykju. Peningar eru ekki ígildi tilfinninga. Allavega ekki góðra tilfinninga. Þeir eru þvert á móti hjónadjöfullinn sem hefur valdið eyðileggingu í lífi samlyndra hjóna, spillt og splundrað ljúfum ástarsamböndum, sem hafa orðið til í krafti hinna einu og sönnu ástarbréfa. Ég biðst undan svona skilaboðum. Minn auður og þinn auður er ástin og hún er verðmætari innistæða en allt sem bankinn býður. Við skulum halda okkur við það sem Páll orti í einu af sínum mörgu ástarbréfum til konu sinnar: mínum hjartans fylgsnum frá/ færðu mín bestu kvæði.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun