Lífið

Sá blindi stanslaust í útláni

Lifandi bækur  Toshiki, Ásta Ósk, Ronni, Barbara og Jón Hjalti voru til útláns á bókasafninu.
Lifandi bækur Toshiki, Ásta Ósk, Ronni, Barbara og Jón Hjalti voru til útláns á bókasafninu.

Það var eins gott fyrir gesti að vanda val sitt á bókasafninu sem slegið var upp í Smáralind um helgina því bækurnar voru mennskar. "Lifandi bókasafn" er yfirskrift verkefnis sem þar var kynnt og gengur hugmyndin út á það að fólk geti fengið fólk úr ýmsum minnihlutahópum að láni stundarkorn til að fræðast um hug þess og hagi.

Meðal titla sem voru í boði má nefna múslima, Japana, blindan mann, líkskoðara og rauðsokku. Ronni Abergel, sem er einn af höfundum verkefnisins, var ánægður með viðtökurnar. Sá blindi var þó allra vinsælastur en hann var nánast stanslaust í útláni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.