Viðskipti innlent

Lögbrot ef rétt reynist

Formaður Hjálmar Árnason formaður stjórnar Lánasjóðs landbúnaðarins segir mikla samkeppni ríkja milli viðskiptabankanna sem keppast nú við að bjóða bændum betri kjör.
Formaður Hjálmar Árnason formaður stjórnar Lánasjóðs landbúnaðarins segir mikla samkeppni ríkja milli viðskiptabankanna sem keppast nú við að bjóða bændum betri kjör.

Stjórn Lánasjóðs Landbúnaðarins hefur borist erindi þess efnis að KB banki búi yfir upplýsingum um stöðu og kjör lántakenda hjá sjóðnum og hafi notað þær upplýsingar til að bjóða bændum betri kjör viðskiptabankans. Hjálmar Árnason, formaður lánasjóðsins segir þetta fyrsta dæmi þess að starfsmenn banka misnoti þekkingu sína.

"Ef svo er tel ég það vera lögbrot," segir Hjálmar og telur málið háalvarlegt. Hann segir ekki ástæðu til að ætla að starfsfólk lánasjóðsins sé viðriðið málið. Hann segir þagnarskyldu grundvallaratriði í störfum fjármálastofnana.

"Það er ljóst að samkeppnin er mjög grimm og hörð á þessu sviði og ef menn hafa verið að nota óvönduð meðul ber að bregðast við lögum samkvæmt," segir Hjálmar, en síðastliðið ár hefur áhugi viðskiptabankanna á landbúnaði stóraukist og hafa þeir keppst við að bjóða bændum um allt land betri kjör.

Málið er nú til skoðunar hjá Persónuvernd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×