Við áramót 31. desember 2004 00:01 Um áramót líta menn gjarnan um öxl og fara yfir árið sem er að líða. Þá kemur óhjákvæmilega ýmislegt upp í hugann. Hvað hefði betur mátt fara og hvað tókst vel. Þetta á jafnt við, hvort sem um er að ræða einkalífið, rekstur fyrirtækis eða stofnunar eða þróun mála almennt innanlands og utan út frá sjónarhóli viðkomandi einstaklings. Það getur verið hollt fyrir alla að líta um öxl og læra af reynslunni, meta eftir á ýmsa hluti til að byggja á í framtíðinni. En það er ekki aðeins að menn líti um öxl, heldur hafa kannski fleiri hug á því að horfa fram á veginn og spá í það hvað árið muni bera í skauti sér. Það er erfitt að spá um framtíðina, oft geta óvæntir hlutir komið upp eins og dæmin sanna nú á síðustu dögum hvað varðar náttúruhamfarirnar við Indlandshaf, sem skyggja á áramótagleðina um allan heim. Árið sem er að líða hefur almennt verið gjöfult fyrir okkur Íslendinga, þótt sláandi undantekningar sé þar að finna. Það er sem meiri og meiri munur sé að verða á kjörum manna hér á landi - hvað sem veldur. Kannski er orðin meiri og opnari umræða um þessi mál en áður, fólk er orðið opnara fyrir því að tjá sig um eigin hag, en lokar sig ekki af með eigin vandamál. Fjölmiðlarnir eiga vafalaust sinn þátt í því . Ef skyggnst er fram á veginn í þjóðmálunum hljóta efnahagamálin að vera þar efst á baugi. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra kom einmitt inn á þetta í viðtali við Fréttablaðið um jólin sem tekið var í tilefni af eitt hundrað dögum hans í embætti. "Það verður að viðhalda stöðugleika og það þarf að halda vel um stýrið í þeirri miklu spennu sem óneitanlega er í þjóðfélaginu," sagði forsætisráðherra. Og ennfremur: "Hagvöxturinn er mikill - meiri en við áttum von á - og það er mikill kraftur í efnahagslífinu eins og sést á útrás fyrirtækja og þátttöku okkar í alþjóðlegum viðskiptum." Þetta eru orð að sönnu og það virðist ekkert mega út af bera til að hlutirnir fari ekki á verri veg. En það eru fleiri sem óttast verðbólguna. Þannig hefur Landsbankinn dregið í land hvað varðar húsnæðislán vegna mikillar hækkunar á fasteignaverði og aukinnar hættu á meiri verðbólgu. Það eru fleiri sem hafa varað við mikilli spennu á þessum markaði og undir það skal tekið. Umfjöllun Fréttablaðsins í gær um íslenska viðskiptajöfra og útrásina margumtöluðu sýnir að hér er mikið líf og kraftur í viðskiptalífinu. Margir hafa spurt sig að því hvernig það komi okkur til góða sem hér búum. Það eru því ánægjuleg tíðindi ef hægt er að lækka verð á innfluttum vörum hér um 1-3% eftir kaup Baugs á Big Food Group í Bretlandi. Vonandi tekst stjórnvöldum að halda þannig á spilunum að þenslan verði ekki of mikil, en það er líka undir einstaklingunum komið og þeir þurfa líka að kunna fótum sínum forráð í góðærinu. Fréttablaðið hefur átt velgengni að fagna á árinu og við óskum landsmönnum gleðilegs árs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Um áramót líta menn gjarnan um öxl og fara yfir árið sem er að líða. Þá kemur óhjákvæmilega ýmislegt upp í hugann. Hvað hefði betur mátt fara og hvað tókst vel. Þetta á jafnt við, hvort sem um er að ræða einkalífið, rekstur fyrirtækis eða stofnunar eða þróun mála almennt innanlands og utan út frá sjónarhóli viðkomandi einstaklings. Það getur verið hollt fyrir alla að líta um öxl og læra af reynslunni, meta eftir á ýmsa hluti til að byggja á í framtíðinni. En það er ekki aðeins að menn líti um öxl, heldur hafa kannski fleiri hug á því að horfa fram á veginn og spá í það hvað árið muni bera í skauti sér. Það er erfitt að spá um framtíðina, oft geta óvæntir hlutir komið upp eins og dæmin sanna nú á síðustu dögum hvað varðar náttúruhamfarirnar við Indlandshaf, sem skyggja á áramótagleðina um allan heim. Árið sem er að líða hefur almennt verið gjöfult fyrir okkur Íslendinga, þótt sláandi undantekningar sé þar að finna. Það er sem meiri og meiri munur sé að verða á kjörum manna hér á landi - hvað sem veldur. Kannski er orðin meiri og opnari umræða um þessi mál en áður, fólk er orðið opnara fyrir því að tjá sig um eigin hag, en lokar sig ekki af með eigin vandamál. Fjölmiðlarnir eiga vafalaust sinn þátt í því . Ef skyggnst er fram á veginn í þjóðmálunum hljóta efnahagamálin að vera þar efst á baugi. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra kom einmitt inn á þetta í viðtali við Fréttablaðið um jólin sem tekið var í tilefni af eitt hundrað dögum hans í embætti. "Það verður að viðhalda stöðugleika og það þarf að halda vel um stýrið í þeirri miklu spennu sem óneitanlega er í þjóðfélaginu," sagði forsætisráðherra. Og ennfremur: "Hagvöxturinn er mikill - meiri en við áttum von á - og það er mikill kraftur í efnahagslífinu eins og sést á útrás fyrirtækja og þátttöku okkar í alþjóðlegum viðskiptum." Þetta eru orð að sönnu og það virðist ekkert mega út af bera til að hlutirnir fari ekki á verri veg. En það eru fleiri sem óttast verðbólguna. Þannig hefur Landsbankinn dregið í land hvað varðar húsnæðislán vegna mikillar hækkunar á fasteignaverði og aukinnar hættu á meiri verðbólgu. Það eru fleiri sem hafa varað við mikilli spennu á þessum markaði og undir það skal tekið. Umfjöllun Fréttablaðsins í gær um íslenska viðskiptajöfra og útrásina margumtöluðu sýnir að hér er mikið líf og kraftur í viðskiptalífinu. Margir hafa spurt sig að því hvernig það komi okkur til góða sem hér búum. Það eru því ánægjuleg tíðindi ef hægt er að lækka verð á innfluttum vörum hér um 1-3% eftir kaup Baugs á Big Food Group í Bretlandi. Vonandi tekst stjórnvöldum að halda þannig á spilunum að þenslan verði ekki of mikil, en það er líka undir einstaklingunum komið og þeir þurfa líka að kunna fótum sínum forráð í góðærinu. Fréttablaðið hefur átt velgengni að fagna á árinu og við óskum landsmönnum gleðilegs árs.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun