Réttum hjálparhönd 29. desember 2004 00:01 Með hverjum klukkutímanum sem líður kemur betur og betur í ljós hvílík eyðilegging og manntjón hefur orðið vegna jarðskjálftans í hafinu undan Súmötru á öðrum degi jóla. Í fyrstu var talað um að allt að tíu þúsund manns hefðu farist í skjálftanum, en sú talar hækkar stöðugt og nú er talið að um sextíu þúsund manns hafi farist. Sú tala á eflaust eftir að hækka á næstu dögum, eftir því sem hjálparstarfinu miðar áfram. Yfirleitt fréttist fyrst um afdrif fólks í jöðrum svæða þar sem jörð hefur skolfið, en síðar eftir því sem nær dregur upptökum skjálftans. Átakanlegar og í bland hroðalegar lýsingar hafa borist frá hamfarasvæðinu. Ljóst er að þúsundir Norðurlandabúa, sem ætluðu að eyða jólaleyfinu í sól og sumaryl við Indlandshaf, hafa orðið fyrir barðinu á skjálftanum mikla. Sumir þeirra voru á svæðum sem hafa orðið illa úti og er óttast um líf margra. Þegar er vitað um tugi sem fórust. Talið er að á þriðja hundrað Íslendinga hafi verið í löndunum við Indlandshaf þar sem skjálftans og afleiðinga hans varð aðallega vart. Mikill meirihluti þeirra hefur látið vita af sér, eða spurst hefur til þeirra. Utanríkisráðuneytið hefur safnað saman upplýsingum um Íslendinga á þessu svæði. Þegar síðast var vitað hafði ekki tekist að hafa uppi á öllum héðan sem talið var að hefðu verið á svæðinu þegar skjálftinn reið yfir. Hinsvegar er ekki vitað til þess að Íslendingar hafi verið á þeim svæðum sem verst urðu úti og þar sem flestir fórust, þótt ekki sé hægt að fullyrða neitt um það með vissu. Á annað þúsund nýbúar á Íslandi eiga ættingja og vini í þeim löndum sem urðu illa úti vegna flóða af völdum skjálftans. Okkur ber að aðstoða þessa nýju Íslendinga við að hafa uppi á sínu fólki eftir hamfarirnar, ekki síður en að afla upplýsinga um landa okkar á hamfarasvæðinu. Víðtækt hjálparstarf er í fullum gangi og stöðugt berast fregnir af því. Ýmist er um að ræða fjárframlög, eða ýmisskonar aðstoð. Ekki var talin þörf á að senda rústabjörgunarsveit héðan, en ríkisstjórnin hefur tilkynnt um fimm milljóna króna framlag til hjálparstarfs í þeim sex löndum sem urðu verst úti, og um þrjú þúsund Íslendingar höfðu gefið eitt þúsund krónur hver í söfnun Rauða kross Íslands vegna hamfaranna. Betur má ef duga skal og nú þurfa Íslendingar að taka sig á í þessum efnum. Við höfum alveg efni á því. Mikil þörf virðist vera á drykkjarvatni sumstaðar á svæðinu , og erum við vel aflögufærir hvað það snertir. Þá höfum við nú yfir að ráða miklum flugflota, sem er undir íslenskum merkjum og hefur þjónað á þessu svæði. Því er ekki úr vegi að við flyttum drykkjarvatn til innfædddra í þeim þotum sem fara nú án farþega til að sækja evrópska ferðalanga í þúsundatali til fjölmargra staða í þeim löndum sem orðið hafa illa úti í skjálftanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Með hverjum klukkutímanum sem líður kemur betur og betur í ljós hvílík eyðilegging og manntjón hefur orðið vegna jarðskjálftans í hafinu undan Súmötru á öðrum degi jóla. Í fyrstu var talað um að allt að tíu þúsund manns hefðu farist í skjálftanum, en sú talar hækkar stöðugt og nú er talið að um sextíu þúsund manns hafi farist. Sú tala á eflaust eftir að hækka á næstu dögum, eftir því sem hjálparstarfinu miðar áfram. Yfirleitt fréttist fyrst um afdrif fólks í jöðrum svæða þar sem jörð hefur skolfið, en síðar eftir því sem nær dregur upptökum skjálftans. Átakanlegar og í bland hroðalegar lýsingar hafa borist frá hamfarasvæðinu. Ljóst er að þúsundir Norðurlandabúa, sem ætluðu að eyða jólaleyfinu í sól og sumaryl við Indlandshaf, hafa orðið fyrir barðinu á skjálftanum mikla. Sumir þeirra voru á svæðum sem hafa orðið illa úti og er óttast um líf margra. Þegar er vitað um tugi sem fórust. Talið er að á þriðja hundrað Íslendinga hafi verið í löndunum við Indlandshaf þar sem skjálftans og afleiðinga hans varð aðallega vart. Mikill meirihluti þeirra hefur látið vita af sér, eða spurst hefur til þeirra. Utanríkisráðuneytið hefur safnað saman upplýsingum um Íslendinga á þessu svæði. Þegar síðast var vitað hafði ekki tekist að hafa uppi á öllum héðan sem talið var að hefðu verið á svæðinu þegar skjálftinn reið yfir. Hinsvegar er ekki vitað til þess að Íslendingar hafi verið á þeim svæðum sem verst urðu úti og þar sem flestir fórust, þótt ekki sé hægt að fullyrða neitt um það með vissu. Á annað þúsund nýbúar á Íslandi eiga ættingja og vini í þeim löndum sem urðu illa úti vegna flóða af völdum skjálftans. Okkur ber að aðstoða þessa nýju Íslendinga við að hafa uppi á sínu fólki eftir hamfarirnar, ekki síður en að afla upplýsinga um landa okkar á hamfarasvæðinu. Víðtækt hjálparstarf er í fullum gangi og stöðugt berast fregnir af því. Ýmist er um að ræða fjárframlög, eða ýmisskonar aðstoð. Ekki var talin þörf á að senda rústabjörgunarsveit héðan, en ríkisstjórnin hefur tilkynnt um fimm milljóna króna framlag til hjálparstarfs í þeim sex löndum sem urðu verst úti, og um þrjú þúsund Íslendingar höfðu gefið eitt þúsund krónur hver í söfnun Rauða kross Íslands vegna hamfaranna. Betur má ef duga skal og nú þurfa Íslendingar að taka sig á í þessum efnum. Við höfum alveg efni á því. Mikil þörf virðist vera á drykkjarvatni sumstaðar á svæðinu , og erum við vel aflögufærir hvað það snertir. Þá höfum við nú yfir að ráða miklum flugflota, sem er undir íslenskum merkjum og hefur þjónað á þessu svæði. Því er ekki úr vegi að við flyttum drykkjarvatn til innfædddra í þeim þotum sem fara nú án farþega til að sækja evrópska ferðalanga í þúsundatali til fjölmargra staða í þeim löndum sem orðið hafa illa úti í skjálftanum.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun