Ungt fólk í neyð leitar hjálpar 21. desember 2004 00:01 Ungt fólk var í miklum meirihluta þeirra sem leituðu aðstoðar Mæðrastyrksnefndar og Fjölskylduhjálpar í gær. Einnig voru þar öryrkjar og eldri borgarar. Allir áttu það sameiginlegt að fá úthlutað fatnaði og matvælum fyrir jólin. Þetta voru þöglir hópar, gjörsneyddir þeirri spennu sem alla jafna einkennir velmegandi landsmenn fyrir jólin. Fréttablaðið heimsótti bækistöðvar þessara tveggja hjálparsamtaka á þessum síðasta úthlutunardegi fyrir jól. Áberandi voru ungar mæður, sem voru að fá matvæli og ná sér í fatnað fyrir börnin sín. Fólkið var hreint og snyrtilegt, en fátæktin greinilegur fylgifiskur þess. Það valdi fatnað af kostgæfni og var sýnilega ekki að taka meira heldur en það vantaði. Eftirtektarverð var ung móðir með barn á handlegg. Hún var að leita að skjólfatnaði fyrir barnið sitt. Og mikil var gleðin í svipnum þegar hún fann góðan, vatteraðan kuldagalla fyrir veturinn. Það snart. Síðan fór hún og náði í matarskammtinn sinn og hvarf síðan út í aðventurökkrið. Hjá Mæðrastyrksnefnd var stöðugur erill. Auk þeirra fjölmörgu sem voru að leita sér aðstoðar streymdu inn sendingar frá einstaklingum og fyrirtækjum, ýmist matvæli, bækur eða fatnaður. Flosi Ólafsson Skruddumaður sendi tvo fulla bókakassa, Hagkaup sendu allar stærðir af nærfötum, hringt var frá fyrirtæki sem ætlaði að leggja inn peningaupphæð og einhver hafði skilið eftir hlass af glænýjum flauelsbuxum fyrir utan. Enginn vissi hver það var, en þær voru greinilega vel þegnar. Hjá Fjölskylduhjálp Íslands stóðu margir tugir fólks í biðröð í rigningu og hráslaga, þegar Fréttablaðið bar að garði. Ósköp venjulegir borgarar á öllum aldri, en yngra fólkið í meirihluta. Framlögin höfðu streymt inn, meðal annars frá þjónustuveri Íslandsbanka, sem lagði fram matvæli fyrir á 7. tug þúsunda króna. Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur kom færandi hendi í gær með fullan kassa af Sakleysingjunum, nýjustu bókinni, og hafði hann áritað hvert einasta eintak. Þá hafði hann rétt Fjölskylduhjálpinni 250 þúsund krónur fyrir um hálfum mánuði. Þeim var varið til kaupa á kjöti, meðan annars stöflum af hamborgarahrygg sem úthlutað var í gær. Innlent Jól Menning Mest lesið Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Stormsveipurinn mætir heim Jól Samviskulegar smákökur Jól Risa piparkaka í formi jólapeysu Jól Reyni að hafa pakkann persónubundinn Jól Sérskreyttar jólaístertur á hátíðaborðið Jólin Breska konungsfjölskyldan komin í jólapeysur Jól Dádýrasteik með rósmarínkartöfluköku og saltfiskur með sætri kartöflumús Jólin Gáttaþefur kom í nótt Jól
Ungt fólk var í miklum meirihluta þeirra sem leituðu aðstoðar Mæðrastyrksnefndar og Fjölskylduhjálpar í gær. Einnig voru þar öryrkjar og eldri borgarar. Allir áttu það sameiginlegt að fá úthlutað fatnaði og matvælum fyrir jólin. Þetta voru þöglir hópar, gjörsneyddir þeirri spennu sem alla jafna einkennir velmegandi landsmenn fyrir jólin. Fréttablaðið heimsótti bækistöðvar þessara tveggja hjálparsamtaka á þessum síðasta úthlutunardegi fyrir jól. Áberandi voru ungar mæður, sem voru að fá matvæli og ná sér í fatnað fyrir börnin sín. Fólkið var hreint og snyrtilegt, en fátæktin greinilegur fylgifiskur þess. Það valdi fatnað af kostgæfni og var sýnilega ekki að taka meira heldur en það vantaði. Eftirtektarverð var ung móðir með barn á handlegg. Hún var að leita að skjólfatnaði fyrir barnið sitt. Og mikil var gleðin í svipnum þegar hún fann góðan, vatteraðan kuldagalla fyrir veturinn. Það snart. Síðan fór hún og náði í matarskammtinn sinn og hvarf síðan út í aðventurökkrið. Hjá Mæðrastyrksnefnd var stöðugur erill. Auk þeirra fjölmörgu sem voru að leita sér aðstoðar streymdu inn sendingar frá einstaklingum og fyrirtækjum, ýmist matvæli, bækur eða fatnaður. Flosi Ólafsson Skruddumaður sendi tvo fulla bókakassa, Hagkaup sendu allar stærðir af nærfötum, hringt var frá fyrirtæki sem ætlaði að leggja inn peningaupphæð og einhver hafði skilið eftir hlass af glænýjum flauelsbuxum fyrir utan. Enginn vissi hver það var, en þær voru greinilega vel þegnar. Hjá Fjölskylduhjálp Íslands stóðu margir tugir fólks í biðröð í rigningu og hráslaga, þegar Fréttablaðið bar að garði. Ósköp venjulegir borgarar á öllum aldri, en yngra fólkið í meirihluta. Framlögin höfðu streymt inn, meðal annars frá þjónustuveri Íslandsbanka, sem lagði fram matvæli fyrir á 7. tug þúsunda króna. Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur kom færandi hendi í gær með fullan kassa af Sakleysingjunum, nýjustu bókinni, og hafði hann áritað hvert einasta eintak. Þá hafði hann rétt Fjölskylduhjálpinni 250 þúsund krónur fyrir um hálfum mánuði. Þeim var varið til kaupa á kjöti, meðan annars stöflum af hamborgarahrygg sem úthlutað var í gær.
Innlent Jól Menning Mest lesið Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Stormsveipurinn mætir heim Jól Samviskulegar smákökur Jól Risa piparkaka í formi jólapeysu Jól Reyni að hafa pakkann persónubundinn Jól Sérskreyttar jólaístertur á hátíðaborðið Jólin Breska konungsfjölskyldan komin í jólapeysur Jól Dádýrasteik með rósmarínkartöfluköku og saltfiskur með sætri kartöflumús Jólin Gáttaþefur kom í nótt Jól