Aðventan ýfir upp sárin 20. desember 2004 00:01 "Aðventan og jólin eru margslunginn tími, bæði er þetta tilfinningahlaðinn tími og tími minninga," segir Jóna Lísa Þorsteinsdótttir, prestur í Akureyrarkirkju. "Oft er fólk með ákveðnar hugmyndir um hvernig aðventan á að vera, en svo blasir allt í einu við nýr raunveruleiki. Þá er gott að vita að það er ekkert rangt við allar þessar tilfinningar og að þær munu mildast og breytast með tímanum." Jóna Lísa þekkir ástvinamissi af eigin raun því eiginmaður hennar lést skyndilega fyrir sjö árum. Jóna Lísa segist ekki vera með neinar ráðleggingar handa fólki í bókinni heldur er hún bara að lýsa eigin reynslu. "Við erum svo misjöfn og það sem ég hef reynt að gera er að hlusta á eigin rödd. Ég segi frá því í bókinni þegar það æxlaðist þannig að synir mínir voru ekki hjá mér á jólunum. Fjölskyldan mín var afar óánægð að vita af mér einni, en mig langaði að vera ein, ég valdi það. Og þetta var yndislegt aðfangadagskvöld. Ég kom heim úr kirkjunni og íbúðin mín var full af kærleika og nærveru og mér fannst ég alls ekki vera ein. Líðan okkar á jólum og aðventu endurspeglar okkar eigið ástand og tengsl okkar við Guð og menn og þegar einhverju er ábótavant ýfist það upp á aðventunni. Þá er mikilvægt að þiggja stuðning fólks, en vera samt trúr sjálfum sér. Það er líka svo ótal margt í boði á aðventu sem er nærandi og gott. Ég er löngu búin að átta mig á að jólin eiga sér stað í mínu eigin hjarta svo mér finnst mikilvægara að undirbúa hjartað en híbýlin og hleypa birtunni inn." Jól Mest lesið Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Stormsveipurinn mætir heim Jól Samviskulegar smákökur Jól Risa piparkaka í formi jólapeysu Jól Reyni að hafa pakkann persónubundinn Jól Sérskreyttar jólaístertur á hátíðaborðið Jólin Breska konungsfjölskyldan komin í jólapeysur Jól Dádýrasteik með rósmarínkartöfluköku og saltfiskur með sætri kartöflumús Jólin Gáttaþefur kom í nótt Jól Jólabær í ljósaskiptum Jól
"Aðventan og jólin eru margslunginn tími, bæði er þetta tilfinningahlaðinn tími og tími minninga," segir Jóna Lísa Þorsteinsdótttir, prestur í Akureyrarkirkju. "Oft er fólk með ákveðnar hugmyndir um hvernig aðventan á að vera, en svo blasir allt í einu við nýr raunveruleiki. Þá er gott að vita að það er ekkert rangt við allar þessar tilfinningar og að þær munu mildast og breytast með tímanum." Jóna Lísa þekkir ástvinamissi af eigin raun því eiginmaður hennar lést skyndilega fyrir sjö árum. Jóna Lísa segist ekki vera með neinar ráðleggingar handa fólki í bókinni heldur er hún bara að lýsa eigin reynslu. "Við erum svo misjöfn og það sem ég hef reynt að gera er að hlusta á eigin rödd. Ég segi frá því í bókinni þegar það æxlaðist þannig að synir mínir voru ekki hjá mér á jólunum. Fjölskyldan mín var afar óánægð að vita af mér einni, en mig langaði að vera ein, ég valdi það. Og þetta var yndislegt aðfangadagskvöld. Ég kom heim úr kirkjunni og íbúðin mín var full af kærleika og nærveru og mér fannst ég alls ekki vera ein. Líðan okkar á jólum og aðventu endurspeglar okkar eigið ástand og tengsl okkar við Guð og menn og þegar einhverju er ábótavant ýfist það upp á aðventunni. Þá er mikilvægt að þiggja stuðning fólks, en vera samt trúr sjálfum sér. Það er líka svo ótal margt í boði á aðventu sem er nærandi og gott. Ég er löngu búin að átta mig á að jólin eiga sér stað í mínu eigin hjarta svo mér finnst mikilvægara að undirbúa hjartað en híbýlin og hleypa birtunni inn."
Jól Mest lesið Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Stormsveipurinn mætir heim Jól Samviskulegar smákökur Jól Risa piparkaka í formi jólapeysu Jól Reyni að hafa pakkann persónubundinn Jól Sérskreyttar jólaístertur á hátíðaborðið Jólin Breska konungsfjölskyldan komin í jólapeysur Jól Dádýrasteik með rósmarínkartöfluköku og saltfiskur með sætri kartöflumús Jólin Gáttaþefur kom í nótt Jól Jólabær í ljósaskiptum Jól