Merkilegir áfangar 20. desember 2004 00:01 Hvert stórvirkið hefur rekið annað í íslensku viðskiptalífi þetta árið. Íslenskt kaupsýslufólk hefur sótt fram og keypt erlend fyrirtæki. Viðskipti eru í eðli sínu áhættusöm og við því að búast að ekki heppnist allt sem menn taka sér fyrir hendur á þeim vettvangi. Hins ber að gæta að íslenskt viðskiptalíf hefur öðlast reynslu á undanförnum árum sem er dýrmætt veganesti við kaup á erlendum fyrirtækjum. Margt bendir til þess að sú reynsla sé nú nýtt og viðskipti Íslendinga erlendis séu betur undirbúin en áður var. Trygging Baugs á fjármögnun við kaup á Big Food Group og þátttaka erlendra fjármálafyrirtækja í henni hljóta að teljast stór tíðindi í íslensku viðskiptalífi. Bank of Scotland hefur yfirumsjón með fjármögnun kaupanna og tekur auk þess níu prósenta hlut í eignarhaldsfélagi Big Food Group. Það að stór banki eins og Bank of Scotland taki slíka ákvörðun hlýtur að teljast meiriháttar viðurkenning fyrir íslenskt fyrirtæki. Fleiri íslensk fyrirtæki hafa verið að ná athyglisverðum árangri. KB banki og Íslandsbanki hafa hvor um sig keypt stóra banka á Norðurlöndunum á árinu. Kaup Flugleiða á hlut í Easyjet hafa vakið verðskuldaða athygli erlendis. Sjónir erlendra fjölmiðla hafa beinst að Flugleiðum, sem eru eitt fárra flugfélaga í heiminum sem tókst að vinna úr erfiðleikum í kjölfar 11. september á þann hátt að félagið hefur skilað hagnaði þegar flest önnur flugfélög voru rekin með halla. Það er því margt sem bendir til þess að íslensk fyrirtæki séu rekin af mikilli þekkingu og skilningi á eðli rekstrarins, enda þótt meira sé rætt um kjark og skjótar ákvarðanir í umræðu um útrás íslenskra fyrirtækja. Fram undan eru fleiri spennandi verkefni í útrás atvinnulífsins; verkefni sem geta skipt miklu fyrir hagsæld framtíðainnar hér á landi. Þær breytingar sem orðið hafa á viðskiptaumhverfi hér á landi hafa valdið sumum nokkrum áhyggjum. Annars vegar spretta áhyggjurnar úr brjóstum þeirra sem ekki sjá til sólar þegar öðrum gengur vel. Hin uppsprettan er heilbrigð varúðarsjónarmið þeirra sem óttast að viðskiptalífið kunni að fara sér of geyst og hætta sé á að í gleði núverandi velgengni gleymi menn nauðsynlegri varúð. Flest bendir til þess að viðskiptalífið sé heilbrigðara og hraustara en nokkru sinni fyrr, þótt ekki sé það gallalaust fremur en annað. Stórfyrirtæki hvar sem er í heiminum mæta tortryggni í umræðunni. Oft mega þau þola ósanngjarna gagnrýni, en í öðrum tilvikum geta þau sakast við sig sjálf. Sama hefur gilt um íslensk stórfyrirtæki. Almennt séð verður þó ekki annað sagt en að þau hafi verið meðvituð um sanngirni og eðlilegar leikreglur. Fyrirtækin sem og aðrir hafa gott af heilbrigðu aðhaldi og gagnrýni. Hitt verður að hafa í huga að þegar horft er til þróunar síðustu ára hafa íslensk stórfyrirtæki nýtt kraft sinn til hagsbóta fyrir samfélagið og uppbyggingu þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Hafliði Helgason Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert stórvirkið hefur rekið annað í íslensku viðskiptalífi þetta árið. Íslenskt kaupsýslufólk hefur sótt fram og keypt erlend fyrirtæki. Viðskipti eru í eðli sínu áhættusöm og við því að búast að ekki heppnist allt sem menn taka sér fyrir hendur á þeim vettvangi. Hins ber að gæta að íslenskt viðskiptalíf hefur öðlast reynslu á undanförnum árum sem er dýrmætt veganesti við kaup á erlendum fyrirtækjum. Margt bendir til þess að sú reynsla sé nú nýtt og viðskipti Íslendinga erlendis séu betur undirbúin en áður var. Trygging Baugs á fjármögnun við kaup á Big Food Group og þátttaka erlendra fjármálafyrirtækja í henni hljóta að teljast stór tíðindi í íslensku viðskiptalífi. Bank of Scotland hefur yfirumsjón með fjármögnun kaupanna og tekur auk þess níu prósenta hlut í eignarhaldsfélagi Big Food Group. Það að stór banki eins og Bank of Scotland taki slíka ákvörðun hlýtur að teljast meiriháttar viðurkenning fyrir íslenskt fyrirtæki. Fleiri íslensk fyrirtæki hafa verið að ná athyglisverðum árangri. KB banki og Íslandsbanki hafa hvor um sig keypt stóra banka á Norðurlöndunum á árinu. Kaup Flugleiða á hlut í Easyjet hafa vakið verðskuldaða athygli erlendis. Sjónir erlendra fjölmiðla hafa beinst að Flugleiðum, sem eru eitt fárra flugfélaga í heiminum sem tókst að vinna úr erfiðleikum í kjölfar 11. september á þann hátt að félagið hefur skilað hagnaði þegar flest önnur flugfélög voru rekin með halla. Það er því margt sem bendir til þess að íslensk fyrirtæki séu rekin af mikilli þekkingu og skilningi á eðli rekstrarins, enda þótt meira sé rætt um kjark og skjótar ákvarðanir í umræðu um útrás íslenskra fyrirtækja. Fram undan eru fleiri spennandi verkefni í útrás atvinnulífsins; verkefni sem geta skipt miklu fyrir hagsæld framtíðainnar hér á landi. Þær breytingar sem orðið hafa á viðskiptaumhverfi hér á landi hafa valdið sumum nokkrum áhyggjum. Annars vegar spretta áhyggjurnar úr brjóstum þeirra sem ekki sjá til sólar þegar öðrum gengur vel. Hin uppsprettan er heilbrigð varúðarsjónarmið þeirra sem óttast að viðskiptalífið kunni að fara sér of geyst og hætta sé á að í gleði núverandi velgengni gleymi menn nauðsynlegri varúð. Flest bendir til þess að viðskiptalífið sé heilbrigðara og hraustara en nokkru sinni fyrr, þótt ekki sé það gallalaust fremur en annað. Stórfyrirtæki hvar sem er í heiminum mæta tortryggni í umræðunni. Oft mega þau þola ósanngjarna gagnrýni, en í öðrum tilvikum geta þau sakast við sig sjálf. Sama hefur gilt um íslensk stórfyrirtæki. Almennt séð verður þó ekki annað sagt en að þau hafi verið meðvituð um sanngirni og eðlilegar leikreglur. Fyrirtækin sem og aðrir hafa gott af heilbrigðu aðhaldi og gagnrýni. Hitt verður að hafa í huga að þegar horft er til þróunar síðustu ára hafa íslensk stórfyrirtæki nýtt kraft sinn til hagsbóta fyrir samfélagið og uppbyggingu þess.