Aldraðir á Landspítala 16. desember 2004 00:01 Fréttir af rekstrarvanda Landspítalans berast með vissu millibili og þar virðist við eilífðarvanda að etja. Það er ekki langt síðan miklum fjölda starfsmanna var sagt upp og hnykkti þá mörgum við, því við höfum almennt búið við góða heilbrigðisþjónustu. Það fer þó talsvert eftir landshlutum, því þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu í nánd við stóru sjúkrahúsin þar sem bráðaþjónustan er best búa auðvitað við mest öryggi. Þeir sem búa úti á landi fjarri sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum eiga ekki kost á eins góðri þjónustu þrátt fyrir bættar samgöngur á landi, þyrlur og flugvélar. Landspítalinn er flaggskipið í heilbrigðisþjónustunni. Þar starfa upp undir fimm þúsund manns og er stofnunin þar með langstærsti vinnustaður landsins. Það er því kannski von að öðru hvoru heyrist þaðan talað um hagræðingu og sparnað, enda veltur á miklu að þar sé farið vel með fjármuni. Á næsta ári er gert ráð fyrir að spítalinnn fái um 26 milljarða króna til ráðstöfunar. Til að setja þá tölu í eitthvert samhengi er það upp undir tíundi hluti fjárlaganna á næsta ári, og svarar til þes að hver Íslendingur greiði tæplega eitt hundrað þúsund krónur á ári til þessarar einu stofnunar ríkisins. Þrátt fyrir þessa miklu fjármuni og samdrátt og breytingar á rekstri á ýmsum deildum sjúkrahússins blasir fjárhagsvandinn eilíflega við. Það er þá spurning hvort um er að ræða innbyggðan vanda, eða hvort einhverjar ytri aðstæður valdi. Í Fréttablaðinu í gær var sagt frá því að meira en eitt hundrað sjúklingar séu á Landspítalanum sem ekki eiga að vera þar. Þeir hafi orðið innlyksa, þar sem ekki hefur tekist að koma þeim fyrir í varanlega vistun utan spítalans. Þessir sjúklingar eiga ekki heima á dýru hátæknisjúkrahúsi, heldur á annars konar stofnunum sem eru sniðnar að þörfum þeirra. Hér er einkum um að ræða aldraða, geðfatlaða og sérstaklega er getið um ungt geðfatlað fólk, sem hefur af ýmsum ástæðum orðið illa úti í lífinu. Meðallegutími geðfatlaðra er talsvert lengri hér á landi en víða í nágrannalöndunum. Sem dæmi eru geðsjúkir yfirleitt ekki á bráðasjúkrahúsum í Svíþjóð, og þar bera sveitarfélög ábyrgð á þjónustu við aldraða. Hér bíða aldraðir oft svo vikum eða mánuðum skiptir á Landspítalanum eftir viðeigandi þjónustu á dvalar- eða hjúkrunarheimilum sem sniðin eru að þeirra þörfum. Töluvert átak hefur verið gert til að leysa þennan vanda, og margt er í farvatninu. Með því að leysa vanda aldraðra sjúklinga myndi hagur Landspítalans væntanlega vænkast. Spítalinn hefur lagt áherslu á að efla dag- og göngudeildir á undanförnum misserum og endurspeglast það í því að rösklega fimm prósentum fleiri hafa komið á þær deildir í ár en á sama tíma í fyrra. Skurðaðgerðum fjölgaði aðeins fyrstu tíu mánuðina í ár og biðlistar á því sviði hafa styst um fimmtung. Augnaðgerðum hefur fjölgað mikið, en þrátt fyrir það bíða nú meira en 1.200 manns eftir aðgerð á augasteini og er meðalbiðtíminn tæplega eitt ár. Miklar framfarir hafa orðið í þessari grein á undanförnum árum og tækninni hefur fleygt fram. Það skýrir hinn mikla fjölda aðgerða og langa biðlista. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun
Fréttir af rekstrarvanda Landspítalans berast með vissu millibili og þar virðist við eilífðarvanda að etja. Það er ekki langt síðan miklum fjölda starfsmanna var sagt upp og hnykkti þá mörgum við, því við höfum almennt búið við góða heilbrigðisþjónustu. Það fer þó talsvert eftir landshlutum, því þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu í nánd við stóru sjúkrahúsin þar sem bráðaþjónustan er best búa auðvitað við mest öryggi. Þeir sem búa úti á landi fjarri sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum eiga ekki kost á eins góðri þjónustu þrátt fyrir bættar samgöngur á landi, þyrlur og flugvélar. Landspítalinn er flaggskipið í heilbrigðisþjónustunni. Þar starfa upp undir fimm þúsund manns og er stofnunin þar með langstærsti vinnustaður landsins. Það er því kannski von að öðru hvoru heyrist þaðan talað um hagræðingu og sparnað, enda veltur á miklu að þar sé farið vel með fjármuni. Á næsta ári er gert ráð fyrir að spítalinnn fái um 26 milljarða króna til ráðstöfunar. Til að setja þá tölu í eitthvert samhengi er það upp undir tíundi hluti fjárlaganna á næsta ári, og svarar til þes að hver Íslendingur greiði tæplega eitt hundrað þúsund krónur á ári til þessarar einu stofnunar ríkisins. Þrátt fyrir þessa miklu fjármuni og samdrátt og breytingar á rekstri á ýmsum deildum sjúkrahússins blasir fjárhagsvandinn eilíflega við. Það er þá spurning hvort um er að ræða innbyggðan vanda, eða hvort einhverjar ytri aðstæður valdi. Í Fréttablaðinu í gær var sagt frá því að meira en eitt hundrað sjúklingar séu á Landspítalanum sem ekki eiga að vera þar. Þeir hafi orðið innlyksa, þar sem ekki hefur tekist að koma þeim fyrir í varanlega vistun utan spítalans. Þessir sjúklingar eiga ekki heima á dýru hátæknisjúkrahúsi, heldur á annars konar stofnunum sem eru sniðnar að þörfum þeirra. Hér er einkum um að ræða aldraða, geðfatlaða og sérstaklega er getið um ungt geðfatlað fólk, sem hefur af ýmsum ástæðum orðið illa úti í lífinu. Meðallegutími geðfatlaðra er talsvert lengri hér á landi en víða í nágrannalöndunum. Sem dæmi eru geðsjúkir yfirleitt ekki á bráðasjúkrahúsum í Svíþjóð, og þar bera sveitarfélög ábyrgð á þjónustu við aldraða. Hér bíða aldraðir oft svo vikum eða mánuðum skiptir á Landspítalanum eftir viðeigandi þjónustu á dvalar- eða hjúkrunarheimilum sem sniðin eru að þeirra þörfum. Töluvert átak hefur verið gert til að leysa þennan vanda, og margt er í farvatninu. Með því að leysa vanda aldraðra sjúklinga myndi hagur Landspítalans væntanlega vænkast. Spítalinn hefur lagt áherslu á að efla dag- og göngudeildir á undanförnum misserum og endurspeglast það í því að rösklega fimm prósentum fleiri hafa komið á þær deildir í ár en á sama tíma í fyrra. Skurðaðgerðum fjölgaði aðeins fyrstu tíu mánuðina í ár og biðlistar á því sviði hafa styst um fimmtung. Augnaðgerðum hefur fjölgað mikið, en þrátt fyrir það bíða nú meira en 1.200 manns eftir aðgerð á augasteini og er meðalbiðtíminn tæplega eitt ár. Miklar framfarir hafa orðið í þessari grein á undanförnum árum og tækninni hefur fleygt fram. Það skýrir hinn mikla fjölda aðgerða og langa biðlista.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun