Efni í handgerð og kort og heimage 10. desember 2004 00:01 "Kortagerð er eitt alvinsælasta föndrið fyrir jólin hjá okkur því þeir eru alltaf fleiri og fleiri sem gera jólakortin sín sjálfir," segir Björg Benediktsdóttir, kaupmaður í versluninni Föndru við Dalveg, spurð um heitustu vörurnar hjá handverksfólki nú um stundir. Þegar betur er að gáð var spurningin óþörf því við kortarekkann er fjöldi barna og fullorðinna að bjástra. Sumir eru að skera út mynstur með skapalónum, aðrir nota límmiða og enn aðrir eru að velja sér þrívíddarmynstur til að fara með heim. Það nýjasta í þessari deild segir Björg vera snjókort sem þó hafa yfir sér gamaldags svip og þegar þau eru hrist fjúka snjókorn um myndina sem er á kortinu. Þæfing ullar er annað algengt viðfangsefni kvenna í dag og að sögn Bjargar rýkur forþæfða merinóullin út enda er hún til í mörgum fallegum litum. "Úr þessu verða hanskar, lúffur, sjöl, töskur og heilu kápurnar," segir Björg og getur þess líka að vinsælt sé að þæfa ullina á silki. Margt fallegt verður líka til úr filti og nú er komið nýtt filt með glimmeri sem slær að sjálfsögðu í gegn nú þegar glitið er í hávegum haft. Kortaefnið er af ýmsu tagi. Jól Mest lesið Óþarfi að flækja málin Jól Breska konungsfjölskyldan komin í jólapeysur Jól Ó, Jesúbarn blítt Jól Var stundum kallaður Jesús Jólin Jóladagatal Vísis: Fermingin hans Bjarka Jólin Rjúpur og rómantík Jólin Forfallinn kökukarl Jólin Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Jóladagatal Vísis: Ógleymanleg töfrabrögð Jóns Arnórs Jólin Jóla-Jóna er mesta jólabarnið á Ísafirði Jólin
"Kortagerð er eitt alvinsælasta föndrið fyrir jólin hjá okkur því þeir eru alltaf fleiri og fleiri sem gera jólakortin sín sjálfir," segir Björg Benediktsdóttir, kaupmaður í versluninni Föndru við Dalveg, spurð um heitustu vörurnar hjá handverksfólki nú um stundir. Þegar betur er að gáð var spurningin óþörf því við kortarekkann er fjöldi barna og fullorðinna að bjástra. Sumir eru að skera út mynstur með skapalónum, aðrir nota límmiða og enn aðrir eru að velja sér þrívíddarmynstur til að fara með heim. Það nýjasta í þessari deild segir Björg vera snjókort sem þó hafa yfir sér gamaldags svip og þegar þau eru hrist fjúka snjókorn um myndina sem er á kortinu. Þæfing ullar er annað algengt viðfangsefni kvenna í dag og að sögn Bjargar rýkur forþæfða merinóullin út enda er hún til í mörgum fallegum litum. "Úr þessu verða hanskar, lúffur, sjöl, töskur og heilu kápurnar," segir Björg og getur þess líka að vinsælt sé að þæfa ullina á silki. Margt fallegt verður líka til úr filti og nú er komið nýtt filt með glimmeri sem slær að sjálfsögðu í gegn nú þegar glitið er í hávegum haft. Kortaefnið er af ýmsu tagi.
Jól Mest lesið Óþarfi að flækja málin Jól Breska konungsfjölskyldan komin í jólapeysur Jól Ó, Jesúbarn blítt Jól Var stundum kallaður Jesús Jólin Jóladagatal Vísis: Fermingin hans Bjarka Jólin Rjúpur og rómantík Jólin Forfallinn kökukarl Jólin Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Jóladagatal Vísis: Ógleymanleg töfrabrögð Jóns Arnórs Jólin Jóla-Jóna er mesta jólabarnið á Ísafirði Jólin