Alið á ótta 9. desember 2004 00:01 Það er sífellt verið að ala á ótta í þessum nokkuð örugga heimshluta sem við lifum í. Kolbrún Bergþórsdóttir skrifaði grein um daginn þar sem hún lýsti myrkri sýn á framtíðina: þar liggur hún heima í sjúkdómi, sms-ar vinum sínum sem líka eru heima veikir - svo smátt og smátt hætta svörin að berast. Allir eru búnir að gefa upp öndina. Þegar ég var drengur lá ég í bókinni Árin sem aldrei gleymast eftir Gunnar M. Magnúss. Þar var rakin saga Íslands í heimstyrjöldinni fyrri; tíðindaríkur tími þar sem landsmenn þurftu að glíma við vöruskort, hafís, frostavetur og drepsótt. Einkum voru það frásagnir af spænsku veikinni sem greiptu sig í barnshugann. Þarna var sagt frá ægilegu mannfalli, dauðanum sem lá yfir bænum, börnum sem voru ein heima innan um lík foreldra sinna. Flest hefur þetta gerst á þessum litla bletti í bænum þar sem ég bý. Lengi eftir hafði ég fyrir sið að kíkja á legsteinana í kirkjugarðinum við Suðurgötu til að athuga hvort fólkið hefði nokkuð dáið í nóvember eða desember 1918. Þá gat maður ályktað með nokkurri vissu að það hefði fallið í spænsku veikinni. Þetta var kannski dálítið morbid áhugamál fyrir lítinn dreng. Eins og ég sagði lifum við í öruggum heimi - það skilur maður ef maður hugsar rökrétt. Hundrað viðtöl við Harald Briem breyta því ekki. Auðvitað drepst maður einhvern tíma, en læknavísindin og almennt hreinlæti hefur fækkað verulega því sem getur komið manni í gröfina. Ríkasti maður 19. aldar, einn af fésyslumönnunum úr Rothschild ættinni, dó vegna þess að hann fékk kýli á bakið. Það byrjaði sem lítil bóla, hann var staddur á Englandi, fór yfir til Frakklands - alltaf óx kýlið. Hann andaðist af því mánuði síðar. Ekki einu sinni argasti fátæklingur yrði látinn deyja af slíkum völdum - allavega ekki hér á Vesturlöndum. Nú þyrfti bara að skera í og gefa smá penicillín. En það er stöðugt alið á óttanum. Fjölmiðlarnir verða að hafa eitthvað til að fjalla um. Á flestum þeirra starfa núorðið sérstakir heilsufréttamenn - jafnvel heilar deildir sem helga sig heilsu og heilsuleysi - þetta fólk verður að hafa eitthvað fyrir stafni. Í fyrra var maður með lífið í lúkunum út af habl. Ég sagði lækni sem ég hitti á Austurvelli hvað ég væri hræddur við þennan sjúkdóm - hann hló upp í opið geðið á mér. Og nú er það fuglaflensan sem liggur á manni eins og mara. Ég held stundum að ég sé með einhvers konar þrá-áhyggju-heilkenni. Kannski ætti maður að hafa áhyggjur yfir því að maður skuli hafa svona miklar áhyggjur. --- --- --- Í gær fjallaði ég um "íslensku köngulóna", útrás íslenskra bisnessmanna til Danmerkur og frásagnir Berlingske Tidende af því. Velunnari vefsins sendi mér línu og benti mér á að nafnið könguló væri alls ekki nýtt af nálinni í umfjöllun um íslenskt viðskiptalíf. Í sögu Eimskipafélagsins, Eimskip frá upphafi til nútíma, sem Guðmundur Magnússon skráði, eru rakin skrif Þjóðviljans sáluga um félagið 1977. Þá fór Þjóðviljinn hamförum gegn Eimskip og notaði hugtakið "fjármálaköngulær" um mennina sem stjórnuðu félaginu og umsvif þeirra í atvinnulífinu. Það er ekki fyrr en nokkru seinna að farið er að tala um kolkrabbann - velunnarinn taldi að það hefði líklega fyrst komið fyrir í tímaritinu Þjóðlífi um 1990 og síðar í bók Örnólfs Árnasonar sem nefndist Á slóð kolkrabbans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Það er sífellt verið að ala á ótta í þessum nokkuð örugga heimshluta sem við lifum í. Kolbrún Bergþórsdóttir skrifaði grein um daginn þar sem hún lýsti myrkri sýn á framtíðina: þar liggur hún heima í sjúkdómi, sms-ar vinum sínum sem líka eru heima veikir - svo smátt og smátt hætta svörin að berast. Allir eru búnir að gefa upp öndina. Þegar ég var drengur lá ég í bókinni Árin sem aldrei gleymast eftir Gunnar M. Magnúss. Þar var rakin saga Íslands í heimstyrjöldinni fyrri; tíðindaríkur tími þar sem landsmenn þurftu að glíma við vöruskort, hafís, frostavetur og drepsótt. Einkum voru það frásagnir af spænsku veikinni sem greiptu sig í barnshugann. Þarna var sagt frá ægilegu mannfalli, dauðanum sem lá yfir bænum, börnum sem voru ein heima innan um lík foreldra sinna. Flest hefur þetta gerst á þessum litla bletti í bænum þar sem ég bý. Lengi eftir hafði ég fyrir sið að kíkja á legsteinana í kirkjugarðinum við Suðurgötu til að athuga hvort fólkið hefði nokkuð dáið í nóvember eða desember 1918. Þá gat maður ályktað með nokkurri vissu að það hefði fallið í spænsku veikinni. Þetta var kannski dálítið morbid áhugamál fyrir lítinn dreng. Eins og ég sagði lifum við í öruggum heimi - það skilur maður ef maður hugsar rökrétt. Hundrað viðtöl við Harald Briem breyta því ekki. Auðvitað drepst maður einhvern tíma, en læknavísindin og almennt hreinlæti hefur fækkað verulega því sem getur komið manni í gröfina. Ríkasti maður 19. aldar, einn af fésyslumönnunum úr Rothschild ættinni, dó vegna þess að hann fékk kýli á bakið. Það byrjaði sem lítil bóla, hann var staddur á Englandi, fór yfir til Frakklands - alltaf óx kýlið. Hann andaðist af því mánuði síðar. Ekki einu sinni argasti fátæklingur yrði látinn deyja af slíkum völdum - allavega ekki hér á Vesturlöndum. Nú þyrfti bara að skera í og gefa smá penicillín. En það er stöðugt alið á óttanum. Fjölmiðlarnir verða að hafa eitthvað til að fjalla um. Á flestum þeirra starfa núorðið sérstakir heilsufréttamenn - jafnvel heilar deildir sem helga sig heilsu og heilsuleysi - þetta fólk verður að hafa eitthvað fyrir stafni. Í fyrra var maður með lífið í lúkunum út af habl. Ég sagði lækni sem ég hitti á Austurvelli hvað ég væri hræddur við þennan sjúkdóm - hann hló upp í opið geðið á mér. Og nú er það fuglaflensan sem liggur á manni eins og mara. Ég held stundum að ég sé með einhvers konar þrá-áhyggju-heilkenni. Kannski ætti maður að hafa áhyggjur yfir því að maður skuli hafa svona miklar áhyggjur. --- --- --- Í gær fjallaði ég um "íslensku köngulóna", útrás íslenskra bisnessmanna til Danmerkur og frásagnir Berlingske Tidende af því. Velunnari vefsins sendi mér línu og benti mér á að nafnið könguló væri alls ekki nýtt af nálinni í umfjöllun um íslenskt viðskiptalíf. Í sögu Eimskipafélagsins, Eimskip frá upphafi til nútíma, sem Guðmundur Magnússon skráði, eru rakin skrif Þjóðviljans sáluga um félagið 1977. Þá fór Þjóðviljinn hamförum gegn Eimskip og notaði hugtakið "fjármálaköngulær" um mennina sem stjórnuðu félaginu og umsvif þeirra í atvinnulífinu. Það er ekki fyrr en nokkru seinna að farið er að tala um kolkrabbann - velunnarinn taldi að það hefði líklega fyrst komið fyrir í tímaritinu Þjóðlífi um 1990 og síðar í bók Örnólfs Árnasonar sem nefndist Á slóð kolkrabbans.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun