Þátttaka almennings er mikilvæg 8. desember 2004 00:01 Fyrirhuguð endurskoðun stjórnarskrárinnar skapar jafnt ríkisstjórninni sem stjórnarandstöðunni á Alþingi pólitísk tækifæri sem þessir aðilar ættu ekki að láta sér úr greipum ganga. Verði vel að verki staðið geta stjórnarflokkarnir hlotið aukna tiltrú almennings. Þeim veitir ekki af því eftir þann álitshnekki sem þeir biðu í fjölmiðlafárinu og stjórnlagakreppunni í sumar sem leið. Og vegna þess hve opin og víðtæk endurskoðunin virðist eiga að vera hafa stjórnmálaflokkarnir allir einstakt tækifæri til að kynna grundvallarhugmyndir sínar um stjórnarfar og stjórnskipan. Löngu er orðið tímabært að flokkarnir ræði og takist á um slík efni. Samsetning stjórnarskrárnefndarinnar, fimm frá stjórnarflokkunum og fjórir frá stjórnarandstöðunni, kemur ekki á óvart. Hefð er fyrir því að stjórnarskrárnefndir séu skipaðar fulltrúum stjórnmálaflokkanna á Alþingi í ákveðnu hlutfalli við þingstyrk þeirra. Hitt kemur ánægjulega á óvart að Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra skuli hafa skipað fastan starfshóp sérfræðinga til að starfa með stjórnarskrárnefndinni. Stjórnmálamenn sem að öllum líkindum munu veljast í stjórnarskrárnefndina fá þannig öflugan stuðning fagmanna um lögfræðileg og stjórnfræðileg efni. Eftir uppákomur á liðnu sumri er sérlega lofsvert að forsætisráðherra skuli hafa valið í nefndina sérfræðinga sem alþjóð veit að hafa ekki fylgt neinni opinberri línu frá stjórnvöldum heldur myndað sér skoðanir á grundvelli fræðilegra og málefnalegra röksemda. Þó að endurskoðunarvinnan sé formlega einskorðuð við stjórnarskrárnefndina og þá sérfræðinga sem með henni starfa og hún kallar til er ekkert sem segir að ekki sé hægt að víkka starfið út og gefa þjóðinni allri tækifæri til að koma að málinu. Slík vinnubrögð eru reyndar mjög æskileg og í samræmi við nútímahugmyndir um lýðræðisleg stjórnmál. Það væri ríkisstjórninni til framdráttar ef hún beitti sér fyrir því að starf stjórnarskrárnefndar færi fram fyrir opnum tjöldum og almenningi gæfist kostur á að leggja sitt til málanna. Slík vinnubrögð voru viðhöfð í Danmörku við síðustu endurskoðun stjórnarskrár þar í landi. Hugsa má sér að stjórnarskrárnefndin opni í þessu skyni vefsíðu þar sem tekið verði á móti tillögum og staðið fyrir umræðum um stjórnarskrármálið. Opinber málþing um einstaka þætti í vinnu stjórnarskrárnefndar eru einnig æskileg. Slík vinnubrögð gera vissulega miklar kröfur um röskleika og markvisst skipulag en tryggja um leið að niðurstaðan, hver sem hún verður, eigi víðtækan hljómgrunn í þjóðfélaginu. Á engan hátt væri verið að taka ábyrgð, frumkvæði og endanlegt vald frá stjórnarskrárnefndinni og Alþingi. Hér er tækifæri til að efla og bæta lýðræði á Íslandi. Það má ekki fara forgörðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Magnússon Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Fyrirhuguð endurskoðun stjórnarskrárinnar skapar jafnt ríkisstjórninni sem stjórnarandstöðunni á Alþingi pólitísk tækifæri sem þessir aðilar ættu ekki að láta sér úr greipum ganga. Verði vel að verki staðið geta stjórnarflokkarnir hlotið aukna tiltrú almennings. Þeim veitir ekki af því eftir þann álitshnekki sem þeir biðu í fjölmiðlafárinu og stjórnlagakreppunni í sumar sem leið. Og vegna þess hve opin og víðtæk endurskoðunin virðist eiga að vera hafa stjórnmálaflokkarnir allir einstakt tækifæri til að kynna grundvallarhugmyndir sínar um stjórnarfar og stjórnskipan. Löngu er orðið tímabært að flokkarnir ræði og takist á um slík efni. Samsetning stjórnarskrárnefndarinnar, fimm frá stjórnarflokkunum og fjórir frá stjórnarandstöðunni, kemur ekki á óvart. Hefð er fyrir því að stjórnarskrárnefndir séu skipaðar fulltrúum stjórnmálaflokkanna á Alþingi í ákveðnu hlutfalli við þingstyrk þeirra. Hitt kemur ánægjulega á óvart að Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra skuli hafa skipað fastan starfshóp sérfræðinga til að starfa með stjórnarskrárnefndinni. Stjórnmálamenn sem að öllum líkindum munu veljast í stjórnarskrárnefndina fá þannig öflugan stuðning fagmanna um lögfræðileg og stjórnfræðileg efni. Eftir uppákomur á liðnu sumri er sérlega lofsvert að forsætisráðherra skuli hafa valið í nefndina sérfræðinga sem alþjóð veit að hafa ekki fylgt neinni opinberri línu frá stjórnvöldum heldur myndað sér skoðanir á grundvelli fræðilegra og málefnalegra röksemda. Þó að endurskoðunarvinnan sé formlega einskorðuð við stjórnarskrárnefndina og þá sérfræðinga sem með henni starfa og hún kallar til er ekkert sem segir að ekki sé hægt að víkka starfið út og gefa þjóðinni allri tækifæri til að koma að málinu. Slík vinnubrögð eru reyndar mjög æskileg og í samræmi við nútímahugmyndir um lýðræðisleg stjórnmál. Það væri ríkisstjórninni til framdráttar ef hún beitti sér fyrir því að starf stjórnarskrárnefndar færi fram fyrir opnum tjöldum og almenningi gæfist kostur á að leggja sitt til málanna. Slík vinnubrögð voru viðhöfð í Danmörku við síðustu endurskoðun stjórnarskrár þar í landi. Hugsa má sér að stjórnarskrárnefndin opni í þessu skyni vefsíðu þar sem tekið verði á móti tillögum og staðið fyrir umræðum um stjórnarskrármálið. Opinber málþing um einstaka þætti í vinnu stjórnarskrárnefndar eru einnig æskileg. Slík vinnubrögð gera vissulega miklar kröfur um röskleika og markvisst skipulag en tryggja um leið að niðurstaðan, hver sem hún verður, eigi víðtækan hljómgrunn í þjóðfélaginu. Á engan hátt væri verið að taka ábyrgð, frumkvæði og endanlegt vald frá stjórnarskrárnefndinni og Alþingi. Hér er tækifæri til að efla og bæta lýðræði á Íslandi. Það má ekki fara forgörðum.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun