Máltíð í myrkri og friði 3. desember 2004 00:01 "Ég kom til Tobago rétt fyrir jólin og lenti í smá vandræðum með gistingu. Þar var reyndar nýbúið að byggja nokkur stór strandhótel í þeim tilgangi að græða á ferðamannaiðnaði. En þótt engir ferðamenn sæjust enn voru þau samt á fullu verði og því of dýr fyrir mig. Og vegna þess að ekkert bólaði á ferðamönnunum höfðu heldur ekki sprottið upp nein lítil og ódýr gistihús. Á endanum ráfaði ég með ströndinni út úr bænum til að athuga hvort nokkur vildi leigja mér kofa. Þar rakst ég á mann sem átti að vísu engan kofa en vildi hins vegar endilega leigja mér helli. Mér fannst það góð hugmynd, fékk hellinn fyrir lítið og mátti líka tína eins margar kókoshnetur og ég vildi. Í tilraunum sínum til að byggja upp ferðamannaiðnað höfðu stjórnvöld auglýst að Tobago væri ein af fyrirmyndunum að eyðieyju Róbínson Krúsó. Helliseigandanum fannst því upplagt að kalla mig Krúsó. Ég kunni ekki alveg við þetta því hann var aðeins líkari Frjádegi eins og hann var í bókinni en ég og rasismi ansi viðkvæmt mál á þessum slóðum. Þess vegna stakk ég upp á því að þar sem hann væri heimamaður en ég öllu ókunnugur ætti hann frekar að heita Krúsó en ég Frjádagur. Þetta féll svo vel í kramið að morguninn eftir heilsuðu mér allir skælbrosandi og sögðu: Góðan daginn Frjádagur! Vinir hans sem reru frá voginum buðu mér svo að skreppa með sér á sjó því ég varð náttúrlega að læra að veiða í soðið. Og það gekk bara sæmilega. Aflann lagði ég inn hjá matsölukellingu uppá þau bítti að hún steikti handa mér barrakúduna. Hún reyndist mun betri Þorláksmessumatur en skata. Á aðfangadag vildi ég hins vegar fá kjöt og fannst við hæfi að Frjádagur æti geit. Það varð löng leit og kannski fann ég bara geitarkjöt af því að Frjádagur vildi ekki annað. Kellingin tók að sér steikinguna og ég keypti fullt af ávöxtum til að hafa með. Rétt fyrir sex var lærið enn ekki alveg tilbúið svo ég opnað gullrommið sem ég gaf sjálfum mér í jólagjöf og bauð þeirri gömlu upp á staup meðan hún lagaði þessa líka dýrindis karabísku sósu. Svo óskuðuðum við hvort öðru gleðilegra jóla og ég lagði af stað heim með jólamatinn. En mér hafði sést yfir eitt mikilvægt atriði. Aðalástæða þess hve illa gekk að byggja upp ferðamannaiðnað þarna var sú staðreynd að á syðstu eyjum Antillaklasans er gjarna alskýjað og þannig var einnig þennan dag. Þegar ég settist með kræsingarnar framan við hellinn var komið myrkur en ekki tunglskin og stjörnuhiminn eins og ég hafði séð fyrir mér. Þetta varð máltíð í þreifandi myrkri í orðsins fyllstu merkingu. Ég sá eiginlega aldrei þennan jólamat nema með puttunum. Og svo fann ég fljótt á skyrtunni að mikið þing hefði verið að eiga smekk á þessari hátíð barnanna. Eins lærðist mér að það er mikil kúnst að höggva kókoshnetur í myrkri án þess að missa fingur. Og furðu erfitt að blanda í þær blindandi. En ég hafði nógan tíma og ekki vantaði friðinn. Mér hefur oft síðan dottið í hug að gott væri nú að skipta öllu fárinu og farganinu, glysinu og glingrinu út fyrir svona stund, reyndar að viðbættu einu kerti. Jú og síðast en ekki síst: jólalögunum út fyrir lognölduna og sjófuglamuldrið." Jólin hjá Sigfúsi þetta árið voru kannski ekki hátíð ljóss sannarlega friðar... Jól Mest lesið Engar kaloríur Jól Loftkökur Jól Jólalag dagsins: Jógvan Hansen og Friðrik Ómar sungu um mömmu kyssa jólasvein á íslensku og færeysku Jól Spáð er hvítum jólum fyrir norðan og vestan Jól Jólakjóllinn er kominn í hús Jól Jólapurusteik og jólapavlova ástríðukokksins Evu Laufeyjar á Skaganum Jólin Helga Möller: Vill hafa alla fjölskylduna hjá sér á jólunum Jól Svona gerirðu graflax Jól Jólalag dagsins: Erna Hrönn syngur Jól eftir Jórunni Viðar Jól Frá ljósanna hásal Jól
"Ég kom til Tobago rétt fyrir jólin og lenti í smá vandræðum með gistingu. Þar var reyndar nýbúið að byggja nokkur stór strandhótel í þeim tilgangi að græða á ferðamannaiðnaði. En þótt engir ferðamenn sæjust enn voru þau samt á fullu verði og því of dýr fyrir mig. Og vegna þess að ekkert bólaði á ferðamönnunum höfðu heldur ekki sprottið upp nein lítil og ódýr gistihús. Á endanum ráfaði ég með ströndinni út úr bænum til að athuga hvort nokkur vildi leigja mér kofa. Þar rakst ég á mann sem átti að vísu engan kofa en vildi hins vegar endilega leigja mér helli. Mér fannst það góð hugmynd, fékk hellinn fyrir lítið og mátti líka tína eins margar kókoshnetur og ég vildi. Í tilraunum sínum til að byggja upp ferðamannaiðnað höfðu stjórnvöld auglýst að Tobago væri ein af fyrirmyndunum að eyðieyju Róbínson Krúsó. Helliseigandanum fannst því upplagt að kalla mig Krúsó. Ég kunni ekki alveg við þetta því hann var aðeins líkari Frjádegi eins og hann var í bókinni en ég og rasismi ansi viðkvæmt mál á þessum slóðum. Þess vegna stakk ég upp á því að þar sem hann væri heimamaður en ég öllu ókunnugur ætti hann frekar að heita Krúsó en ég Frjádagur. Þetta féll svo vel í kramið að morguninn eftir heilsuðu mér allir skælbrosandi og sögðu: Góðan daginn Frjádagur! Vinir hans sem reru frá voginum buðu mér svo að skreppa með sér á sjó því ég varð náttúrlega að læra að veiða í soðið. Og það gekk bara sæmilega. Aflann lagði ég inn hjá matsölukellingu uppá þau bítti að hún steikti handa mér barrakúduna. Hún reyndist mun betri Þorláksmessumatur en skata. Á aðfangadag vildi ég hins vegar fá kjöt og fannst við hæfi að Frjádagur æti geit. Það varð löng leit og kannski fann ég bara geitarkjöt af því að Frjádagur vildi ekki annað. Kellingin tók að sér steikinguna og ég keypti fullt af ávöxtum til að hafa með. Rétt fyrir sex var lærið enn ekki alveg tilbúið svo ég opnað gullrommið sem ég gaf sjálfum mér í jólagjöf og bauð þeirri gömlu upp á staup meðan hún lagaði þessa líka dýrindis karabísku sósu. Svo óskuðuðum við hvort öðru gleðilegra jóla og ég lagði af stað heim með jólamatinn. En mér hafði sést yfir eitt mikilvægt atriði. Aðalástæða þess hve illa gekk að byggja upp ferðamannaiðnað þarna var sú staðreynd að á syðstu eyjum Antillaklasans er gjarna alskýjað og þannig var einnig þennan dag. Þegar ég settist með kræsingarnar framan við hellinn var komið myrkur en ekki tunglskin og stjörnuhiminn eins og ég hafði séð fyrir mér. Þetta varð máltíð í þreifandi myrkri í orðsins fyllstu merkingu. Ég sá eiginlega aldrei þennan jólamat nema með puttunum. Og svo fann ég fljótt á skyrtunni að mikið þing hefði verið að eiga smekk á þessari hátíð barnanna. Eins lærðist mér að það er mikil kúnst að höggva kókoshnetur í myrkri án þess að missa fingur. Og furðu erfitt að blanda í þær blindandi. En ég hafði nógan tíma og ekki vantaði friðinn. Mér hefur oft síðan dottið í hug að gott væri nú að skipta öllu fárinu og farganinu, glysinu og glingrinu út fyrir svona stund, reyndar að viðbættu einu kerti. Jú og síðast en ekki síst: jólalögunum út fyrir lognölduna og sjófuglamuldrið." Jólin hjá Sigfúsi þetta árið voru kannski ekki hátíð ljóss sannarlega friðar...
Jól Mest lesið Engar kaloríur Jól Loftkökur Jól Jólalag dagsins: Jógvan Hansen og Friðrik Ómar sungu um mömmu kyssa jólasvein á íslensku og færeysku Jól Spáð er hvítum jólum fyrir norðan og vestan Jól Jólakjóllinn er kominn í hús Jól Jólapurusteik og jólapavlova ástríðukokksins Evu Laufeyjar á Skaganum Jólin Helga Möller: Vill hafa alla fjölskylduna hjá sér á jólunum Jól Svona gerirðu graflax Jól Jólalag dagsins: Erna Hrönn syngur Jól eftir Jórunni Viðar Jól Frá ljósanna hásal Jól
Jólalag dagsins: Jógvan Hansen og Friðrik Ómar sungu um mömmu kyssa jólasvein á íslensku og færeysku Jól
Jólalag dagsins: Jógvan Hansen og Friðrik Ómar sungu um mömmu kyssa jólasvein á íslensku og færeysku Jól