Virkjum öryrkja 29. nóvember 2004 00:01 Fjölgun öryrkja og aukning á útgjöldum vegna þeirra, sem fjallað hefur verið um hér í Fréttablaðinu að undanförnu, hefur vakið upp margar spurningar. Á nokkrum árum hefur öryrkjum fjölgað mjög og sem dæmi þá hefur fjöldi þeirra meira en þrefaldast frá árinu 1986 og fram á mitt þetta ár. Öryrkjar á landinu eru nú taldir vera á tólfta þúsund eða um fjögur prósent allra landsmanna. Þetta er hlutfallslega aðeins minna en í Finnlandi, Noregi og Svíþjóð en aðeins meira en í Danmörku. "Þetta er sprenging, sem ber að hafa áhyggjur af," sagði Karl Steinar Guðnason, forstjóri Tryggingastofnunar, í samtali við Fréttablaðið. Á fimm árum hafa útgjöld hins opinbera vegna bóta til öryrkja hækkað úr fimm milljörðum í rúmlega tólf milljarða króna á síðsta ári. Þá stefnir í að útgjöldin aukist enn á þessu ári. Haft er eftir Jóni Kristjánssyni, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, að þessi mikla útgjaldaaukning til öryrkja hafi orðið til þess að hann hafi ákveðið að leita til Hagfræðistofnunar til að láta kanna þessa miklu fjölgun öryrkja á nokkrum árum. Hún mun auka ríkisútgjöld á þessu ári og því næsta um tvo og hálfan milljarð króna. Þessi mikla fjölgun öryrkja samfara breyttum aðstæðum á vinnumarkaði leiðir hugann að því hvort ýmsir þeirra sem missa vinnuna vegna sameiningar fyrirtækja, tímabundins atvinnuleysis á litlum stöðum úti á landi og fleiri ástæðna endi hjá örorkumatslæknum og verði svo öryrkjar það sem eftir er. Haft hefur verið á orði að þegar fiskvinnslufyrirtækjum á landsbyggðinni hefur verið lokað, hafi öryrkjum fjölgað á staðnum. Um þetta skal ekkert fullyrt, en þetta er eitt af því sem Hagfræðistofnun þarf að kanna, svo að menn séu ekki með órökstuddar fullyrðingar um þessi mál. Jafnframt því sem útgjöld vegna öryrkja hafa aukist gífurlega, hafa útgjöld vegna atvinnulausra líka aukist mikið. Að hluta til má rekja þá útgjaldaaukningu til nýrra laga um atvinnulausa sem tóku gildi fyrr á þessu ári. Í þeim lögum er gert ráð fyrir að einstaklingar geti verið atvinnulausir í allt að fimm ár á starfsævinni. Jafnframt er gert ráð fyrir að atvinnulausir séu aðstoðaðir við að finna sér vinnu, með námskeiðum, endurhæfingu og fleiru. Hin mikla fjölgun öryrkja kallar á að til einhverra svipaðra ráða verði gripið varðandi þá og þeir aðstoðaðir við endurhæfingu, í stað þess að endurnýja örorkumatið sífellt. Ef fjármunum yrði varið til slíkra aðgerða gæti það komið bæði öryrkjum og þjóðarbúinu til góða í framtíðinni. Þetta á við hluta þeirra sem eru á örorkubótum, en auðvitað ekki alla. Sumir verða að búa við það alla ævi að vera öryrkjar, en starfsþrek annarra mætti efla með ýmsu móti og þá þarf að virkja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun
Fjölgun öryrkja og aukning á útgjöldum vegna þeirra, sem fjallað hefur verið um hér í Fréttablaðinu að undanförnu, hefur vakið upp margar spurningar. Á nokkrum árum hefur öryrkjum fjölgað mjög og sem dæmi þá hefur fjöldi þeirra meira en þrefaldast frá árinu 1986 og fram á mitt þetta ár. Öryrkjar á landinu eru nú taldir vera á tólfta þúsund eða um fjögur prósent allra landsmanna. Þetta er hlutfallslega aðeins minna en í Finnlandi, Noregi og Svíþjóð en aðeins meira en í Danmörku. "Þetta er sprenging, sem ber að hafa áhyggjur af," sagði Karl Steinar Guðnason, forstjóri Tryggingastofnunar, í samtali við Fréttablaðið. Á fimm árum hafa útgjöld hins opinbera vegna bóta til öryrkja hækkað úr fimm milljörðum í rúmlega tólf milljarða króna á síðsta ári. Þá stefnir í að útgjöldin aukist enn á þessu ári. Haft er eftir Jóni Kristjánssyni, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, að þessi mikla útgjaldaaukning til öryrkja hafi orðið til þess að hann hafi ákveðið að leita til Hagfræðistofnunar til að láta kanna þessa miklu fjölgun öryrkja á nokkrum árum. Hún mun auka ríkisútgjöld á þessu ári og því næsta um tvo og hálfan milljarð króna. Þessi mikla fjölgun öryrkja samfara breyttum aðstæðum á vinnumarkaði leiðir hugann að því hvort ýmsir þeirra sem missa vinnuna vegna sameiningar fyrirtækja, tímabundins atvinnuleysis á litlum stöðum úti á landi og fleiri ástæðna endi hjá örorkumatslæknum og verði svo öryrkjar það sem eftir er. Haft hefur verið á orði að þegar fiskvinnslufyrirtækjum á landsbyggðinni hefur verið lokað, hafi öryrkjum fjölgað á staðnum. Um þetta skal ekkert fullyrt, en þetta er eitt af því sem Hagfræðistofnun þarf að kanna, svo að menn séu ekki með órökstuddar fullyrðingar um þessi mál. Jafnframt því sem útgjöld vegna öryrkja hafa aukist gífurlega, hafa útgjöld vegna atvinnulausra líka aukist mikið. Að hluta til má rekja þá útgjaldaaukningu til nýrra laga um atvinnulausa sem tóku gildi fyrr á þessu ári. Í þeim lögum er gert ráð fyrir að einstaklingar geti verið atvinnulausir í allt að fimm ár á starfsævinni. Jafnframt er gert ráð fyrir að atvinnulausir séu aðstoðaðir við að finna sér vinnu, með námskeiðum, endurhæfingu og fleiru. Hin mikla fjölgun öryrkja kallar á að til einhverra svipaðra ráða verði gripið varðandi þá og þeir aðstoðaðir við endurhæfingu, í stað þess að endurnýja örorkumatið sífellt. Ef fjármunum yrði varið til slíkra aðgerða gæti það komið bæði öryrkjum og þjóðarbúinu til góða í framtíðinni. Þetta á við hluta þeirra sem eru á örorkubótum, en auðvitað ekki alla. Sumir verða að búa við það alla ævi að vera öryrkjar, en starfsþrek annarra mætti efla með ýmsu móti og þá þarf að virkja.