Börn og ofbeldisleikir 29. nóvember 2004 00:01 Vestur í Bandaríkjunum hefur það valdið nokkru uppnámi að á markaðinn er kominn tölvuleikur sem býður upp á þá "afþreyingu" að endurtaka morðið á John F. Kennedy, forseta landsins, í nóvember 1963. Framleiðendur leiksins virðast hissa á aðfinnslunum sem uppátækið hefur sætt; finnst þetta saklaus skemmtun sem að auki getur þjálfað viðbragðsflýti og skerpt rökhugsun þátttakenda. Sennilega kannast þeir ekki við hugtakið siðferði nema þá sem einhvers konar samheiti yfir forsjárhyggju og afturhaldssemi. Það má þó hrósa Bandaríkjamönnum fyrir að stjórnvöld þar í landi gera sér grein fyrir því að tölvuleikir sem byggjast á ofbeldi, klámi og virðingarleysi fyrir helstu siðferðislegu gildum samfélagsins hafa slæm áhrif á börn og unglinga. Lög þar í landi banna sölu slíkra leikja til þeirra sem ekki hafa náð átján ára aldri. Fréttablaðið birti í gær viðtal við móður drengs í Reykjavík sem án fyrirstöðu hafði keypt sér vinsælan ofbeldisleik í einni af tölvubúðum borgarinnar. Hún var slegin yfir því að barnið skyldi komast yfir slíkt efni. Enn verra þótti henni að uppgötva að það þýðir ekkert að kvarta eða kæra söluaðila. Hér á landi gilda engar reglur um sölu tölvuleikja með ofbeldisefni. Þær takmarkanir sem eru við lýði byggjast eingöngu á framtaki og siðferði seljenda vörunnar. Fram kemur í umfjöllun Fréttablaðsins í gær að Þórhildur Líndal, umboðsmaður barna, hefur margsinnis sent beiðni til menntamálaráðuneytisins með ósk um að reglur verði settar um sölu tölvuleikja til barna og unglinga. Eftir henni er haft að svo virðist sem pólitískan vilja skorti. Getur það verið satt? Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra er sjálf móðir ungra barna og ætti því að eiga auðvelt með að setja sig í spor áhyggjufullra foreldra. Hér er mál sem hún á að hafa forystu um að fái viðunandi athygli og afgreiðslu. Afstaða Alþingis til þessa máls er annars umhugsunarverð. Þingmenn úr öllum flokkum hafa fimm sinnum á undanförnum árum flutt tillögu til þingsályktunar um aðgerðir til að draga úr ofbeldisdýrkun og framboði ofbeldisefnis, meðal annars í formi tölvuleikja. Tillagan hefur aldrei fengið afgreiðslu. Enginn neitar því að erfitt er að semja lög og reglur um þetta í nútímaþjóðfélagi. En úr því að stórþjóðir eins og Bandaríkjamenn hafa fundið leiðir til að reyna að takmarka þann skaða sem börn og unglingar verða fyrir af völdum ofbeldisfullra tölvuleikja er okkur Íslendingum engin vorkunn að gera slíkt hið sama. Á endanum er það, eins og alltaf í dæmum af þessu tagi, afstaða og hugarfar okkar sjálfra sem máli skiptir. Uppeldi barna og unglinga er á ábyrgð foreldra og annarra forráðamanna. Það efni sem verslanir afhenda börnum og unglingum yfir búðarborð er á ábyrgð starfsmanna og eigenda viðkomandi verslana. Ef þessir aðilar gera skyldu sína er óþarfi að setja opinberan regluramma um tölvuleiki. En meðan svo er ekki þurfa stjórnvöld að taka á málum. Boð og bönn eru óhjákvæmileg þegar börn og unglingar eiga í hlut. Enn mikilvægara er þó að færa umræður um þessi efni inn í skóla landsins og á annan þann vettvang þar sem hægt er að koma boðskap til unga fólksins til skila með áhrifaríkum hætti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Magnússon Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Vestur í Bandaríkjunum hefur það valdið nokkru uppnámi að á markaðinn er kominn tölvuleikur sem býður upp á þá "afþreyingu" að endurtaka morðið á John F. Kennedy, forseta landsins, í nóvember 1963. Framleiðendur leiksins virðast hissa á aðfinnslunum sem uppátækið hefur sætt; finnst þetta saklaus skemmtun sem að auki getur þjálfað viðbragðsflýti og skerpt rökhugsun þátttakenda. Sennilega kannast þeir ekki við hugtakið siðferði nema þá sem einhvers konar samheiti yfir forsjárhyggju og afturhaldssemi. Það má þó hrósa Bandaríkjamönnum fyrir að stjórnvöld þar í landi gera sér grein fyrir því að tölvuleikir sem byggjast á ofbeldi, klámi og virðingarleysi fyrir helstu siðferðislegu gildum samfélagsins hafa slæm áhrif á börn og unglinga. Lög þar í landi banna sölu slíkra leikja til þeirra sem ekki hafa náð átján ára aldri. Fréttablaðið birti í gær viðtal við móður drengs í Reykjavík sem án fyrirstöðu hafði keypt sér vinsælan ofbeldisleik í einni af tölvubúðum borgarinnar. Hún var slegin yfir því að barnið skyldi komast yfir slíkt efni. Enn verra þótti henni að uppgötva að það þýðir ekkert að kvarta eða kæra söluaðila. Hér á landi gilda engar reglur um sölu tölvuleikja með ofbeldisefni. Þær takmarkanir sem eru við lýði byggjast eingöngu á framtaki og siðferði seljenda vörunnar. Fram kemur í umfjöllun Fréttablaðsins í gær að Þórhildur Líndal, umboðsmaður barna, hefur margsinnis sent beiðni til menntamálaráðuneytisins með ósk um að reglur verði settar um sölu tölvuleikja til barna og unglinga. Eftir henni er haft að svo virðist sem pólitískan vilja skorti. Getur það verið satt? Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra er sjálf móðir ungra barna og ætti því að eiga auðvelt með að setja sig í spor áhyggjufullra foreldra. Hér er mál sem hún á að hafa forystu um að fái viðunandi athygli og afgreiðslu. Afstaða Alþingis til þessa máls er annars umhugsunarverð. Þingmenn úr öllum flokkum hafa fimm sinnum á undanförnum árum flutt tillögu til þingsályktunar um aðgerðir til að draga úr ofbeldisdýrkun og framboði ofbeldisefnis, meðal annars í formi tölvuleikja. Tillagan hefur aldrei fengið afgreiðslu. Enginn neitar því að erfitt er að semja lög og reglur um þetta í nútímaþjóðfélagi. En úr því að stórþjóðir eins og Bandaríkjamenn hafa fundið leiðir til að reyna að takmarka þann skaða sem börn og unglingar verða fyrir af völdum ofbeldisfullra tölvuleikja er okkur Íslendingum engin vorkunn að gera slíkt hið sama. Á endanum er það, eins og alltaf í dæmum af þessu tagi, afstaða og hugarfar okkar sjálfra sem máli skiptir. Uppeldi barna og unglinga er á ábyrgð foreldra og annarra forráðamanna. Það efni sem verslanir afhenda börnum og unglingum yfir búðarborð er á ábyrgð starfsmanna og eigenda viðkomandi verslana. Ef þessir aðilar gera skyldu sína er óþarfi að setja opinberan regluramma um tölvuleiki. En meðan svo er ekki þurfa stjórnvöld að taka á málum. Boð og bönn eru óhjákvæmileg þegar börn og unglingar eiga í hlut. Enn mikilvægara er þó að færa umræður um þessi efni inn í skóla landsins og á annan þann vettvang þar sem hægt er að koma boðskap til unga fólksins til skila með áhrifaríkum hætti.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun