Aðventan boðar komu jólanna 24. nóvember 2004 00:01 Síðustu fjórar vikur fyrir jólin tilheyra aðventunni, og er það sá tími sem kristnir menn undirbúa sig undir komu frelsarans og minnast fæðingar hans. Aðventan er jólafasta þar sem fólki er ætlað að lifa meinlætalífi í mat og drykk til að undirbúa gleðina sem fylgir jólunum. Hins vegar hefur það ekki verið tekið alvarlega hér á landi og gleðin hefur í raun teygt sig út allan desembermánuð. Fysta sunnudag aðventunnar er settur upp aðventukrans með fjórum kertum og er eitt tendrað á hverjum sunnudegi fram til jóla. Á þessum árstíma fyllast blómabúðir af aðventukrönsum ásamt efnivið í kransa sem fólk getur sett saman sjálft. Algengastur er hringlaga krans úr greni sem er skreytt með borðum og upp úr honum standa kertin fjögur. Hins vegar er hægt að setja saman alla vega kransa eða hvers lags skreytingu þar sem fjórum kertum er komið fyrir. AðventuljósinFyrsta kertið er Spámannskertið, sem minnir á fyrirheit spámannanna um komu frelsarans.Annað kertið er Betlehemskertið, sem heitir eftir fæðingarbæ Jesú.Þriðja kertið er Hirðakertið, nefnt eftir hirðingjunum sem fyrstir fengu fregnir um fæðingu Jesú.Fjórða kertið er Englakertið, sem minnir á englana sem fluttu fréttina um fæðingu Jesú.Blómastofa Friðfinns, fallegur krans sem getur staðið öll jólin Jól Mest lesið Jólaþorpið vex og vex Jól Sálmur 93 - Í upphafi var orðið fyrst Jól Jólastund í jólasundi Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 4. desember Jól Afslöppuð aðventa - svona minnkar þú desemberstressið Jólin Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Vandræðalega mikið jólabarn Jól Gáttaþefur kom í nótt Jól Þegar jólaljósin kviknuðu Jól Síðustu skiladagar Póstsins Jól
Síðustu fjórar vikur fyrir jólin tilheyra aðventunni, og er það sá tími sem kristnir menn undirbúa sig undir komu frelsarans og minnast fæðingar hans. Aðventan er jólafasta þar sem fólki er ætlað að lifa meinlætalífi í mat og drykk til að undirbúa gleðina sem fylgir jólunum. Hins vegar hefur það ekki verið tekið alvarlega hér á landi og gleðin hefur í raun teygt sig út allan desembermánuð. Fysta sunnudag aðventunnar er settur upp aðventukrans með fjórum kertum og er eitt tendrað á hverjum sunnudegi fram til jóla. Á þessum árstíma fyllast blómabúðir af aðventukrönsum ásamt efnivið í kransa sem fólk getur sett saman sjálft. Algengastur er hringlaga krans úr greni sem er skreytt með borðum og upp úr honum standa kertin fjögur. Hins vegar er hægt að setja saman alla vega kransa eða hvers lags skreytingu þar sem fjórum kertum er komið fyrir. AðventuljósinFyrsta kertið er Spámannskertið, sem minnir á fyrirheit spámannanna um komu frelsarans.Annað kertið er Betlehemskertið, sem heitir eftir fæðingarbæ Jesú.Þriðja kertið er Hirðakertið, nefnt eftir hirðingjunum sem fyrstir fengu fregnir um fæðingu Jesú.Fjórða kertið er Englakertið, sem minnir á englana sem fluttu fréttina um fæðingu Jesú.Blómastofa Friðfinns, fallegur krans sem getur staðið öll jólin
Jól Mest lesið Jólaþorpið vex og vex Jól Sálmur 93 - Í upphafi var orðið fyrst Jól Jólastund í jólasundi Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 4. desember Jól Afslöppuð aðventa - svona minnkar þú desemberstressið Jólin Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Vandræðalega mikið jólabarn Jól Gáttaþefur kom í nótt Jól Þegar jólaljósin kviknuðu Jól Síðustu skiladagar Póstsins Jól