Hvers eiga börnin að gjalda? 11. nóvember 2004 00:01 Hætt er við að þyrmt hafi yfir marga foreldra eftir miðjan dag í gær, þegar þær fregnir bárust frá húsakynnum sáttasemjara í Karphúsinu að samningaviðræðum í kennaradeilunni hefði verið frestað um hálfan mánuð. Margir höfðu bundið vonir við að nú myndu samninganefndir kennara og sveitarfélaga byrja á nýjum grunni, en svo reyndist ekki vera. Reyndar kom í ljós strax á mánudagskvöldið, eftir að úrslit í atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu sáttasemjara voru orðin ljós, að deilendur höfðu ekkert breytt um afstöðu til mikilvægra þátta í deilunni og héldu sínum sjónarmiðum stíft fram . Kennaradeilan er því enn og aftur í illleysanlegum hnút, en það virðist ljóst að bæta þarf kjör kennara, hverjar svo sem afleiðingarnar í þjóðfélaginu verða. Það verður að ganga hratt og ákveðið til verks við lausn þessarar deilu. Það gengur ekki að börnin verði áfram heima við þessar kringumstæður. Þau eru þegar búin að vera nógu lengi í reiðileysi mörg hver, og búin að líða allt of mikið fyrir þessa hörðu deilu. Yfirvöldum, bæði sveitarstjórnum og ríkisvaldinu, er vandi á höndum varðandi lausn deilunnar. Miðlunartillaga sáttasemjara náði ekki fram að ganga svo sem kunnugt er, og hlýtur það út af fyrir sig að vera áfall fyrir hann. En deilan er enn á hans borði í Karphúsinu, og ljóst að enn bíður hans erfitt verkefni. Hæpið er að hann leggi fram aðra miðlunartillögu, og þá eru fá ráð eftir. Lagasetning hefur oft verið nefnd á þessum vikum sem verkfallið hefur staðið, en síðast á miðvikudag sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra að slíkt hefði ekki verið rætt á síðasta ríkisstjórnarfundi. Hann benti einnig á að lagasetning væri neyðarúrræði og hefði ekki gefist vel til frambúðar. En nú verður ríkisstjórnin að vinna hratt og binda enda á þessa deilu. Börnin og fjölskyldurnar í landinu krefjast þess að venjulegt skólastarf hefjist sem allra fyrst, annað gengur ekki. Fyrir utan ágreining um sjálf launin virðist sem vinnutími kennara sé annar helsti þröskuldurinn sem strandar á í þessum samningum. Launanefnd sveitarfélaganna vill að vinnutími kennara sé með svipuðum hætti og hjá öðrum starfsmönnum sveitarfélaga og skólastjórnendur ráðstafi tíma kennara eftir verkefnum. Samninganefnd kennara hefur hins vegar viljað að gengið yrði frá starfstíma kennara í miðlægum samningum, sem skólastjórnendur færu svo eftir. Þá hafa kennarar lagt áhersu á að laun væru starfsaldurstengd. Þetta er mjög einfölduð mynd af helstu ágreiningsefnum, en auk þessara deilumála eru fjölmörg önnur uppi á borðinu. Kennarar hafa margsinnis bent á það í þesari deilu, að margar viðmiðunarstéttir hafa fengið verulegar kjarabætur á meðan kennarar hafa staðið í stað. Þetta er eflaust rétt og þarf að taka mið af því. Þá er líka rétt að hafa í huga að starf kennara hefur breyst töluvert á síðustu árum. Þeir bera meiri ábyrgð á uppeldi barna en áður fyrr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun
Hætt er við að þyrmt hafi yfir marga foreldra eftir miðjan dag í gær, þegar þær fregnir bárust frá húsakynnum sáttasemjara í Karphúsinu að samningaviðræðum í kennaradeilunni hefði verið frestað um hálfan mánuð. Margir höfðu bundið vonir við að nú myndu samninganefndir kennara og sveitarfélaga byrja á nýjum grunni, en svo reyndist ekki vera. Reyndar kom í ljós strax á mánudagskvöldið, eftir að úrslit í atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu sáttasemjara voru orðin ljós, að deilendur höfðu ekkert breytt um afstöðu til mikilvægra þátta í deilunni og héldu sínum sjónarmiðum stíft fram . Kennaradeilan er því enn og aftur í illleysanlegum hnút, en það virðist ljóst að bæta þarf kjör kennara, hverjar svo sem afleiðingarnar í þjóðfélaginu verða. Það verður að ganga hratt og ákveðið til verks við lausn þessarar deilu. Það gengur ekki að börnin verði áfram heima við þessar kringumstæður. Þau eru þegar búin að vera nógu lengi í reiðileysi mörg hver, og búin að líða allt of mikið fyrir þessa hörðu deilu. Yfirvöldum, bæði sveitarstjórnum og ríkisvaldinu, er vandi á höndum varðandi lausn deilunnar. Miðlunartillaga sáttasemjara náði ekki fram að ganga svo sem kunnugt er, og hlýtur það út af fyrir sig að vera áfall fyrir hann. En deilan er enn á hans borði í Karphúsinu, og ljóst að enn bíður hans erfitt verkefni. Hæpið er að hann leggi fram aðra miðlunartillögu, og þá eru fá ráð eftir. Lagasetning hefur oft verið nefnd á þessum vikum sem verkfallið hefur staðið, en síðast á miðvikudag sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra að slíkt hefði ekki verið rætt á síðasta ríkisstjórnarfundi. Hann benti einnig á að lagasetning væri neyðarúrræði og hefði ekki gefist vel til frambúðar. En nú verður ríkisstjórnin að vinna hratt og binda enda á þessa deilu. Börnin og fjölskyldurnar í landinu krefjast þess að venjulegt skólastarf hefjist sem allra fyrst, annað gengur ekki. Fyrir utan ágreining um sjálf launin virðist sem vinnutími kennara sé annar helsti þröskuldurinn sem strandar á í þessum samningum. Launanefnd sveitarfélaganna vill að vinnutími kennara sé með svipuðum hætti og hjá öðrum starfsmönnum sveitarfélaga og skólastjórnendur ráðstafi tíma kennara eftir verkefnum. Samninganefnd kennara hefur hins vegar viljað að gengið yrði frá starfstíma kennara í miðlægum samningum, sem skólastjórnendur færu svo eftir. Þá hafa kennarar lagt áhersu á að laun væru starfsaldurstengd. Þetta er mjög einfölduð mynd af helstu ágreiningsefnum, en auk þessara deilumála eru fjölmörg önnur uppi á borðinu. Kennarar hafa margsinnis bent á það í þesari deilu, að margar viðmiðunarstéttir hafa fengið verulegar kjarabætur á meðan kennarar hafa staðið í stað. Þetta er eflaust rétt og þarf að taka mið af því. Þá er líka rétt að hafa í huga að starf kennara hefur breyst töluvert á síðustu árum. Þeir bera meiri ábyrgð á uppeldi barna en áður fyrr.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun