Skoðanir um íslenska búninginn 11. nóvember 2004 00:01 "Íslenskir þjóðbúningar eru allt of dýrir. Ég tel að það verði að hanna nýjan, fallegan búning sem auðveldara verði fyrir nútímakonur að eignast. Þjóðbúningarnir hafa þróast í gegnum aldirnar og við eigum alveg rétt á því að koma með eitthvað nýtt á 21. öldinni." Þetta segir Vigdís Ágústsdóttir, sem vill láta titla sig "húsmóður í Vesturbænum" og það á líka alveg ágætlega við. Hún óttast að notkun íslenska búningsins falli endanlega niður ef áfram verði fylgt þeirri stefnu að engu megi breyta í sambandi við hann og leggur til að efnt verði til hugmyndasamkeppni um nýjan búning sem taki mið af hefðinni. "Mér finnst það ótækt að það skuli kosta hátt í milljón að koma sér upp íslenskum búningi og að það þurfi að sérsauma hann að öllu leyti, meira og minna í höndunum," segir hún og sér fyrir sér að auðvelt sé að fjöldaframleiða skyrtur og svuntur og selja í hefðbundnum númerum. Samt er hún ekki að leggja til að eldri búningum verði lagt eða vinnubrögð við þá lögð niður, heldur að nýr búningur komi upp að hlið þeirra og ber slíkt saman við viðbygginguna við hið forna Alþingishús. Þegar Vigdís var að alast upp hér á höfuðborgarsvæðinu segir hún það einkum hafa verið utanbæjarkonur sem hún sá á íslenskum búningum en borgarfrúrnar hafi frekar haldið sig við nýjustu kjólatísku. "Það var vinnukona úr sveit hjá foreldrum mínum sem átti bæði peysuföt og upphlut og mér fannst hún alltaf fínust af öllum þegar fólk var komið í sparifötin. Henni þótti sjálfri meira til peysufatanna koma. Upphluturinn var vinnufatnaður kvenna fyrrum og ég veit ekki hvenær þær breytingar urðu á verðgildi hans sem orðið hafa. Nú er hann orðinn dýrastur af öllu því honum fylgir svo mikið skart," segir Vigdís. Hún er á þeirri skoðun að óhætt sé að breyta aðeins til og sleppa því einstaka sinnum að setja upp skotthúfuna ef hárið er fallegt og henni finnst líka tilbreyting að vera stundum svuntulaus. "Ég er samt á móti því að nota bara upphlutinn sjálfan við einhvern kjól. Það finnst mér of langt gengið," segir hún. Bendir samt á að þróun íslenska búningsins sé eðlileg og sjálfsögð. "Við verðum að laga hann að nútímanum og gera hann áhugaverðan og aðgengilegan fyrir ungu stúlkurnar," segir hún.Hólkurinn hennar Vigdísar var sérsmíðaður fyrir hana og hún lét skreyta hann með íslenskum blómum. Fleiri Mest lesið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
"Íslenskir þjóðbúningar eru allt of dýrir. Ég tel að það verði að hanna nýjan, fallegan búning sem auðveldara verði fyrir nútímakonur að eignast. Þjóðbúningarnir hafa þróast í gegnum aldirnar og við eigum alveg rétt á því að koma með eitthvað nýtt á 21. öldinni." Þetta segir Vigdís Ágústsdóttir, sem vill láta titla sig "húsmóður í Vesturbænum" og það á líka alveg ágætlega við. Hún óttast að notkun íslenska búningsins falli endanlega niður ef áfram verði fylgt þeirri stefnu að engu megi breyta í sambandi við hann og leggur til að efnt verði til hugmyndasamkeppni um nýjan búning sem taki mið af hefðinni. "Mér finnst það ótækt að það skuli kosta hátt í milljón að koma sér upp íslenskum búningi og að það þurfi að sérsauma hann að öllu leyti, meira og minna í höndunum," segir hún og sér fyrir sér að auðvelt sé að fjöldaframleiða skyrtur og svuntur og selja í hefðbundnum númerum. Samt er hún ekki að leggja til að eldri búningum verði lagt eða vinnubrögð við þá lögð niður, heldur að nýr búningur komi upp að hlið þeirra og ber slíkt saman við viðbygginguna við hið forna Alþingishús. Þegar Vigdís var að alast upp hér á höfuðborgarsvæðinu segir hún það einkum hafa verið utanbæjarkonur sem hún sá á íslenskum búningum en borgarfrúrnar hafi frekar haldið sig við nýjustu kjólatísku. "Það var vinnukona úr sveit hjá foreldrum mínum sem átti bæði peysuföt og upphlut og mér fannst hún alltaf fínust af öllum þegar fólk var komið í sparifötin. Henni þótti sjálfri meira til peysufatanna koma. Upphluturinn var vinnufatnaður kvenna fyrrum og ég veit ekki hvenær þær breytingar urðu á verðgildi hans sem orðið hafa. Nú er hann orðinn dýrastur af öllu því honum fylgir svo mikið skart," segir Vigdís. Hún er á þeirri skoðun að óhætt sé að breyta aðeins til og sleppa því einstaka sinnum að setja upp skotthúfuna ef hárið er fallegt og henni finnst líka tilbreyting að vera stundum svuntulaus. "Ég er samt á móti því að nota bara upphlutinn sjálfan við einhvern kjól. Það finnst mér of langt gengið," segir hún. Bendir samt á að þróun íslenska búningsins sé eðlileg og sjálfsögð. "Við verðum að laga hann að nútímanum og gera hann áhugaverðan og aðgengilegan fyrir ungu stúlkurnar," segir hún.Hólkurinn hennar Vigdísar var sérsmíðaður fyrir hana og hún lét skreyta hann með íslenskum blómum. Fleiri
Mest lesið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira