Segjum þeim sannleikann 8. nóvember 2004 00:01 Allt frá stofnun lýðveldisins hefur alþingi ætlað sér mikinn hlut að utanríkismálum. Í 24. gr. núverandi þingskaparlaga segir: "Utanríkismálanefnd skal vera ríkisstjórninni til ráðuneytis um meiriháttar utanríkismál, enda skal ríkisstjórnin ávallt bera undir hana slík mál jafnt á þingtíma sem í þinghléum." Kofi Annan, aðalritari SÞ lýsti því í viðtali við BBC þann 16. september sl., að innrásin í Írak hefði verið brot á stofnskrá SÞ og þarafleiðandi ólögleg. Aðild Íslands að styrjöld hlýtur að teljast "meiriháttar utanríkismál". Samt vöknuðu menn upp við þann vonda draum skömmu eftir upphaf innrásarinnar í Írak, að Ísland var komið á "lista hinna fúsu" án þess að vitað væri til að nokkurt íslenskt stjórnvald hefði tekið um það ákvörðun: Málið var ekki rætt í ríkisstjórn - a.m.k. ekki áður en ákvörðun var tekin - ekki rætt í þingflokkum stjórnarinnar, og aldrei í utanríkismálanefnd, svo sem skylt er að þingskaparlögum. Þjóðin var einskis spurð. Í lok síðustu heimstyrjaldar stóð Íslendingum til boða að gerast stofnaðili að Sameinuðu þjóðunum að uppfylltu því einfalda formsatriði að segja öxulveldunum stríð á hendur. Alþingi hafnaði því og aðild Íslands að þessari merku stofnun frestaðist um nokkra mánuði. Íslendingar höfðu svipaðan fyrirvara á við inngönguna í NATO: Herlaust land, sem fer ekki með ófriði á hendur öðrum þjóðum. Það er því alger viðsnúningur og umskipti í utanríkismálum Íslands, ef einhver nafnlaus huldumaður getur skipað Íslandi á bekk með þjóðum, sem í trássi við SÞ og Öryggisráðið fara með ófriði á hendur annarri aðildarþjóð, á forsendum sem síðan hafa reynst alger uppspuni leyniþjónustustofnana Bandaríkjamanna og Breta, sem töldu það hentugra að trúa lyginni úr Saddam Hússein en þeim skýrslum sem eftirlitsnefnd Öryggisráðsins var að leggja lokahönd á. Slíkur viðsnúningur í öryggismálum landsins á ekki að geta átt sér stað - nema þá að undangengnum rækilegum umræðum á Alþingi og í utanríkisnefnd og raunar meðal allrar þjóðarinnar. Allt frá lokum síðustu heimstyrjaldar hafa Norðmenn kappkostað að eiga vinsamlegt samband við Bandaríkin. Líkt og Ísland er Noregur í NATO. Yfirgnæfandi meirihluti Norðmanna hefur verið hlynntur þessari afstöðu. En í afstöðunni til Íraksstríðsins snerist þetta við: Í öllum skoðanakönnunum samfellt frá upphafi innrásarinnar í Írak hafa fjórir af hverjum fimm Norðmönnum verið henni andvígir. Norska ríkisstjórnin lýsti í upphafi andstöðu en ákvað síðar að senda 180 manna liðssveit hermanna til "friðargæslu", án nokkurrar heimildar frá Stórþinginu. Norðmenn vissu ekki af þessu fyrr en í stefnuræðu Bandaríkjaforseta fyrir þinginu í byrjun þessa árs, en þá lýsti Bush Norðmönnum sem aðilum að "Bandalagi hinna fúsu". Við þetta vildu margir Norðmenn ekki una og nokkrir einstaklingar og samtök efndu til átaksins Tellhim.no í þeim tilgangi að koma heilsíðuauglýsingu í Washington Post, og útskýra fyrir bandarískum kjósendum að þeir hefðu fengið rangar upplýsingar. Auglýsingin birtist í blaðinu þann 12. september og vakti gífurlega athygli um allan heim. Að henni stóðu einstaklingar og samtök, 4000 manns, sem deildu með sér kostnaði við birtinguna. Auglýsingin var í formi ávarps til George W. Bush, forseta: "Hr. forseti. Sem vinir Bandaríkjanna virðum við styrk lands yðar, sköpunarmátt og örlæti. Á þessu sögulega augnabliki finnum við okkur þó knúin til að tala hreint út. Fjórir af hverjum fimm Norðmönnum eru á móti því stríði sem háð er í Írak undir forystu Bandaríkjanna og ríkisstjórn okkar hefur brugðist því hlutverki að koma greinilega til skila skoðun meirihluta þjóðar sinnar. Hr. forseti - við leggjum eindregið að yður að breyta utanríkisstefnu yðar. Að fylgja fram gallaðri og misheppnaðri stefnu er veikleikamerki. Það er ósk vor að Bandaríkin séu til þess nógu sterk og skapandi í hugsun að biðja írösku þjóðina afsökunar á óréttlætanlegri styrjöld og sömuleiðis bandamenn sína fyrir að hafa villt um fyrir þeim. Við viljum að Bandaríkin séu tilbúin til þess af örlæti sínu að greiða bætur saklausum fórnarlömbum ofbeldis, rána og sálrænna áfalla vegna pyntinga. Það er staðföst trúa vor að friðar í Írak sé helst að vænta undir leiðsögn Sameinuðu þjóðanna og lýðræðislega kjörinnar ríkisstjórnar Íraks. Hr forseti - land yðar getur á ný orðið skínandi fordæmi lýðræðis og frelsis og fyrirmynd að heimi þar sem hryðjuverk fá ekki þrifist. Núverandi stefna yðar leiðir ekki til annars en andspyrnu, meiri en nokkru sinni og alls staðar. Hr. forseti - yðar er valið." Þannig vöktu áhyggjufullir norskir borgarar og samtök þeirra athygli alheims á lögleysu ríkisstjórnar sinnar. En hvað með okkur Íslendinga? Ætlum við að líða það að tveir eða þrír náungar í háum embættum geti skipað utanríkis- og öryggismálum þessarar þjóðar eftir duttlungum sínum, án þess að sú ákvörðun sé svo mikið sem rædd nokkurs staðar eða færð til bókar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Hannibalsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Allt frá stofnun lýðveldisins hefur alþingi ætlað sér mikinn hlut að utanríkismálum. Í 24. gr. núverandi þingskaparlaga segir: "Utanríkismálanefnd skal vera ríkisstjórninni til ráðuneytis um meiriháttar utanríkismál, enda skal ríkisstjórnin ávallt bera undir hana slík mál jafnt á þingtíma sem í þinghléum." Kofi Annan, aðalritari SÞ lýsti því í viðtali við BBC þann 16. september sl., að innrásin í Írak hefði verið brot á stofnskrá SÞ og þarafleiðandi ólögleg. Aðild Íslands að styrjöld hlýtur að teljast "meiriháttar utanríkismál". Samt vöknuðu menn upp við þann vonda draum skömmu eftir upphaf innrásarinnar í Írak, að Ísland var komið á "lista hinna fúsu" án þess að vitað væri til að nokkurt íslenskt stjórnvald hefði tekið um það ákvörðun: Málið var ekki rætt í ríkisstjórn - a.m.k. ekki áður en ákvörðun var tekin - ekki rætt í þingflokkum stjórnarinnar, og aldrei í utanríkismálanefnd, svo sem skylt er að þingskaparlögum. Þjóðin var einskis spurð. Í lok síðustu heimstyrjaldar stóð Íslendingum til boða að gerast stofnaðili að Sameinuðu þjóðunum að uppfylltu því einfalda formsatriði að segja öxulveldunum stríð á hendur. Alþingi hafnaði því og aðild Íslands að þessari merku stofnun frestaðist um nokkra mánuði. Íslendingar höfðu svipaðan fyrirvara á við inngönguna í NATO: Herlaust land, sem fer ekki með ófriði á hendur öðrum þjóðum. Það er því alger viðsnúningur og umskipti í utanríkismálum Íslands, ef einhver nafnlaus huldumaður getur skipað Íslandi á bekk með þjóðum, sem í trássi við SÞ og Öryggisráðið fara með ófriði á hendur annarri aðildarþjóð, á forsendum sem síðan hafa reynst alger uppspuni leyniþjónustustofnana Bandaríkjamanna og Breta, sem töldu það hentugra að trúa lyginni úr Saddam Hússein en þeim skýrslum sem eftirlitsnefnd Öryggisráðsins var að leggja lokahönd á. Slíkur viðsnúningur í öryggismálum landsins á ekki að geta átt sér stað - nema þá að undangengnum rækilegum umræðum á Alþingi og í utanríkisnefnd og raunar meðal allrar þjóðarinnar. Allt frá lokum síðustu heimstyrjaldar hafa Norðmenn kappkostað að eiga vinsamlegt samband við Bandaríkin. Líkt og Ísland er Noregur í NATO. Yfirgnæfandi meirihluti Norðmanna hefur verið hlynntur þessari afstöðu. En í afstöðunni til Íraksstríðsins snerist þetta við: Í öllum skoðanakönnunum samfellt frá upphafi innrásarinnar í Írak hafa fjórir af hverjum fimm Norðmönnum verið henni andvígir. Norska ríkisstjórnin lýsti í upphafi andstöðu en ákvað síðar að senda 180 manna liðssveit hermanna til "friðargæslu", án nokkurrar heimildar frá Stórþinginu. Norðmenn vissu ekki af þessu fyrr en í stefnuræðu Bandaríkjaforseta fyrir þinginu í byrjun þessa árs, en þá lýsti Bush Norðmönnum sem aðilum að "Bandalagi hinna fúsu". Við þetta vildu margir Norðmenn ekki una og nokkrir einstaklingar og samtök efndu til átaksins Tellhim.no í þeim tilgangi að koma heilsíðuauglýsingu í Washington Post, og útskýra fyrir bandarískum kjósendum að þeir hefðu fengið rangar upplýsingar. Auglýsingin birtist í blaðinu þann 12. september og vakti gífurlega athygli um allan heim. Að henni stóðu einstaklingar og samtök, 4000 manns, sem deildu með sér kostnaði við birtinguna. Auglýsingin var í formi ávarps til George W. Bush, forseta: "Hr. forseti. Sem vinir Bandaríkjanna virðum við styrk lands yðar, sköpunarmátt og örlæti. Á þessu sögulega augnabliki finnum við okkur þó knúin til að tala hreint út. Fjórir af hverjum fimm Norðmönnum eru á móti því stríði sem háð er í Írak undir forystu Bandaríkjanna og ríkisstjórn okkar hefur brugðist því hlutverki að koma greinilega til skila skoðun meirihluta þjóðar sinnar. Hr. forseti - við leggjum eindregið að yður að breyta utanríkisstefnu yðar. Að fylgja fram gallaðri og misheppnaðri stefnu er veikleikamerki. Það er ósk vor að Bandaríkin séu til þess nógu sterk og skapandi í hugsun að biðja írösku þjóðina afsökunar á óréttlætanlegri styrjöld og sömuleiðis bandamenn sína fyrir að hafa villt um fyrir þeim. Við viljum að Bandaríkin séu tilbúin til þess af örlæti sínu að greiða bætur saklausum fórnarlömbum ofbeldis, rána og sálrænna áfalla vegna pyntinga. Það er staðföst trúa vor að friðar í Írak sé helst að vænta undir leiðsögn Sameinuðu þjóðanna og lýðræðislega kjörinnar ríkisstjórnar Íraks. Hr forseti - land yðar getur á ný orðið skínandi fordæmi lýðræðis og frelsis og fyrirmynd að heimi þar sem hryðjuverk fá ekki þrifist. Núverandi stefna yðar leiðir ekki til annars en andspyrnu, meiri en nokkru sinni og alls staðar. Hr. forseti - yðar er valið." Þannig vöktu áhyggjufullir norskir borgarar og samtök þeirra athygli alheims á lögleysu ríkisstjórnar sinnar. En hvað með okkur Íslendinga? Ætlum við að líða það að tveir eða þrír náungar í háum embættum geti skipað utanríkis- og öryggismálum þessarar þjóðar eftir duttlungum sínum, án þess að sú ákvörðun sé svo mikið sem rædd nokkurs staðar eða færð til bókar?
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun