Gegn sóðum og skemmdarvörgum 2. nóvember 2004 00:01 Þegar maður gengur um miðbæ Reykjavíkur veltir maður fyrir sér hvort ekki sé ástæða til að taka upp það sem í Bretlandi kallast "Anti-Social Behaviour Orders" - skammstöfun ASBO. Þetta eru áminningar sem fólk fær vegna andfélagslegrar hegðunar, líkt og lesa má á vefnum crimereduction.gov.uk. Andfélagsleg hegðun telst meðal annars að krota á veggi, ýmis skemmdarverk, að öskra úti á götu að næturlagi, að henda rusli og svína út umhverfið og að hafa uppi drykkjulæti og ógeðslegt orðbragð. Ef ég skil rétt er ASBO samningur sem gerður er milli lögreglunnar og brotamanna. Hann felur í sér að ef sá sem brýtur af sér er staðinn að sama verknaði aftur skuli hann taka út refsingu. Þessu er einkum beint að ungu fólki - til að fá það til að taka meiri ábyrgð á gerðum sínum. Sóðaleg umgengnin í miðbænum um helgar er með hreinum ólíkindum. Ég sé ekki að lögreglan telji sig geta aðhafst neitt í því. Á sunnudagsmorgnum er bærinn fullur af glerbrotum, sígarettustubbum, ælupollum og brotnum rúðum. Öllu lauslegu er hent - það er með ólíkindum hvað verður fyrir barðinu á æði skemmdarvarganna. Mætti ekki vel ræða að skella svona ASBO - andfélagsáminningu - á þá sem verða uppvísir að svona hegðan? Til að fá þá til að hugsa sinn gang? Og ef þeir verða uppvísir að svonalöguðu aftur - ja, þá má til dæmis setja þá í samfélagsþjónustu. Þarf ekki endilega að stinga þeim inn. Ég veit ekki hvort það er of harkalegt að grípa til svona ráða gegn þeim sem henda tyggjói á göturnar, en það myndi sannarlega ekki af veita. Göturnar í bænum eru eins og ein stór tyggjóklessa. Rosalega getur fólk tuggið í þessu landi. --- --- --- Ég þekki ekkert land í heiminum þar sem skemmtistaðir í miðborg eru almennt opnir til klukkan 8 á morgnana. Í London loka pöbbarnir klukkan 11, í Dublin klukkan 11.30, í París eru flestir staðir búnir að loka klukkan 1.30. Ef fólk ætlar að halda áfram gleðskap er það yfirleitt í næturklúbbum, bak við luktar dyr. Á Íslandi er allt opið upp á gátt fram eftir morgni. Þjóð sem drekkur jafn mikið og illa og Íslendingar þolir þetta varla mjög vel. Eftir 3 á nóttinni eru margir orðnir algerlega taumlausir - hegða sér eins og skynlausar skepnur. Öskra, brjóta og berja. Það er alls ekki hættulaust að vera á ferli á þessum tíma. Erlendir ferðamenn fara á stjá snemma á morgnana og horfa upp á óskapnaðinn - slagsmálahunda í skyrtubolum, líkin sem liggja eins og hráviði um strætin, glerbrotin og hálfétinn skyndibitamat. Ég er sjálfsagt að verða gamall og forpokaður, en er ekki hægt að flytja eitthvað af þessari starfsemi upp og út fyrir bæinn. Kæmi hverfið í kringum Smiðjuveginn ekki til greina? Eða Súðarvogurinn sem áður hefur verið nefndur sem heppilegt íslenskt rauðljósahverfi? En kannski er lausnin bara aðeins meiri kurteisi - líkt og lesa má í þessari ágætu grein eftir Joan Bakewell sem birtist í The Guardian í gær. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Þegar maður gengur um miðbæ Reykjavíkur veltir maður fyrir sér hvort ekki sé ástæða til að taka upp það sem í Bretlandi kallast "Anti-Social Behaviour Orders" - skammstöfun ASBO. Þetta eru áminningar sem fólk fær vegna andfélagslegrar hegðunar, líkt og lesa má á vefnum crimereduction.gov.uk. Andfélagsleg hegðun telst meðal annars að krota á veggi, ýmis skemmdarverk, að öskra úti á götu að næturlagi, að henda rusli og svína út umhverfið og að hafa uppi drykkjulæti og ógeðslegt orðbragð. Ef ég skil rétt er ASBO samningur sem gerður er milli lögreglunnar og brotamanna. Hann felur í sér að ef sá sem brýtur af sér er staðinn að sama verknaði aftur skuli hann taka út refsingu. Þessu er einkum beint að ungu fólki - til að fá það til að taka meiri ábyrgð á gerðum sínum. Sóðaleg umgengnin í miðbænum um helgar er með hreinum ólíkindum. Ég sé ekki að lögreglan telji sig geta aðhafst neitt í því. Á sunnudagsmorgnum er bærinn fullur af glerbrotum, sígarettustubbum, ælupollum og brotnum rúðum. Öllu lauslegu er hent - það er með ólíkindum hvað verður fyrir barðinu á æði skemmdarvarganna. Mætti ekki vel ræða að skella svona ASBO - andfélagsáminningu - á þá sem verða uppvísir að svona hegðan? Til að fá þá til að hugsa sinn gang? Og ef þeir verða uppvísir að svonalöguðu aftur - ja, þá má til dæmis setja þá í samfélagsþjónustu. Þarf ekki endilega að stinga þeim inn. Ég veit ekki hvort það er of harkalegt að grípa til svona ráða gegn þeim sem henda tyggjói á göturnar, en það myndi sannarlega ekki af veita. Göturnar í bænum eru eins og ein stór tyggjóklessa. Rosalega getur fólk tuggið í þessu landi. --- --- --- Ég þekki ekkert land í heiminum þar sem skemmtistaðir í miðborg eru almennt opnir til klukkan 8 á morgnana. Í London loka pöbbarnir klukkan 11, í Dublin klukkan 11.30, í París eru flestir staðir búnir að loka klukkan 1.30. Ef fólk ætlar að halda áfram gleðskap er það yfirleitt í næturklúbbum, bak við luktar dyr. Á Íslandi er allt opið upp á gátt fram eftir morgni. Þjóð sem drekkur jafn mikið og illa og Íslendingar þolir þetta varla mjög vel. Eftir 3 á nóttinni eru margir orðnir algerlega taumlausir - hegða sér eins og skynlausar skepnur. Öskra, brjóta og berja. Það er alls ekki hættulaust að vera á ferli á þessum tíma. Erlendir ferðamenn fara á stjá snemma á morgnana og horfa upp á óskapnaðinn - slagsmálahunda í skyrtubolum, líkin sem liggja eins og hráviði um strætin, glerbrotin og hálfétinn skyndibitamat. Ég er sjálfsagt að verða gamall og forpokaður, en er ekki hægt að flytja eitthvað af þessari starfsemi upp og út fyrir bæinn. Kæmi hverfið í kringum Smiðjuveginn ekki til greina? Eða Súðarvogurinn sem áður hefur verið nefndur sem heppilegt íslenskt rauðljósahverfi? En kannski er lausnin bara aðeins meiri kurteisi - líkt og lesa má í þessari ágætu grein eftir Joan Bakewell sem birtist í The Guardian í gær.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun