Framtaksleysi forsætisráðherra 28. október 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Nú um mánaðamótin er hálfur annar mánuður liðinn síðan Halldór Ásgrímsson tók við embætti forsætisráðherra af Davíð Oddssyni. Ýmsir töldu þá að þetta væru tímabær skipti og vildu jafnvel að fyrrverandi forsætisráðherra notaði tækifærið og hætti með öllu afskiptum af stjórnmálum. Ekki er ólíklegt að einhverjir þeirra sem þannig hugsuðu eða töluðu séu nú komnir með bakþanka. Ástæðan er framtaksskortur og litleysi Halldórs Ásgrímssonar í kennaraverkfallinu. Það mátti Davíð Oddson eiga að hann fann yfirleitt við svipaðar aðstæður hvenær þjóðinni var nóg boðið og gerði þá skyldu sína. Honum hefur fyrirgefist margt vegna skörungsskapar á örlagastundum. Nær allan þann tíma sem Halldór hefur gegnt forsætisráðherraembættinu hafa 45 þúsund grunnskólabörn verið án skólagöngu vegna verkfalls kennara. Veruleg vandræði hafa skapast í þjóðlífinu, á heimilum fólks og í atvinnulífinu. Börnunum okkar líður ekki vel og þau skilja ekki ástandið. Forsætisráðherrann hefur hins vegar verið deyfðin uppmáluð; látið eins og málið komi sér ekki við. Fyrir viku síðan þegar uppnám varð í þjóðfélaginu vegna viðræðuslita í deilunni ákvað ráðherrann að kalla deilendur á sinn fund. Margir veltu því fyrir sér hvers vegna hann beið í fjóra daga, frá fimmtudegi og fram á mánudag, með að halda þann fund. Þeir bjartsýnustu héldu að ráðherrann væri að undirbúa útspil sem leyst gæti deiluna þannig að kennsla gæti hafist í þessari viku. Mikil urðu því vonbrigðin þegar í ljós kom að ráðherrann hafði ekkert fram að færa, útilokaði íhlutun í málið með fjárframlögum eða lagasetningu, og hafði þau ein boð að flytja að deilendur ættu að halda áfram að tala saman. Ráðherrann setti niður við þetta. Það eru gömul og ný sannindi að betra er að þegja en segja þegar menn hafa ekkert fram að færa. Verðmætamat forsætisráðherra og ríkisstjórnar hans er annars einkennilegt. Nokkrum sinnum hefur þessum sömu stjórnvöldum þótt verkfall sjómanna skapa svo hættulegt ástand fyrir þjóðfélagið að þau hafa svipt stéttarfélag þeirra verkfallsrétti til að hjól sjávarútvegsins gætu haldið áfram að snúast. Það getur því ekki verið af sérstakri virðingu fyrir vinnulöggjöfinni eða frjálsum samningsrétti sem stjórnvöld horfa nú aðgerðalaus á kennaraverkfallið og afleiðingar þess. Verkfallið snýr einnig að samstarfsmanni forsætisráðherra í ríkisstjórninni, menntamálaráðherra, sem á að heita æðsta yfirvald skólanna. Framganga Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur hefur því miður ekki verið traustvekjandi. Hún kastar fram stórpólitískum hugmyndum, eins og um endurflutning grunnskólans til ríkisins, án þess að meina neitt með því og talar út og suður í "vandræðalegu spjalli við kennara", svo vitnað sé í skrif flokksbróður hennar; menn átta sig ekki á því hvað hún raunverulega vill og stendur fyrir. Sjá þessir ágætu ráðherrar ekki það sem allir aðrir í þjóðfélaginu sjá? Forystumenn kennara og sveitarstjórnarmenn hafa sett vinnudeiluna í óleysanlegan hnút og eina lausnin felst í því að ríkisvaldið höggvi á hann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Magnússon Skoðanir Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Nú um mánaðamótin er hálfur annar mánuður liðinn síðan Halldór Ásgrímsson tók við embætti forsætisráðherra af Davíð Oddssyni. Ýmsir töldu þá að þetta væru tímabær skipti og vildu jafnvel að fyrrverandi forsætisráðherra notaði tækifærið og hætti með öllu afskiptum af stjórnmálum. Ekki er ólíklegt að einhverjir þeirra sem þannig hugsuðu eða töluðu séu nú komnir með bakþanka. Ástæðan er framtaksskortur og litleysi Halldórs Ásgrímssonar í kennaraverkfallinu. Það mátti Davíð Oddson eiga að hann fann yfirleitt við svipaðar aðstæður hvenær þjóðinni var nóg boðið og gerði þá skyldu sína. Honum hefur fyrirgefist margt vegna skörungsskapar á örlagastundum. Nær allan þann tíma sem Halldór hefur gegnt forsætisráðherraembættinu hafa 45 þúsund grunnskólabörn verið án skólagöngu vegna verkfalls kennara. Veruleg vandræði hafa skapast í þjóðlífinu, á heimilum fólks og í atvinnulífinu. Börnunum okkar líður ekki vel og þau skilja ekki ástandið. Forsætisráðherrann hefur hins vegar verið deyfðin uppmáluð; látið eins og málið komi sér ekki við. Fyrir viku síðan þegar uppnám varð í þjóðfélaginu vegna viðræðuslita í deilunni ákvað ráðherrann að kalla deilendur á sinn fund. Margir veltu því fyrir sér hvers vegna hann beið í fjóra daga, frá fimmtudegi og fram á mánudag, með að halda þann fund. Þeir bjartsýnustu héldu að ráðherrann væri að undirbúa útspil sem leyst gæti deiluna þannig að kennsla gæti hafist í þessari viku. Mikil urðu því vonbrigðin þegar í ljós kom að ráðherrann hafði ekkert fram að færa, útilokaði íhlutun í málið með fjárframlögum eða lagasetningu, og hafði þau ein boð að flytja að deilendur ættu að halda áfram að tala saman. Ráðherrann setti niður við þetta. Það eru gömul og ný sannindi að betra er að þegja en segja þegar menn hafa ekkert fram að færa. Verðmætamat forsætisráðherra og ríkisstjórnar hans er annars einkennilegt. Nokkrum sinnum hefur þessum sömu stjórnvöldum þótt verkfall sjómanna skapa svo hættulegt ástand fyrir þjóðfélagið að þau hafa svipt stéttarfélag þeirra verkfallsrétti til að hjól sjávarútvegsins gætu haldið áfram að snúast. Það getur því ekki verið af sérstakri virðingu fyrir vinnulöggjöfinni eða frjálsum samningsrétti sem stjórnvöld horfa nú aðgerðalaus á kennaraverkfallið og afleiðingar þess. Verkfallið snýr einnig að samstarfsmanni forsætisráðherra í ríkisstjórninni, menntamálaráðherra, sem á að heita æðsta yfirvald skólanna. Framganga Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur hefur því miður ekki verið traustvekjandi. Hún kastar fram stórpólitískum hugmyndum, eins og um endurflutning grunnskólans til ríkisins, án þess að meina neitt með því og talar út og suður í "vandræðalegu spjalli við kennara", svo vitnað sé í skrif flokksbróður hennar; menn átta sig ekki á því hvað hún raunverulega vill og stendur fyrir. Sjá þessir ágætu ráðherrar ekki það sem allir aðrir í þjóðfélaginu sjá? Forystumenn kennara og sveitarstjórnarmenn hafa sett vinnudeiluna í óleysanlegan hnút og eina lausnin felst í því að ríkisvaldið höggvi á hann.