Hjörleifur er æði 27. október 2004 00:01 Ég heyrði tvær ungar stúlkur, greinilega vinstri sinnaðar, ræða um fund sem þær höfðu sótt hjá Vinstri grænum. Þetta var í heita pottinum í Vesturbæjarlauginni. "Hjörleifur er æði," fannst mér önnur stúlkan segja og hin samsinnti. Þær voru að tala um Hjörleif Guttormsson. Sannarlega hefur vaxið úr grasi ný kynslóð í landinu. Margir furða sig á að þingið sé komið í frí aðeins fáum vikum eftir að það byrjaði. Hjörleifur mátti þó eiga að hann nennti að vinna - gleypa í sig skýrslu eftir skýrslu. Líklega les hann skýrslurnar ennþá þó hann sé hættur í þinginu. Sú saga er sögð að þegar Hjörleifur var ráðherra hafi hann einu sinni sett ritara sínum fyrir að vélrita upp gríðarmikla skýrslu. "Veistu hvaða dagur er í dag?" á ritarinn að hafa spurt. "Já, það er þriðjudagur," sagði Hjörleifur. "Nei, það er gamlárskvöld," sagði ritarinn. Annars er Hjörleifur með ágæta heimasíðu sem nefnist Grænn vettvangur, smellið hér. --- --- --- Foreldrar og börn voru að mótmæla kennaraverkfallinu fyrir utan alþingishúsið. Svo var gengið út að ráðhúsi. Hjá dómkirkjunni kallaði einhver til mín að ég yrði að beita áhrifum mínum til að stöðva þetta. Ég benti á Dag Eggertsson sem gekk framhjá. Fyrir langalöngu, þegar verkfallið var að byrja, var einnig boðað til mótmæla. Þá átti ég líka leið framhjá og sá fimm konur með spjöld norpa utan við Alþingi. Nú voru líklega mætt hátt í fimm hundruð manns. Kannski verður hægt að halda alvöru fjöldafund þegar verkfallið hefur staðið í tvö ár. Annars eru Íslendingar svo miklir efnishyggjumenn. Þeir eiga vilja helst ekki hugsa um óáþreifanlega hluti eins og menntun. Þeim er hins vegar ekki sama ef bensínið hækkar. Líklega vekur bensín heitari tilfinningar en barnaskólar - þótt landinn nái raunar heldur ekki að mótmæla bensínhækkunum af neinum krafti. --- --- --- Guðni Ágústsson vildi ekki kannast neitt við það í þætti hjá mér um helgina að það væri verið að plotta gegn sér innan Framsóknarflokksins. Samt eru hnífar á lofti í flokknum - það gengur fjöllunum hærra að gera eigi tilraun til að setja Guðna af á næsta flokksþingi. Koma í staðinn einhverjum í varaformannssætið sem er þóknanlegri Halldóri Ásgrímssyni. Halldór fílar Guðna ekkert sérlega vel. Sé til dauðalisti, þá er Guðni á honum. Líklega er þó útséð með að Árni Magnússon nái alla leið upp í varaformannssætið í fyrstu atrennu. Vitað er að Halldór vildi gjarnan setja hann við hlið sér. Árni hefur ekki ólíka fúnksjón fyrir Halldór og Finnur Ingólfsson áður fyrr. En það þykir ekki hafa reynt nóg á Árna; hann er bara rétt nýskriðinn út af flokkskontórnum, flokksmönnum finnst hann alveg ágætur en vilja ekki að hann fari svona langt á svo stuttum tíma. Því skal því spáð að reynt verði að setja Valgerði Sverrisdóttur í varaformanninn. Hún er ráðherra sem flokksmönnum finnst hafa skilað sínu, kona, vann stórsigur í síðustu kosningum og er afar holl Halldóri. En Guðni gefur sitt væntanlega ekki eftir án baráttu. Hann er ekkert á því að hætta. Það getur hjálpað honum að hann er fulltrúi sveitamennsku og gamalla gilda - og ákveðið mótvægi við formanninn og hópinn í kringum hann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Ég heyrði tvær ungar stúlkur, greinilega vinstri sinnaðar, ræða um fund sem þær höfðu sótt hjá Vinstri grænum. Þetta var í heita pottinum í Vesturbæjarlauginni. "Hjörleifur er æði," fannst mér önnur stúlkan segja og hin samsinnti. Þær voru að tala um Hjörleif Guttormsson. Sannarlega hefur vaxið úr grasi ný kynslóð í landinu. Margir furða sig á að þingið sé komið í frí aðeins fáum vikum eftir að það byrjaði. Hjörleifur mátti þó eiga að hann nennti að vinna - gleypa í sig skýrslu eftir skýrslu. Líklega les hann skýrslurnar ennþá þó hann sé hættur í þinginu. Sú saga er sögð að þegar Hjörleifur var ráðherra hafi hann einu sinni sett ritara sínum fyrir að vélrita upp gríðarmikla skýrslu. "Veistu hvaða dagur er í dag?" á ritarinn að hafa spurt. "Já, það er þriðjudagur," sagði Hjörleifur. "Nei, það er gamlárskvöld," sagði ritarinn. Annars er Hjörleifur með ágæta heimasíðu sem nefnist Grænn vettvangur, smellið hér. --- --- --- Foreldrar og börn voru að mótmæla kennaraverkfallinu fyrir utan alþingishúsið. Svo var gengið út að ráðhúsi. Hjá dómkirkjunni kallaði einhver til mín að ég yrði að beita áhrifum mínum til að stöðva þetta. Ég benti á Dag Eggertsson sem gekk framhjá. Fyrir langalöngu, þegar verkfallið var að byrja, var einnig boðað til mótmæla. Þá átti ég líka leið framhjá og sá fimm konur með spjöld norpa utan við Alþingi. Nú voru líklega mætt hátt í fimm hundruð manns. Kannski verður hægt að halda alvöru fjöldafund þegar verkfallið hefur staðið í tvö ár. Annars eru Íslendingar svo miklir efnishyggjumenn. Þeir eiga vilja helst ekki hugsa um óáþreifanlega hluti eins og menntun. Þeim er hins vegar ekki sama ef bensínið hækkar. Líklega vekur bensín heitari tilfinningar en barnaskólar - þótt landinn nái raunar heldur ekki að mótmæla bensínhækkunum af neinum krafti. --- --- --- Guðni Ágústsson vildi ekki kannast neitt við það í þætti hjá mér um helgina að það væri verið að plotta gegn sér innan Framsóknarflokksins. Samt eru hnífar á lofti í flokknum - það gengur fjöllunum hærra að gera eigi tilraun til að setja Guðna af á næsta flokksþingi. Koma í staðinn einhverjum í varaformannssætið sem er þóknanlegri Halldóri Ásgrímssyni. Halldór fílar Guðna ekkert sérlega vel. Sé til dauðalisti, þá er Guðni á honum. Líklega er þó útséð með að Árni Magnússon nái alla leið upp í varaformannssætið í fyrstu atrennu. Vitað er að Halldór vildi gjarnan setja hann við hlið sér. Árni hefur ekki ólíka fúnksjón fyrir Halldór og Finnur Ingólfsson áður fyrr. En það þykir ekki hafa reynt nóg á Árna; hann er bara rétt nýskriðinn út af flokkskontórnum, flokksmönnum finnst hann alveg ágætur en vilja ekki að hann fari svona langt á svo stuttum tíma. Því skal því spáð að reynt verði að setja Valgerði Sverrisdóttur í varaformanninn. Hún er ráðherra sem flokksmönnum finnst hafa skilað sínu, kona, vann stórsigur í síðustu kosningum og er afar holl Halldóri. En Guðni gefur sitt væntanlega ekki eftir án baráttu. Hann er ekkert á því að hætta. Það getur hjálpað honum að hann er fulltrúi sveitamennsku og gamalla gilda - og ákveðið mótvægi við formanninn og hópinn í kringum hann.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun