Kaupir ekki mikið af fötum 27. október 2004 00:01 "Ég kaupi mér ekki mikið af fötum. Ég reyni að fara sjaldnar og kaupi mér þá eitthvað sem ég get blandað við þau föt sem ég á fyrir. Ég á ekki mikið af fötum en ég á rosalega mikið af skóm. Ég er eiginlega algjör skófrík," segir Sesselja Thorberg, iðnhönnuður og aðstoðardagskrárgerðarmanneskja í þættinum Innlit útlit með Völu Matt á Skjá Einum. Aðspurð um hvað sé í algjöru uppáhaldi verður Sesselja að velja tvennt sem hún hefur sérstakt dálæti á. "Nýi jakkinn minn úr Zöru er í uppáhaldi núna. Hann er alveg glænýr úr flaueli og með skinnkraga. Hann er rosalega töff og ég fíla líka þennan "forties"-stíl. Annað sem ég held mikið upp á eru bleiku gúmmístígvélin mín sem ég geng mjög oft í. Ég keypti þau í Focus og þau eru mjög flott með röndum á og smellu. Stígvélin eru praktískt og vekja auðvitað athygli hvert sem ég fer," segir Sesselja sem lætur snið og samsetningu ráða fatavali frekar en merki. "Ég versla hvar sem er og er ekki mikið merkjafrík, nema þá helst í töskum. Ef sniðið er fallegt og litasamsetningin líka þá kaupi ég flíkina." Mest lesið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
"Ég kaupi mér ekki mikið af fötum. Ég reyni að fara sjaldnar og kaupi mér þá eitthvað sem ég get blandað við þau föt sem ég á fyrir. Ég á ekki mikið af fötum en ég á rosalega mikið af skóm. Ég er eiginlega algjör skófrík," segir Sesselja Thorberg, iðnhönnuður og aðstoðardagskrárgerðarmanneskja í þættinum Innlit útlit með Völu Matt á Skjá Einum. Aðspurð um hvað sé í algjöru uppáhaldi verður Sesselja að velja tvennt sem hún hefur sérstakt dálæti á. "Nýi jakkinn minn úr Zöru er í uppáhaldi núna. Hann er alveg glænýr úr flaueli og með skinnkraga. Hann er rosalega töff og ég fíla líka þennan "forties"-stíl. Annað sem ég held mikið upp á eru bleiku gúmmístígvélin mín sem ég geng mjög oft í. Ég keypti þau í Focus og þau eru mjög flott með röndum á og smellu. Stígvélin eru praktískt og vekja auðvitað athygli hvert sem ég fer," segir Sesselja sem lætur snið og samsetningu ráða fatavali frekar en merki. "Ég versla hvar sem er og er ekki mikið merkjafrík, nema þá helst í töskum. Ef sniðið er fallegt og litasamsetningin líka þá kaupi ég flíkina."
Mest lesið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira