Bíó og sjónvarp

Aldrei fleiri innsend verk á Eddu

Frestur til að skila inn verkum vegna Edduverðlaunanna 2004 rann út um helgina og hafa aldrei áður borist fleiri innsendingar, eða alls tæplega 70 mismunandi verk. Valnefndir hafa tekið til starfa en þeirra hlutverk er að velja þrjár til fimm tilnefningar í hvern flokk. Tilnefningar verða opinberaðar óvenju snemma í ár eða þann 25. október næstkomandi. Þetta er til að gefa tilnefndum meira svigrúm til kynningar.

Útlit er fyrir spennandi kosningu þar sem úrvalið í flestum flokkum er mikið. Flestar innsendingar voru eðlilega í flokki sjónvarpsþátta og skemmtiþátta. Þá eru heimildarmyndirnar margar sem og stuttmyndir. Einnig má geta þess að innsendar kvikmyndir í fullri lengd hafa aldrei verið fleiri eða alls 7.

Eddan verður haldin þann 14. nóvember næstkomandi og mun Sjónvarpið senda beint út frá verðlaunaafhendingunni eins og fyrri daginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.