Að vera bara einnar þjóðar 24. október 2004 00:01 Að vera bara einnar þjóðar er úrelt fyrirbrigði að mati Ólafs Elíassonar listamanns en fyrsta yfirlitssýning hans í fæðingarlandinu, Danmörku, var opnuð í Aros, nýju samtímalistasafni í Árósum þann áttunda október. Nýja safnið var opnað í apríl og telur rúmlega 17 þúsund fermetra. Sýning Ólafs Elíssonar heitir Minding the World og fjallar um hvernig maðurinn upplifir og skynjar umhverfi sitt. Á meðal verkanna þrettán á sýningunni er speglasalur með steingólfi - verk sem var á sýningu Ólafs í Hafnarhúsinu í Reykjavík síðasta vetur. Á síðasta ári sýndi Ólafur í Feneyjum og London. Þetta ár hóf hann á Íslandi og hefur síðustu þrjá mánuði einnig sýnt í Noregi, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Hann segir það eignlega hafa verið of mikið. Sumarið hafi síðan verið kærkomið til að undirbúa sýninguna í Danmörku. Langþráð rólegheit eru nú fram undan og segir Ólafur það „lúxus“ að hafa tíu mánuði til að undirbúa næstu sýningu sem fram fer í Rotterdam í Hollandi í september á næsta ári. Margrét Þórhildur Danadrottning, verndari Aros-listasafnsins, var meðal gesta skömmu eftir opnun sýningar Ólafs. Í Danmörku er hann sagður dansk-íslenskur; hann á íslenska foreldra og ólst upp í Danmörku. Sjálfur segir hann skrítið að fólk vilji vera út um allan heim, en vilji samt vera eins og víkingar eldgamallar þjóðar. Sýning Ólafs í Árósum stendur til 16. janúar. Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Að vera bara einnar þjóðar er úrelt fyrirbrigði að mati Ólafs Elíassonar listamanns en fyrsta yfirlitssýning hans í fæðingarlandinu, Danmörku, var opnuð í Aros, nýju samtímalistasafni í Árósum þann áttunda október. Nýja safnið var opnað í apríl og telur rúmlega 17 þúsund fermetra. Sýning Ólafs Elíssonar heitir Minding the World og fjallar um hvernig maðurinn upplifir og skynjar umhverfi sitt. Á meðal verkanna þrettán á sýningunni er speglasalur með steingólfi - verk sem var á sýningu Ólafs í Hafnarhúsinu í Reykjavík síðasta vetur. Á síðasta ári sýndi Ólafur í Feneyjum og London. Þetta ár hóf hann á Íslandi og hefur síðustu þrjá mánuði einnig sýnt í Noregi, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Hann segir það eignlega hafa verið of mikið. Sumarið hafi síðan verið kærkomið til að undirbúa sýninguna í Danmörku. Langþráð rólegheit eru nú fram undan og segir Ólafur það „lúxus“ að hafa tíu mánuði til að undirbúa næstu sýningu sem fram fer í Rotterdam í Hollandi í september á næsta ári. Margrét Þórhildur Danadrottning, verndari Aros-listasafnsins, var meðal gesta skömmu eftir opnun sýningar Ólafs. Í Danmörku er hann sagður dansk-íslenskur; hann á íslenska foreldra og ólst upp í Danmörku. Sjálfur segir hann skrítið að fólk vilji vera út um allan heim, en vilji samt vera eins og víkingar eldgamallar þjóðar. Sýning Ólafs í Árósum stendur til 16. janúar.
Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira