Kosningar án lýðræðis 22. október 2004 00:01 Bandarísku þingkosningarnar Ólafur Hannibalsson Fyrir nokkru lýsti ég því hér í þessum dálki hvernig aðeins er kosið um örfá sæti í hinum almennu, lögbundnu kosningum; úrslit þeirra gefa aðeins til kynna hlutföllin milli flokkanna, sem þeir geta notfært sér til hrossakaupa um aðild að stjórn landsins eftir kosningar. Hinar raunverulegu kosningar fara fram með prófkjörum eða ákvörðunum fulltrúaráða, þar sem fáar reglur gilda, og þessar fáu eru mjög sveigjanlegar, og þeir sem telja sig órétti beitta hafa fá úrræði til að fá leiðréttingu sinna mála. Þarna er úthlutað í hin "öruggu sæti". Sennilega eru þau þingsæti sem ráðast í kosningum ekki fleiri en 6-7, oftast færri. Það sama hefur verið uppi á teningnum í kosningum til fulltrúadeildar þingsins í Bandaríkjunum, samkvæmt grein nýlega í tímaritinu Economist. Eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna hafði úrskurðað að öll atkvæði skyldu hafa jafnt vægi var það leitt í lög að fyrir fyrstu kosningar á hverjum áratug skyldi mörkum kjördæma breytt þannig að þau yrðu því sem næst jöfn að atkvæðafjölda. Og hverjir skyldu svo sjá um þessar breytingar? Það er sá flokkur sem fer með völdin í hverju ríki! Afleiðingin er kjördæmi sem eru æði skrítin í laginu: sum eins og kleinuhringir, önnur eins og kringlur, og sum jafnvel eins og blekklessur! Smátt og smátt hefur "öruggum kjördæmum" fjölgað, uns svo er komið að níu af hverjum tíu Bandaríkjamönnum búa í kjördæmum sem eru í raun eins flokks kjördæmi. Árin 1992-96 var kraftmikil kosningabarátta háð í meira en hundrað kjördæmum. Sú tala var komin niður í 50 árin 2000-02, og kunnir stjórnmálafræðingar hafa talið hana komna niður í liðlega 30 í komandi kosningum. Í síðustu forsetakosningum fékk Demókrataflokkurinn meirihluta atkvæða en fékk þó minnihluta kjörmanna í Kjörmannaráðinu, sem kýs forsetann. Mismunurinn liggur fyrst og fremst í því að höfuðvígi demókrata eru stórborgarsamfélögin á vestur- og austurströndinni, en repúblikanar eru sterkari í úthverfum borganna og sveitunum. Þetta þýðir að demókratar vinna oft sín kjördæmi með 80% atkvæða eða meira en repúblikanar eru að vinna sín með 55-60%. Reiknað hefur verið út að til þess að hafa möguleika á að vinna meirihluta í fulltrúadeildinni þurfi demókratar að ná a.m.k. 57% af atkvæðum tvíflokkanna. Þótt enn sé möguleiki að Kerry merji meirihluta í forsetakosningunum eru lítil líkindi á því að demókratar nái því atkvæðahlutfalli. Hvernig sem forsetakosningarnar fara eru því yfirgnæfandi líkur á að repúblikanar haldi meirihluta sínum í fulltrúadeildinni. Og reyndar um fyrirsjáanlega framtíð. Nýleg "kjördæmaleiðrétting" í Texas til dæmis er talin gefa repúblikönum þrjú til sex ný "örugg sæti"; kosningar nánast bara formsatriði. Því er óhætt að slá því föstu að eini möguleiki demókrata á að ná meirihluta í fulltrúadeildinni er með karismatískum forsetaframbjóðanda, sem hrífur kjósendur þannig með sér að þeir láta sér ekki nægja að kjósa hann, heldur eru reiðubúnir að senda fjölda pólitískra fylgismanna hans til Washington á frakkalöfum hans. Um öldungadeildina gegnir öðru máli. Hvert ríki á þar tvo fulltrúa, án tillits til íbúatölu. Því sitja þar 100 fulltrúar og er kosið um þriðjung þeirra á sex ára fresti. Að þessu sinni er kosið um 34 og kannanir benda til að 12 gætu fallið fyrir andstæðingi sínum. Í öldungadeildinni eins og annars staðar er mjótt á mununum milli tvíflokkanna, nú síðast 51:49 repúblikönum í vil. Allt bendir til að yfirburðir repúblikana í hinum fámennari ríkjum komi þeim að fullu gagni nú og þeir muni fremur auka meirihluta sinn, ef til breytinga kemur. Það eru því allar líkur á að hvor forsetaframbjóðandinn sem vinnur naumlega, muni repúblikanar hafa meirihluta í báðum deildum þingsins út á verulegan minnihluta atkvæða. Framsóknarmönnum allra landa ætti þá að vera skemmt. Það er algengur misskilningur að stjórnmálaflokkar í lýðræðisríki hljóti að bera lýðræði fyrir brjósti, ekki aðeins í orði heldur og á borði. Ekkert gæti verið fjær lagi. Stjórnmálaflokkar eru í eðli sínu maskínur til að vinna kosningar og ná völdum með hverjum þeim ráðum sem hægt er að komast upp með. Það var t.d. Framsóknarflokknum á sínum tíma mikið fagnaðarefni þegar hann náði hreinum þingmeirihluta út á þriðjung atkvæða. Og í kosningunum 1956 var það yfirlýst markmið kosningabandalags Framsóknar- og Alþýðuflokks að ná völdum með ríflega þriðjungi atkvæða. Eftir margvíslegar breytingar á kosningafyrirkomulagi og kjördæmaskipun sættum við okkur enn í dag við verulegt misvægi atkvæða eftir búsetu og flokkum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Hannibalsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Bandarísku þingkosningarnar Ólafur Hannibalsson Fyrir nokkru lýsti ég því hér í þessum dálki hvernig aðeins er kosið um örfá sæti í hinum almennu, lögbundnu kosningum; úrslit þeirra gefa aðeins til kynna hlutföllin milli flokkanna, sem þeir geta notfært sér til hrossakaupa um aðild að stjórn landsins eftir kosningar. Hinar raunverulegu kosningar fara fram með prófkjörum eða ákvörðunum fulltrúaráða, þar sem fáar reglur gilda, og þessar fáu eru mjög sveigjanlegar, og þeir sem telja sig órétti beitta hafa fá úrræði til að fá leiðréttingu sinna mála. Þarna er úthlutað í hin "öruggu sæti". Sennilega eru þau þingsæti sem ráðast í kosningum ekki fleiri en 6-7, oftast færri. Það sama hefur verið uppi á teningnum í kosningum til fulltrúadeildar þingsins í Bandaríkjunum, samkvæmt grein nýlega í tímaritinu Economist. Eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna hafði úrskurðað að öll atkvæði skyldu hafa jafnt vægi var það leitt í lög að fyrir fyrstu kosningar á hverjum áratug skyldi mörkum kjördæma breytt þannig að þau yrðu því sem næst jöfn að atkvæðafjölda. Og hverjir skyldu svo sjá um þessar breytingar? Það er sá flokkur sem fer með völdin í hverju ríki! Afleiðingin er kjördæmi sem eru æði skrítin í laginu: sum eins og kleinuhringir, önnur eins og kringlur, og sum jafnvel eins og blekklessur! Smátt og smátt hefur "öruggum kjördæmum" fjölgað, uns svo er komið að níu af hverjum tíu Bandaríkjamönnum búa í kjördæmum sem eru í raun eins flokks kjördæmi. Árin 1992-96 var kraftmikil kosningabarátta háð í meira en hundrað kjördæmum. Sú tala var komin niður í 50 árin 2000-02, og kunnir stjórnmálafræðingar hafa talið hana komna niður í liðlega 30 í komandi kosningum. Í síðustu forsetakosningum fékk Demókrataflokkurinn meirihluta atkvæða en fékk þó minnihluta kjörmanna í Kjörmannaráðinu, sem kýs forsetann. Mismunurinn liggur fyrst og fremst í því að höfuðvígi demókrata eru stórborgarsamfélögin á vestur- og austurströndinni, en repúblikanar eru sterkari í úthverfum borganna og sveitunum. Þetta þýðir að demókratar vinna oft sín kjördæmi með 80% atkvæða eða meira en repúblikanar eru að vinna sín með 55-60%. Reiknað hefur verið út að til þess að hafa möguleika á að vinna meirihluta í fulltrúadeildinni þurfi demókratar að ná a.m.k. 57% af atkvæðum tvíflokkanna. Þótt enn sé möguleiki að Kerry merji meirihluta í forsetakosningunum eru lítil líkindi á því að demókratar nái því atkvæðahlutfalli. Hvernig sem forsetakosningarnar fara eru því yfirgnæfandi líkur á að repúblikanar haldi meirihluta sínum í fulltrúadeildinni. Og reyndar um fyrirsjáanlega framtíð. Nýleg "kjördæmaleiðrétting" í Texas til dæmis er talin gefa repúblikönum þrjú til sex ný "örugg sæti"; kosningar nánast bara formsatriði. Því er óhætt að slá því föstu að eini möguleiki demókrata á að ná meirihluta í fulltrúadeildinni er með karismatískum forsetaframbjóðanda, sem hrífur kjósendur þannig með sér að þeir láta sér ekki nægja að kjósa hann, heldur eru reiðubúnir að senda fjölda pólitískra fylgismanna hans til Washington á frakkalöfum hans. Um öldungadeildina gegnir öðru máli. Hvert ríki á þar tvo fulltrúa, án tillits til íbúatölu. Því sitja þar 100 fulltrúar og er kosið um þriðjung þeirra á sex ára fresti. Að þessu sinni er kosið um 34 og kannanir benda til að 12 gætu fallið fyrir andstæðingi sínum. Í öldungadeildinni eins og annars staðar er mjótt á mununum milli tvíflokkanna, nú síðast 51:49 repúblikönum í vil. Allt bendir til að yfirburðir repúblikana í hinum fámennari ríkjum komi þeim að fullu gagni nú og þeir muni fremur auka meirihluta sinn, ef til breytinga kemur. Það eru því allar líkur á að hvor forsetaframbjóðandinn sem vinnur naumlega, muni repúblikanar hafa meirihluta í báðum deildum þingsins út á verulegan minnihluta atkvæða. Framsóknarmönnum allra landa ætti þá að vera skemmt. Það er algengur misskilningur að stjórnmálaflokkar í lýðræðisríki hljóti að bera lýðræði fyrir brjósti, ekki aðeins í orði heldur og á borði. Ekkert gæti verið fjær lagi. Stjórnmálaflokkar eru í eðli sínu maskínur til að vinna kosningar og ná völdum með hverjum þeim ráðum sem hægt er að komast upp með. Það var t.d. Framsóknarflokknum á sínum tíma mikið fagnaðarefni þegar hann náði hreinum þingmeirihluta út á þriðjung atkvæða. Og í kosningunum 1956 var það yfirlýst markmið kosningabandalags Framsóknar- og Alþýðuflokks að ná völdum með ríflega þriðjungi atkvæða. Eftir margvíslegar breytingar á kosningafyrirkomulagi og kjördæmaskipun sættum við okkur enn í dag við verulegt misvægi atkvæða eftir búsetu og flokkum.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun