Loðhælar og loðhúfur 21. október 2004 00:01 Þau Birna Hafstein og Ívar Örn Sverrisson leikarar eiga það sameiginlegt að uppáhaldsvetrarflíkurnar þeirra eru loðnar, mjúkar og hlýjar. Vetrarflíkur í uppáhaldi hjá Birnu eru fjólublái loðkraginn hennar og loðhælar. Ívar aftur á móti heldur upp á lopapeysuna sína og lopahúfu. Fréttablaðið mælti sér mót við þau í miðjum frumsýningarönnun en þau leika bæði í söngleiknum Litlu stúlkunni með eldspýturnar sem frumsýndur verður um helgina. Þau mættu í uppáhaldsvetrarfötunum enda má segja að vetur hafi gengið í garð í vikunni. Þau sögðu líka frá því hvað er efst á óskalistanum í vetur. Birnu langar mest í pels en Ívar í snjósleða. Birna: Fjólublái loðkraginn. Hvar: Keyptur á Portobello Market í London og ég fékk hann að gjöf frá kærastanum mínum. Hvenær: Fyrir svona fjórum árum. Af hverju í uppáhaldi: Rosalega mjúkur og hlýr og fallegur á litinn. Loðhælarnir: Hvar: Móðir mín keypti þá einhvers staðar í útlöndum á áttunda áratugnum. Hvenær: Ég gróf þá upp fyrir tveimur árum. Af hverju: Flottir og hlýir og vekja upp minningar frá barnæskunni. Efst á óskalistanum: Mjúk flík sem skýlir mér fyrir eldi og brennisteini íslenskrar veðráttu. Skósíður pels með háum kraga eða hettu frá Eggerti feldskera væri ekki slæmur. Ívar: Lopapeysan Hvar: Lopapeysuna keypti mamma handa mér í Tallinn þegar hún var þar á ferðalagi. Hvenær: Fyrir fimm árum síðan Af hverju: Mér finnst munstrið fallegt, liturinn er klassískur og svo er hún svakalega hlý. Loðhúfan: Hvar: Fékk hana líka frá mömmu, hún keypti hana í einhverri heildsölu í Kópavogi held ég þegar hún var í búningaleit. Hvenær: Ekki viss, ég held fyrir fjórum árum síðan. Af hverju í uppáhaldi: Á ekkert sem ver mig jafn vel fyrir vetrarkuldanum. Efst óskalistanum: Góður snjósleði, hraðskreiður og öruggur fyrir íslenskar aðstæður. Mest lesið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Þau Birna Hafstein og Ívar Örn Sverrisson leikarar eiga það sameiginlegt að uppáhaldsvetrarflíkurnar þeirra eru loðnar, mjúkar og hlýjar. Vetrarflíkur í uppáhaldi hjá Birnu eru fjólublái loðkraginn hennar og loðhælar. Ívar aftur á móti heldur upp á lopapeysuna sína og lopahúfu. Fréttablaðið mælti sér mót við þau í miðjum frumsýningarönnun en þau leika bæði í söngleiknum Litlu stúlkunni með eldspýturnar sem frumsýndur verður um helgina. Þau mættu í uppáhaldsvetrarfötunum enda má segja að vetur hafi gengið í garð í vikunni. Þau sögðu líka frá því hvað er efst á óskalistanum í vetur. Birnu langar mest í pels en Ívar í snjósleða. Birna: Fjólublái loðkraginn. Hvar: Keyptur á Portobello Market í London og ég fékk hann að gjöf frá kærastanum mínum. Hvenær: Fyrir svona fjórum árum. Af hverju í uppáhaldi: Rosalega mjúkur og hlýr og fallegur á litinn. Loðhælarnir: Hvar: Móðir mín keypti þá einhvers staðar í útlöndum á áttunda áratugnum. Hvenær: Ég gróf þá upp fyrir tveimur árum. Af hverju: Flottir og hlýir og vekja upp minningar frá barnæskunni. Efst á óskalistanum: Mjúk flík sem skýlir mér fyrir eldi og brennisteini íslenskrar veðráttu. Skósíður pels með háum kraga eða hettu frá Eggerti feldskera væri ekki slæmur. Ívar: Lopapeysan Hvar: Lopapeysuna keypti mamma handa mér í Tallinn þegar hún var þar á ferðalagi. Hvenær: Fyrir fimm árum síðan Af hverju: Mér finnst munstrið fallegt, liturinn er klassískur og svo er hún svakalega hlý. Loðhúfan: Hvar: Fékk hana líka frá mömmu, hún keypti hana í einhverri heildsölu í Kópavogi held ég þegar hún var í búningaleit. Hvenær: Ekki viss, ég held fyrir fjórum árum síðan. Af hverju í uppáhaldi: Á ekkert sem ver mig jafn vel fyrir vetrarkuldanum. Efst óskalistanum: Góður snjósleði, hraðskreiður og öruggur fyrir íslenskar aðstæður.
Mest lesið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira