Menning

Sköpun og samkynhneigð

Hvað segir Gamla testamentið um sköpunina? er heiti námskeiðs Leikmannaskóla Þjóðkirkjunnar sem hefst á þriðjudaginn í næstu viku. Í því er fjallað um texta Gamla testamentsins sem fjalla um sköpunina. Kennari er Kristinn Ólason guðfræðingur. Gerð verður tilraun til að svara spurningunni um gildi eða hlutverk slíkra texta í nútímanum þar sem hugmyndir manna um tilurð heimsins byggjast á vísindalegum rannsóknum. Daginn eftir, 27. október, hefst námskeið þar sem fjallað er um afstöðu kirkjunnar til samkynhneigðar. Kennari á námskeiðinu er dr. Sólveig Anna Bóasdóttir, guðfræðingur og siðfræðingur. Á námskeiðinu verður fjallað um opinbera afstöðu lúthersku kirknanna til samkynhneigðar og hugað að helstu forsendum og rökum sem þar skipta máli. Einnig verður fjallað um frjálslyndari viðhorf innan kristinnar siðfræði samtímans til sama málefnis. Skráning fer fram í síma 535 1500 eða á vef skólans, www.kirkjan.is/leikmannaskoli.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×