Uppsafnaður vandi. 5. október 2004 00:01 Framsókn setti einn af þingmönnum sínum út af sakramentinu í síðustu viku. Vandinn við manninn var uppsafnaður sagði þingflokksformaðurinn og átti þá við þingmaðurinn hefur staðið á sannfæringu sinni oftar en einu sinni. Staðfestan hefur aðallega birst almenningi í tveimur málum annars vegar afstöðunni til innrásarinnar í Írak, þar sem hans staðfesta er önnur en ríkisstjórnarinnar og hins vegar í fjölmiðlamálinu. Það er nefnilega svoleiðis í stjórnarflokkunum að þingmenn eiga að hlýða flokksforystunni en ekki samvisku sinni eins og stendur í stjórnarskránni. Það kemur svo sem ekki óvart því á undanförnum mánuðum hefur komið í ljós að landsfeðrunum í ríkisstjórninni finnst stjórnarskráin almennt hið vitlausasta plagg og ekki þess virði að hlýða henni, og láta nú sumir þeirra að því liggja að hún sé uppsafnaður vandi. Kennaraverkfallið er líka uppsafnaður vandi að meira en einu leyti. Verkefni hafa verið flutt frá ríkinu til sveitarfélaga án þess að séð hafi verið til þess að þau hafi fjármuni til að sinna þeim á þann hátt sem íbúar sveitarfélaganna vilja. Skattastefna ríkisstjórnarinnar, sem fyrst og fremst felst í því að venjulegt fólk borgi skatta en ríkt fólk og fyrirtæki ekki (eins og fjárlagafrumvarpið er glöggt dæmi um), hefur líka orðið til þess að tekjustofnar sveitarfélaganna hafa rýrnað, og þar með möguleikar þeirra til að veita íbúunum þjónustu. Ofan á þetta bætist að kennarar munu hafa samið illilega af sér í síðustu kjarasamningum. Þeir vilja nú ná upp því sem þeir telja að haft hafi verið af þeim og kröfugerðin er í samræmi við það. Erfitt er að lá kennurum það, því auðvitað vilja þeir ekki dragast aftur úr okkur hinum í lífsgæðakapphlaupinu. Bleiupakkinn sem þeir munu fá í kjölfar skattalækkananna sem ríkisstjórnin boðar er ólíklegur til að breyta nokkru í því dæmi. En af hverju semur ríkið ekki við sveitarfélögin? Ég hef fyrir satt að það sé líka uppsafnaður vandi, sem lýsir sér í því að R-listinn hefur nú unnið kosningar í höfuðborginni í þrígang. Ekki er hægt að semja við sveitarfélög jafnvel þó þeim sé stjórnað af ríkisstjórninni þóknanlegum meirihluta nema að semja líka við höfuðborgina. Þá yrði auðveldara að veita íbúum höfuðborgarinnar þá þjónustu sem þeir vilja og auðvitað líka íbúum annarra sveitarfélaga og til þess má stjórnmálaflokkurinn sem ræður ríkiskassanum ekki hugsa. Börnin sem nú fá ekki þá þjónustu sem skólarnir eiga að veita eru fórnarlömb ergelsis forystu Sjálfstæðisflokksins yfir því að hafa misst meirihlutann í Reykjavík fyrir meira en tíu árum og mistekist tvisvar sinnum að ná honum aftur. Enn og aftur uppsafnaður vandi! Skipan Hæstaréttar er líka uppsafnaður vandi. Byltingarfólkið sem í honum situr hefur nú í tvígang skilað áliti sem þóknast valdhöfunum ekki, svo maður tali nú ekki um tvo eða þrjá dóma sem þeir hafa kveðið upp og landsfeðrunum hafa mislíkað. Nú bretta menn upp ermar til að losna undan þeim vanda. Þess vegna eru nú bara vinir og vandamenn skipaðir í þær mikilsverðu stöður. Enginn efast um að ráðherra hefur vald til að skipa hvern þann sem Hæstiréttur segir hæfan. Spurningin er hins vegar ekki hvort hann geti skipað hvern sem er heldur hvort hann eigi að skipa hvern sem er. Þegar slík staða kemur upp í umræðu reyna þeir sem telja sig eiga undir högg að sækja alltaf að stýra umræðunni í annan farveg. Eru reglurnar ekki vitlausar? Er ekki tóm vitleysa að hæstaréttardómarar hafi eitthvað um það að segja hverjir bætast í þeirra hóp? Góðborgarar af bestu sort tala um Hæstarétt eins og þar sitji einhverjir skussar sem sé litt treystandi til annars en að meta menn eftir því hvort þeir nenni að vera með þeim í kaffitímanum eða ekki. Lögmenn leggjast í stéttabaráttu og safna undirskriftum til að minna á sig. Ráðherrann móðgast við að honum sé ekki treyst til að taka hina einu réttu ákvörðun og endursendir bréfið óopnað. Sendandinn eyðir bréfinu. Er það þá svoleiðis að ekkert bréf hafi verið sent? Því hefur verið lýst yfir að það hafi þótt sjálfsögð kurteisi að umsækjandinn sæi bréfið sem skrifa átti undir, áður en það var sent. Var þá ekki líka sjálfsögð kurteisi að hann vissi hverjir skrifuðu undir, áður en bréfið var sent? Ég bara spyr, fávís konan. Því miður hefur ekkert af þessu komið manni á óvart, nema hugsanlega Barbabrellan með að endursenda bréfið og eyða því. Uppsafnaður vandi þjóðarinnar er augljóslega að valdhöfunum finnst meira viðeigandi að miðstjórn Sjálfstæðisflokksins mæli með mönnum í Hæstarétt en rétturinn sjálfur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Framsókn setti einn af þingmönnum sínum út af sakramentinu í síðustu viku. Vandinn við manninn var uppsafnaður sagði þingflokksformaðurinn og átti þá við þingmaðurinn hefur staðið á sannfæringu sinni oftar en einu sinni. Staðfestan hefur aðallega birst almenningi í tveimur málum annars vegar afstöðunni til innrásarinnar í Írak, þar sem hans staðfesta er önnur en ríkisstjórnarinnar og hins vegar í fjölmiðlamálinu. Það er nefnilega svoleiðis í stjórnarflokkunum að þingmenn eiga að hlýða flokksforystunni en ekki samvisku sinni eins og stendur í stjórnarskránni. Það kemur svo sem ekki óvart því á undanförnum mánuðum hefur komið í ljós að landsfeðrunum í ríkisstjórninni finnst stjórnarskráin almennt hið vitlausasta plagg og ekki þess virði að hlýða henni, og láta nú sumir þeirra að því liggja að hún sé uppsafnaður vandi. Kennaraverkfallið er líka uppsafnaður vandi að meira en einu leyti. Verkefni hafa verið flutt frá ríkinu til sveitarfélaga án þess að séð hafi verið til þess að þau hafi fjármuni til að sinna þeim á þann hátt sem íbúar sveitarfélaganna vilja. Skattastefna ríkisstjórnarinnar, sem fyrst og fremst felst í því að venjulegt fólk borgi skatta en ríkt fólk og fyrirtæki ekki (eins og fjárlagafrumvarpið er glöggt dæmi um), hefur líka orðið til þess að tekjustofnar sveitarfélaganna hafa rýrnað, og þar með möguleikar þeirra til að veita íbúunum þjónustu. Ofan á þetta bætist að kennarar munu hafa samið illilega af sér í síðustu kjarasamningum. Þeir vilja nú ná upp því sem þeir telja að haft hafi verið af þeim og kröfugerðin er í samræmi við það. Erfitt er að lá kennurum það, því auðvitað vilja þeir ekki dragast aftur úr okkur hinum í lífsgæðakapphlaupinu. Bleiupakkinn sem þeir munu fá í kjölfar skattalækkananna sem ríkisstjórnin boðar er ólíklegur til að breyta nokkru í því dæmi. En af hverju semur ríkið ekki við sveitarfélögin? Ég hef fyrir satt að það sé líka uppsafnaður vandi, sem lýsir sér í því að R-listinn hefur nú unnið kosningar í höfuðborginni í þrígang. Ekki er hægt að semja við sveitarfélög jafnvel þó þeim sé stjórnað af ríkisstjórninni þóknanlegum meirihluta nema að semja líka við höfuðborgina. Þá yrði auðveldara að veita íbúum höfuðborgarinnar þá þjónustu sem þeir vilja og auðvitað líka íbúum annarra sveitarfélaga og til þess má stjórnmálaflokkurinn sem ræður ríkiskassanum ekki hugsa. Börnin sem nú fá ekki þá þjónustu sem skólarnir eiga að veita eru fórnarlömb ergelsis forystu Sjálfstæðisflokksins yfir því að hafa misst meirihlutann í Reykjavík fyrir meira en tíu árum og mistekist tvisvar sinnum að ná honum aftur. Enn og aftur uppsafnaður vandi! Skipan Hæstaréttar er líka uppsafnaður vandi. Byltingarfólkið sem í honum situr hefur nú í tvígang skilað áliti sem þóknast valdhöfunum ekki, svo maður tali nú ekki um tvo eða þrjá dóma sem þeir hafa kveðið upp og landsfeðrunum hafa mislíkað. Nú bretta menn upp ermar til að losna undan þeim vanda. Þess vegna eru nú bara vinir og vandamenn skipaðir í þær mikilsverðu stöður. Enginn efast um að ráðherra hefur vald til að skipa hvern þann sem Hæstiréttur segir hæfan. Spurningin er hins vegar ekki hvort hann geti skipað hvern sem er heldur hvort hann eigi að skipa hvern sem er. Þegar slík staða kemur upp í umræðu reyna þeir sem telja sig eiga undir högg að sækja alltaf að stýra umræðunni í annan farveg. Eru reglurnar ekki vitlausar? Er ekki tóm vitleysa að hæstaréttardómarar hafi eitthvað um það að segja hverjir bætast í þeirra hóp? Góðborgarar af bestu sort tala um Hæstarétt eins og þar sitji einhverjir skussar sem sé litt treystandi til annars en að meta menn eftir því hvort þeir nenni að vera með þeim í kaffitímanum eða ekki. Lögmenn leggjast í stéttabaráttu og safna undirskriftum til að minna á sig. Ráðherrann móðgast við að honum sé ekki treyst til að taka hina einu réttu ákvörðun og endursendir bréfið óopnað. Sendandinn eyðir bréfinu. Er það þá svoleiðis að ekkert bréf hafi verið sent? Því hefur verið lýst yfir að það hafi þótt sjálfsögð kurteisi að umsækjandinn sæi bréfið sem skrifa átti undir, áður en það var sent. Var þá ekki líka sjálfsögð kurteisi að hann vissi hverjir skrifuðu undir, áður en bréfið var sent? Ég bara spyr, fávís konan. Því miður hefur ekkert af þessu komið manni á óvart, nema hugsanlega Barbabrellan með að endursenda bréfið og eyða því. Uppsafnaður vandi þjóðarinnar er augljóslega að valdhöfunum finnst meira viðeigandi að miðstjórn Sjálfstæðisflokksins mæli með mönnum í Hæstarétt en rétturinn sjálfur.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun