Tollheimtumenn og bersyndugir 3. október 2004 00:01 Fátæk lönd þurfa sum að reiða sig á tolla til að afla ríkinu tekna, svo að hægt sé að halda úti almannaþjónustu – skólum, sjúkrahúsum o.s.frv. Tollheimtan kemur til af því, að aðrar tekjuöflunarleiðir eru þar illfærar. Það er list að leggja á skatta og gjöld, svo að vel fari, og til þess þarf ýmsa innviði, sem þróunarlöndum hefur gengið misvel að byggja upp. Það þarf t.a.m. tölvukerfi til að halda utan um launagreiðslur, ef vel á að vera, og því er ekki að heilsa alls staðar í fátækralöndum, heldur eru mönnum iðulega greidd laun í krumpuðu reiðufé, og þá veltur á ýmsu um skattskil. Öðru máli gegnir um tollheimtu, því að verðir laganna þurfa hvort sem er að stöðva fólk og farma við landamæri víðast hvar, og þá þykir það hagkvæmt að nota tækifærið og leggja toll á innfluttan varning. Þannig stendur á mikilli hlutdeild tolla í tekjum ríkisins í mörgum þróunarlöndum. Enn í dag aflar Úganda helmings ríkistekna sinna með tollheimtu, Bangladess þriðjungs eins og Belgíska Kongó, sem heitir víst bara Kongó núna, Indland fjórðungs eins og Kongó hin og þannig áfram. Þó hafa flest þróunarlönd dregið mjög úr tollheimtu undangengin ár. Það stafar af því, að tollar eru óhagkvæm tekjuöflunarleið: þeir hamla millilandaviðskiptum og meina mönnum með því móti að njóta þess hags, sem hægt er að hafa af viðskiptum við aðrar þjóðir. Innilokun er aldrei til góðs. Fyrir 30 árum, merkisárið 1974, námu tekjur af tollum og aðflutningsgjöldum ennþá nálægt þriðjungi af heildartekjum íslenzka ríkisins. Það ár fóru tolltekjur danska ríkisins niður fyrir 1% af heildartekjum þess, og þær sukku síðan niður í ekki neitt 1991 og hafa engar verið æ síðan. (Danir eru að vísu tilneyddir áskrifendur að sameiginlegri tollastefnu Evrópusambandsins gagnvart öðrum löndum, en tollatekjur Sambandsins eru lítilræði.) Hér heima voru tolltekjur komnar niður í 10% af heildartekjum ríkisins 1991 og hafa síðan þokazt lengra niður á við og námu aðeins 0,7% af tekjum ríkisins í fyrra. Tollar eru sem sagt hættir að skipta ríkið nokkru umtalsverðu máli. Loksins. Og úr því að svo er, þá væri auðvitað eðlilegast að afnema án frekari tafar alla tolla og aðflutningsgjöld, sem eftir eru, og leggja þá niður tollstjóraembættið og aðrar tollaskrifstofur, og þá um leið yrðu einkafyrirtæki í flutningabransanum frjáls að því að leggja niður tollskjalagerðir sínar og þannig áfram. Við skulum tala tæpitungulaust: tollheimta ríkisins hefur um áratugaskeið verið plága á þúsundum Íslendinga. Allir kaupmenn þekkja vandann og margir viðskiptavinir þeirra og einnig t.a.m. allir þeir, sem kaupa sér bækur að utan. Það þarf að fylla út tollskýrslu í hvert sinn, sem bók er keypt til landsins. Og ef aðrir munir eru fluttir inn, þá þarf að skipa þeim í tollflokk, og eyðublöðin eru svo flókin, að það er ekki vinnandi vegur fyrir aðra en sérfræðinga að fylla þau út, og þá hafa sprottið upp tollskýrslugerðir, sem taka verkið að sér gegn ríflegri þóknun. Þessa fjárplógsstarfsemi alla væri hægt að uppræta með einu pennastriki, enda þótt vörugjöld og virðisaukaskattur séu innheimt af innfluttri vöru og þjónustu til jafns við innlenda framleiðslu. Innheimta þeirra myndi þó ekki kosta neina skriffinnsku, ef við gengjum inn í Evrópusambandið, því að þá væri jafnauðvelt að kaupa hollenzkar vörur og hafnfirzkar. Og þetta er samt ekki allt, því að í síðustu viku þurfti ég að standa í umfangsmiklum bréfaskiptum við búð á Ítalíu til að afla upprunavottorðs handa tollinum, enda þótt það stæði prentað skýrum stöfum á kassanum Product of Italy. Það væri fróðlegt að taka saman kostnaðinn, sem tollheimtumenn ríkisins hafa lagt á þjóðina undangengin ár – fyrir nú utan allar útistöðurnar og tollastríðin. Mér er til efs, að innheimtukostnaðurinn sé miklu minni en tolltekjurnar, sem þeir hafa skilað í ríkiskassann. Afnám allra tolla myndi því hafa tvo höfuðkosti. Það myndi stuðla frekar að viðskiptum við önnur lönd. Og það myndi einnig verða til þess, að tollheimtumenn, sem halda áfram að tefja og trufla Íslendinga í leik og starfi árið út og inn án þess að skila nokkrum umtalsverðum tekjum í ríkissjóð, myndu þá geta fengið sér þarfari verk að vinna. Bezt væri að afnema einnig vörugjöldin (þau námu 8% af tekjum ríkisins í fyrra), enda er ríkisstjórnin búin að lofa því að lækka skatta. Vörugjöld eru vondur skattur: þau mismuna framleiðendum, og þau eru dýr í innheimtu eins og tollar. Beini þessu hér með góðfúslega til fjármálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Þorvaldur Gylfason Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Fátæk lönd þurfa sum að reiða sig á tolla til að afla ríkinu tekna, svo að hægt sé að halda úti almannaþjónustu – skólum, sjúkrahúsum o.s.frv. Tollheimtan kemur til af því, að aðrar tekjuöflunarleiðir eru þar illfærar. Það er list að leggja á skatta og gjöld, svo að vel fari, og til þess þarf ýmsa innviði, sem þróunarlöndum hefur gengið misvel að byggja upp. Það þarf t.a.m. tölvukerfi til að halda utan um launagreiðslur, ef vel á að vera, og því er ekki að heilsa alls staðar í fátækralöndum, heldur eru mönnum iðulega greidd laun í krumpuðu reiðufé, og þá veltur á ýmsu um skattskil. Öðru máli gegnir um tollheimtu, því að verðir laganna þurfa hvort sem er að stöðva fólk og farma við landamæri víðast hvar, og þá þykir það hagkvæmt að nota tækifærið og leggja toll á innfluttan varning. Þannig stendur á mikilli hlutdeild tolla í tekjum ríkisins í mörgum þróunarlöndum. Enn í dag aflar Úganda helmings ríkistekna sinna með tollheimtu, Bangladess þriðjungs eins og Belgíska Kongó, sem heitir víst bara Kongó núna, Indland fjórðungs eins og Kongó hin og þannig áfram. Þó hafa flest þróunarlönd dregið mjög úr tollheimtu undangengin ár. Það stafar af því, að tollar eru óhagkvæm tekjuöflunarleið: þeir hamla millilandaviðskiptum og meina mönnum með því móti að njóta þess hags, sem hægt er að hafa af viðskiptum við aðrar þjóðir. Innilokun er aldrei til góðs. Fyrir 30 árum, merkisárið 1974, námu tekjur af tollum og aðflutningsgjöldum ennþá nálægt þriðjungi af heildartekjum íslenzka ríkisins. Það ár fóru tolltekjur danska ríkisins niður fyrir 1% af heildartekjum þess, og þær sukku síðan niður í ekki neitt 1991 og hafa engar verið æ síðan. (Danir eru að vísu tilneyddir áskrifendur að sameiginlegri tollastefnu Evrópusambandsins gagnvart öðrum löndum, en tollatekjur Sambandsins eru lítilræði.) Hér heima voru tolltekjur komnar niður í 10% af heildartekjum ríkisins 1991 og hafa síðan þokazt lengra niður á við og námu aðeins 0,7% af tekjum ríkisins í fyrra. Tollar eru sem sagt hættir að skipta ríkið nokkru umtalsverðu máli. Loksins. Og úr því að svo er, þá væri auðvitað eðlilegast að afnema án frekari tafar alla tolla og aðflutningsgjöld, sem eftir eru, og leggja þá niður tollstjóraembættið og aðrar tollaskrifstofur, og þá um leið yrðu einkafyrirtæki í flutningabransanum frjáls að því að leggja niður tollskjalagerðir sínar og þannig áfram. Við skulum tala tæpitungulaust: tollheimta ríkisins hefur um áratugaskeið verið plága á þúsundum Íslendinga. Allir kaupmenn þekkja vandann og margir viðskiptavinir þeirra og einnig t.a.m. allir þeir, sem kaupa sér bækur að utan. Það þarf að fylla út tollskýrslu í hvert sinn, sem bók er keypt til landsins. Og ef aðrir munir eru fluttir inn, þá þarf að skipa þeim í tollflokk, og eyðublöðin eru svo flókin, að það er ekki vinnandi vegur fyrir aðra en sérfræðinga að fylla þau út, og þá hafa sprottið upp tollskýrslugerðir, sem taka verkið að sér gegn ríflegri þóknun. Þessa fjárplógsstarfsemi alla væri hægt að uppræta með einu pennastriki, enda þótt vörugjöld og virðisaukaskattur séu innheimt af innfluttri vöru og þjónustu til jafns við innlenda framleiðslu. Innheimta þeirra myndi þó ekki kosta neina skriffinnsku, ef við gengjum inn í Evrópusambandið, því að þá væri jafnauðvelt að kaupa hollenzkar vörur og hafnfirzkar. Og þetta er samt ekki allt, því að í síðustu viku þurfti ég að standa í umfangsmiklum bréfaskiptum við búð á Ítalíu til að afla upprunavottorðs handa tollinum, enda þótt það stæði prentað skýrum stöfum á kassanum Product of Italy. Það væri fróðlegt að taka saman kostnaðinn, sem tollheimtumenn ríkisins hafa lagt á þjóðina undangengin ár – fyrir nú utan allar útistöðurnar og tollastríðin. Mér er til efs, að innheimtukostnaðurinn sé miklu minni en tolltekjurnar, sem þeir hafa skilað í ríkiskassann. Afnám allra tolla myndi því hafa tvo höfuðkosti. Það myndi stuðla frekar að viðskiptum við önnur lönd. Og það myndi einnig verða til þess, að tollheimtumenn, sem halda áfram að tefja og trufla Íslendinga í leik og starfi árið út og inn án þess að skila nokkrum umtalsverðum tekjum í ríkissjóð, myndu þá geta fengið sér þarfari verk að vinna. Bezt væri að afnema einnig vörugjöldin (þau námu 8% af tekjum ríkisins í fyrra), enda er ríkisstjórnin búin að lofa því að lækka skatta. Vörugjöld eru vondur skattur: þau mismuna framleiðendum, og þau eru dýr í innheimtu eins og tollar. Beini þessu hér með góðfúslega til fjármálaráðherra.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun