Menning

Í sífelldri endurnýjun

Ordabok.is er vefsvæði þar sem hægt er að fletta upp í ensk-íslenskri og íslensk-enskri orðabók. Nú er búið að fjölga uppflettiorðunum um 25.000 þannig að samtals eru þau 130.000 og orðabókin sú stærsta sinnar tegundar á Íslandi. Auðvelt og hraðvirkt er að fletta upp í rafrænum orðabókum og oft er það þægilegra en að fletta í hefðbundinni orðabók. Vefsvæðið ordabok.is hefur verið til í þrjú ár. Áskrifendum fjölgar jafnt og þétt en til að notast við vefsvæðið þarf einungis að kaupa áskrift. Tvenns konar áskrift er í boði. Annars vegar er hægt að fá ársáskrift fyrir 2.500 krónur og hins vegar hálfsársáskrift fyrir 1.500 krónur. Fyrirtæki og stofnanir geta einnig fengið sérstaka netkerfisáskrift sem ætluð er tilteknum fjölda starfsmanna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×