Úthverfafólkið kemur í bæinn Egill Helgason skrifar 18. september 2004 00:01 Vinkonu minni er afskaplega illa við menningarnótt. Hún býr í miðbænum og segir að úthverfafólkið, sem annars hirði ekkert um þennan borgarhluta, noti þennan dag til að koma niður í bæ og pissa utan í húsin. Hún var jafnvel að hugsa um að setja einhvers konar rafmagnsgirðingu utan um húsið hjá sér. Nú á að bjarga málunum með farandklósettum. Sjálfur hef ég misst af menningarnóttinni mörg ár í röð og sakna þess ekkert sérlega. Finnst vont að vera í manngrúa. Er líka hræddur um að mér, íbúa í miðborginni, fari að líða eins og einhvers konar gestgjafa ef ég hætti mér niður á Torg annað kvöld. Annars skilst mér að þeir í R-listanum hafi stolið þessu fyrirbæri frá Danmörku, fyrirheitna landi kvennalistakvennanna gömlu. Í Kaupmannahöfn hafa þeir "Kulturnat"; þá koma að staðaldri 100 þúsund manns niður í bæ í Köben, álíka margir og búist er við í litlu Reykjavík annað kvöld. Nema það sé komið enn lengra að? Í Berlín og Frankfurt er haldin "Lange Nacht der Museen", Safnanóttin langa. Söfn og menningarstofnanir standa þá upp á gátt langt fram eftir nóttu. En hvergi nema á Íslandi hefur þetta orðið allsherjar þjóðhátíð með fylleríi, flugeldum og svonefndri karnevalstemmingu. 17. júní er reyndar svo leiðinlegur að hann á sér ekki viðreisnar von. Allt skipulagt að ofan og sést ekki vín á nokkrum manni lengur. Ég skil hins vegar ekki þegar farið er að halda því fram að menningarnóttin sé fjölskylduhátið - það sýnist mér hún einmitt ekki vera. Sem er kannski allt í lagi. Fullorðna fólkið verður líka að eiga sinn tíma. Leigubílstjóri var í viðtali í DV og kallaði þetta vín-ómenningarnóttina. Stefán Jón Hafstein var í sjónvarpinu í kvöld og varaði fólk við að gleyma börnunum sínum niðri í bæ. Hafa verið brögð að því? Ég held líka að Halli Jóns, gamall vinur minn, hafi nokkuð til síns máls þegar hann segir á baksíðu Viðskiptablaðsins í dag að Íslendingar séu eins og sauðfé. --- --- --- Ég heyrði rödd sem mér fannst ég kannast við fyrir utan gluggann hjá mér í morgun. Einkennilega dimma en mjúka. Komandi úr stórum skrokki. Þurfti ekki einu sinni að líta út til að vita að þetta var leikarinn Forest Whitaker. Man síðast eftir honum í Ghost Dog eftir Jarmusch, svo auðvitað í The Crying Game og Bird. Síðan fór ég í bæinn og sá Lou Reed bíða eftir borði fyrir utan Vegamót. Enginn gerði sig líklegan til að finna sæti handa honum. Það er ágætt. Ég er alveg sammála Ögmundi Jónassyni sem skrifar í pistli á heimasíðu sinni að við eigum að láta fræga fólkið í friði. Víkurfréttir hafa á sínum snærum einhvern kjána sem hangir á Keflavíkurflugvelli og gerir frægu fólki fyrirsát. En stjörnur vilja ekki láta taka af sér myndir þegar þær stíga út úr flugvélum. Við erum reyndar fæst í okkar besta formi að afloknum flugferðum. En þegar fræga fólkið vill ekki láta mynda sig eða tala við fréttamenn úti á flugvelli er tuðað að það sé svo "stórt upp á sig". --- --- --- Héraðsdómur úrskurðar að siðanefnd uppi í Háskóla megi ekki fjalla um Halldórsbók Hannesar Hólmsteins. Mér sýnist þetta vera afskaplega eðlileg niðurstaða - enda fellir úrskurðinn mjög flinkur júristi sem nú er orðinn dómari í Héraðsdómi. Siðanefndin virðist byggja á mjög óljósum grunni - hvaða lögsögu hefur hún yfir starfsmönnum Háskólans? Hún verður til eftir að Hannes gefur út bók sína, sem orkar náttúrlega mjög tvímælis. Maður hefur líka á tilfinningunni að verið sé að prufukeyra málið fyrir nefndinni, svona til að athuga hvort það sé tækt fyrir dómstóla. Aðalatriðið er þó að opinber batterí eiga helst ekki að fjalla um bækur. Í þessu tilfelli sem öðrum er langbest að láta lesendur og tímann skera úr um - jafnvel þótt Hannes Hólmsteinn eigi í hlut. --- --- --- Nenni ég að skrifa um ráðherravandræði Framsóknarflokksins? Hef þegar verið í tveimur útvarpsþáttum að tjá mig um þetta. Á Rás 2 í gær og hjá Hallgrími á Sögu í dag. Verð að viðurkenna að ég er oft dálítið ráðþrota þegar Framsóknarflokkurinn er annars vegar. Allt virkar þetta sérdeilislega óklókt og til þess eins fallið að veikja enn flokkinn, formann hans og ríkisstjórnina. Ekki veit heldur á gott að boða aftur uppstökkun í ríkisstjórninni eftir eitt og hálft ár. Sama metorðasýkin heldur því áfram að grassera í þingflokknum, sama óvissan, sömu undirferlin. Svona breytingar hljóta að eiga að gerast leiftursnöggt, án þess að nokkur viti af þeim fyrirfram - og ganga svo yfir á nokkrum dögum. Þannig er til dæmis stokkað upp í ríkisstjórnum í Bretlandi - til að styrkja þær en ekki veikja. Annars er staða Árna Magnússonar skrítin í þessu sambandi. Hann er óneitanlega einhver óvæntasti ráðherra í seinni tíð. Það er líkt og tekin hafi verið um það meðvituð ákvörðun innan þröngrar klíku að byggja hann upp sem flokksformann - án þess að á hann hafi reynt neitt að ráði eða fyrir því sé sérstök stemming í flokknum. Á stuttum tíma hefur hann farið frá því að vera töskuberi í ráðuneyti yfir í að vera sérvalinn arftaki formannsins. Halldór hefur meira að segja haft hann með sér á fundi "innri" ríkisstjórnarinnar - þar sem mæta frá Sjálfstæðisflokknum Davíð og Geir. En Halldór gefur lítið upp sem fyrr, segir yfirleitt í viðtölum að allt sé í himnalagi þótt himinn og jörð nötri í kringum hann - því verður ekki mælt í mót að það er svolítill sovétstíll á honum Halldóri. En kannski er þetta bara góð aðferð - að feisa raunveruleikann ekki alltof mikið. Kannski hverfa vandamálin hvort sem er? Ef þeim er alvara með að láta Árna taka við flokknum hljóta þeir að reyna að gera hann að varaformanni á næsta flokksþingi. Þá gætu orðið alvöru átök. Ekki trúi ég að Guðni ætli að víkja - ég sé heldur ekki betur en að hann sé fulltrúi ákveðins meginstraums innan flokksins. Og á Siv ekki bara að láta sverfa til stáls, hún hlýtur að geta fylkt kvenþjóðinni um sig þó Dagný hyggi á aðra vist? Þetta gæti orðið einhvers konar Lýsiströtudæmi í Framsókn - kannski verður hægt að svelta Framsóknarkarla til undirgefni... --- --- --- Silfur Egils fer í loftið á Stöð 2 um miðjan september. Kannski í pínulítið breyttri mynd. Meira um það síðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun
Vinkonu minni er afskaplega illa við menningarnótt. Hún býr í miðbænum og segir að úthverfafólkið, sem annars hirði ekkert um þennan borgarhluta, noti þennan dag til að koma niður í bæ og pissa utan í húsin. Hún var jafnvel að hugsa um að setja einhvers konar rafmagnsgirðingu utan um húsið hjá sér. Nú á að bjarga málunum með farandklósettum. Sjálfur hef ég misst af menningarnóttinni mörg ár í röð og sakna þess ekkert sérlega. Finnst vont að vera í manngrúa. Er líka hræddur um að mér, íbúa í miðborginni, fari að líða eins og einhvers konar gestgjafa ef ég hætti mér niður á Torg annað kvöld. Annars skilst mér að þeir í R-listanum hafi stolið þessu fyrirbæri frá Danmörku, fyrirheitna landi kvennalistakvennanna gömlu. Í Kaupmannahöfn hafa þeir "Kulturnat"; þá koma að staðaldri 100 þúsund manns niður í bæ í Köben, álíka margir og búist er við í litlu Reykjavík annað kvöld. Nema það sé komið enn lengra að? Í Berlín og Frankfurt er haldin "Lange Nacht der Museen", Safnanóttin langa. Söfn og menningarstofnanir standa þá upp á gátt langt fram eftir nóttu. En hvergi nema á Íslandi hefur þetta orðið allsherjar þjóðhátíð með fylleríi, flugeldum og svonefndri karnevalstemmingu. 17. júní er reyndar svo leiðinlegur að hann á sér ekki viðreisnar von. Allt skipulagt að ofan og sést ekki vín á nokkrum manni lengur. Ég skil hins vegar ekki þegar farið er að halda því fram að menningarnóttin sé fjölskylduhátið - það sýnist mér hún einmitt ekki vera. Sem er kannski allt í lagi. Fullorðna fólkið verður líka að eiga sinn tíma. Leigubílstjóri var í viðtali í DV og kallaði þetta vín-ómenningarnóttina. Stefán Jón Hafstein var í sjónvarpinu í kvöld og varaði fólk við að gleyma börnunum sínum niðri í bæ. Hafa verið brögð að því? Ég held líka að Halli Jóns, gamall vinur minn, hafi nokkuð til síns máls þegar hann segir á baksíðu Viðskiptablaðsins í dag að Íslendingar séu eins og sauðfé. --- --- --- Ég heyrði rödd sem mér fannst ég kannast við fyrir utan gluggann hjá mér í morgun. Einkennilega dimma en mjúka. Komandi úr stórum skrokki. Þurfti ekki einu sinni að líta út til að vita að þetta var leikarinn Forest Whitaker. Man síðast eftir honum í Ghost Dog eftir Jarmusch, svo auðvitað í The Crying Game og Bird. Síðan fór ég í bæinn og sá Lou Reed bíða eftir borði fyrir utan Vegamót. Enginn gerði sig líklegan til að finna sæti handa honum. Það er ágætt. Ég er alveg sammála Ögmundi Jónassyni sem skrifar í pistli á heimasíðu sinni að við eigum að láta fræga fólkið í friði. Víkurfréttir hafa á sínum snærum einhvern kjána sem hangir á Keflavíkurflugvelli og gerir frægu fólki fyrirsát. En stjörnur vilja ekki láta taka af sér myndir þegar þær stíga út úr flugvélum. Við erum reyndar fæst í okkar besta formi að afloknum flugferðum. En þegar fræga fólkið vill ekki láta mynda sig eða tala við fréttamenn úti á flugvelli er tuðað að það sé svo "stórt upp á sig". --- --- --- Héraðsdómur úrskurðar að siðanefnd uppi í Háskóla megi ekki fjalla um Halldórsbók Hannesar Hólmsteins. Mér sýnist þetta vera afskaplega eðlileg niðurstaða - enda fellir úrskurðinn mjög flinkur júristi sem nú er orðinn dómari í Héraðsdómi. Siðanefndin virðist byggja á mjög óljósum grunni - hvaða lögsögu hefur hún yfir starfsmönnum Háskólans? Hún verður til eftir að Hannes gefur út bók sína, sem orkar náttúrlega mjög tvímælis. Maður hefur líka á tilfinningunni að verið sé að prufukeyra málið fyrir nefndinni, svona til að athuga hvort það sé tækt fyrir dómstóla. Aðalatriðið er þó að opinber batterí eiga helst ekki að fjalla um bækur. Í þessu tilfelli sem öðrum er langbest að láta lesendur og tímann skera úr um - jafnvel þótt Hannes Hólmsteinn eigi í hlut. --- --- --- Nenni ég að skrifa um ráðherravandræði Framsóknarflokksins? Hef þegar verið í tveimur útvarpsþáttum að tjá mig um þetta. Á Rás 2 í gær og hjá Hallgrími á Sögu í dag. Verð að viðurkenna að ég er oft dálítið ráðþrota þegar Framsóknarflokkurinn er annars vegar. Allt virkar þetta sérdeilislega óklókt og til þess eins fallið að veikja enn flokkinn, formann hans og ríkisstjórnina. Ekki veit heldur á gott að boða aftur uppstökkun í ríkisstjórninni eftir eitt og hálft ár. Sama metorðasýkin heldur því áfram að grassera í þingflokknum, sama óvissan, sömu undirferlin. Svona breytingar hljóta að eiga að gerast leiftursnöggt, án þess að nokkur viti af þeim fyrirfram - og ganga svo yfir á nokkrum dögum. Þannig er til dæmis stokkað upp í ríkisstjórnum í Bretlandi - til að styrkja þær en ekki veikja. Annars er staða Árna Magnússonar skrítin í þessu sambandi. Hann er óneitanlega einhver óvæntasti ráðherra í seinni tíð. Það er líkt og tekin hafi verið um það meðvituð ákvörðun innan þröngrar klíku að byggja hann upp sem flokksformann - án þess að á hann hafi reynt neitt að ráði eða fyrir því sé sérstök stemming í flokknum. Á stuttum tíma hefur hann farið frá því að vera töskuberi í ráðuneyti yfir í að vera sérvalinn arftaki formannsins. Halldór hefur meira að segja haft hann með sér á fundi "innri" ríkisstjórnarinnar - þar sem mæta frá Sjálfstæðisflokknum Davíð og Geir. En Halldór gefur lítið upp sem fyrr, segir yfirleitt í viðtölum að allt sé í himnalagi þótt himinn og jörð nötri í kringum hann - því verður ekki mælt í mót að það er svolítill sovétstíll á honum Halldóri. En kannski er þetta bara góð aðferð - að feisa raunveruleikann ekki alltof mikið. Kannski hverfa vandamálin hvort sem er? Ef þeim er alvara með að láta Árna taka við flokknum hljóta þeir að reyna að gera hann að varaformanni á næsta flokksþingi. Þá gætu orðið alvöru átök. Ekki trúi ég að Guðni ætli að víkja - ég sé heldur ekki betur en að hann sé fulltrúi ákveðins meginstraums innan flokksins. Og á Siv ekki bara að láta sverfa til stáls, hún hlýtur að geta fylkt kvenþjóðinni um sig þó Dagný hyggi á aðra vist? Þetta gæti orðið einhvers konar Lýsiströtudæmi í Framsókn - kannski verður hægt að svelta Framsóknarkarla til undirgefni... --- --- --- Silfur Egils fer í loftið á Stöð 2 um miðjan september. Kannski í pínulítið breyttri mynd. Meira um það síðar.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun