Af tíðindum í viðskiptaheiminum 7. september 2004 00:01 Ýmislegt hefur borið til tíðinda i viðskiptaheiminum undanfarna daga. Fyrst verður að nefna vextina. Allt í einu er hægt að lækka vexti til íbúðakaupa. Hver bankinn á fætur öðrum býður betur og Íbúðalánasjóður ríkisins fylgir í kjölfarið. Kaupþingsmenn skýrðu útspil sitt að ég held með því að þeir væru orðnir svo stórir, störfuðu á erlendum mörkuðum og þar fram eftir götunum og þess vegna gætu þeir boðið betri kjör. Þetta gerist eftir að við höfum búið við nánast okurvaxtakjör um árabil og maður getur auðvitað ekki gert neitt annað en fagnað. Það læðist að vísu að manni sú spurning af hverju þetta gerðist ekki fyrr; ekki hefur Íbúðalánasjóður t.d. keypt upp slíka sjóði í útlöndum. Þær fréttir hafa þá farið fram hjá mér. Ekki kemur þetta heldur úrskurði Eftirlitsstofnunar EFTA við, því hennar úrskurður um húsnæðislánastarfsemina var á þann veg að Íbúðalánasjóður mætti vera til. Nema úrskurðurinn hafi opnað augu bankamannanna fyrir því að ef þeir ætluðu inn á þennan markað, sem þeir segja vera þann öruggasta, þá yrðu þeir að keppa við þann sjóð. Þeir yrðu sem sagt að bjóða lægri vexti en hann og þess vegna hafi þeir látið til skarar skríða. Það er næg ástæða til að láta sér ekki detta í hug að loka Íbúðalánasjóðnum. Þrátt fyrir þetta eru vextir til íbúðalána enn hærri hér en í útlöndum svo ekki sé nú talað um aðra vexti. Ekki er þó ólíklegt að aðrir vextir lækki einnig eitthvað í kjölfarið, væntanlega þó ekki til jafns við það sem vextir eru í útlöndum, en litlu verður Vöggur feginn. Lyfjaheildsalar fundu líka fullt af "millum", einhver hundruð, svei mér þá, og verð á fjölda lyfja lækkaði um mánaðamótin. Einhver efasemdarmaðurinn spurði í samkvæmi sem ég var í hvar þessir peningar hefðu verið áður. Af hverju gerðist þetta ekki miklu fyrr? Sumir geta aldrei glaðst yfir því sem gott er, og spyrja asnalegra spurninga. Kannski hafði þetta eitthvað með það að gera að heilbrigðisráðherrann lagði fram tillögur í vor, sem hefðu leitt til meiri samkeppni á milli nýju lyfjanna og gömlu lyfjanna, sem almennt eru miklu ódýrari. Þær tillögur voru hins vegar dregnar til baka þegar allar milljónirnar fundust, og nú una allir glaðir við sitt nema þeir sem selja lyf í smásölu. En það eru viðskiptakeðjur sem reka smásöluna og við vitum úr Mogga að slíkt fólk ber að varast. Ríkisstjórnin hefur á stefnuskrá sinni að selja ríkisfyrirtækin. Sumir eins og t.d. læknar þurfa ekki einu sinni að kaupa þau, flytja bara í eigið húsnæði og fá áfram greitt af ríkinu. Síminn, sem ekki tókst að selja um árið, kannski vegna þess að allt var svo illa undirbúið, er enn til sölu ef marka má framsóknarmenn. Síminn virðist þó ekkert á þeim buxunum að láta selja sig, allavega stendur hann í stórfelldum fjárfestingum, búinn að kaupa enska boltann hvorki meira né minna. Nema að þetta nýja landnám ríkisins sé til að gera Símann seljanlegri. Einhverjum fannst hann samt sæmilega álitlegur eins og hann var. Einhverjir höfðu á orði að leiðir Skjás eins og Símans hefðu legið saman fyrr, mér fannst það svolítið skondin athugasemd. Sérstaklega í ljósi þess að fjárfestingin er svo óskiljanleg framvinda að þessi athugsemd var jafn vitræn og hver önnur, þó hún hafi ekkert með málið að gera. Forstjóra Símans finnst hins vegar ósmekklegt að draga ógæfu manna inn í umræðuna. Mér finnst það nú óþarfa viðkvæmni að kalla það að draga sér fé af opinberu fyrirtæki um árabil "ógæfu". En svona erum við mannfólkið misjafnlega innréttuð. Gamlir samherjar úr Heimdalli deila um frelsi í viðskiptalífinu, ekki furða þó ungir sjálfstæðismenn séu ruglaðir. Annar er formaður bankaráðs Landsbankans, og reyndi hér á árum áður að keppa við Eimskip, var þá úthrópaður; nú á hann Eimskip, gott hjá honum . Hinn hefur farið fyrir álitsgjöfum landsins í áratugi. Hann treystir ekki viðskiptafrelsinu meira en svo að hann vill setja því alveg ákveðnar skorður með lögum. Hann vill njörva niður hver má eiga hvað og hve mikið, óháð því hvort menn misnota markaðsvaldið eða ekki. Almennar reglur og eftirlit, heimildir ríkisvaldsins til að grípa inn í ef menn fara út af sporinu, duga honum ekki. Svona eins og við settum málfrelsinu þrengri skorður en þær sem settar eru með meiðyrðalöggjöfinni. Ég segi fyrir mig að ég verð oftast frekar hissa þegar ég borga í Bónus, á von á hærri reikningi, svoleiðis fara þeir feðgar með vald sitt á matvörumarkaðnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Ýmislegt hefur borið til tíðinda i viðskiptaheiminum undanfarna daga. Fyrst verður að nefna vextina. Allt í einu er hægt að lækka vexti til íbúðakaupa. Hver bankinn á fætur öðrum býður betur og Íbúðalánasjóður ríkisins fylgir í kjölfarið. Kaupþingsmenn skýrðu útspil sitt að ég held með því að þeir væru orðnir svo stórir, störfuðu á erlendum mörkuðum og þar fram eftir götunum og þess vegna gætu þeir boðið betri kjör. Þetta gerist eftir að við höfum búið við nánast okurvaxtakjör um árabil og maður getur auðvitað ekki gert neitt annað en fagnað. Það læðist að vísu að manni sú spurning af hverju þetta gerðist ekki fyrr; ekki hefur Íbúðalánasjóður t.d. keypt upp slíka sjóði í útlöndum. Þær fréttir hafa þá farið fram hjá mér. Ekki kemur þetta heldur úrskurði Eftirlitsstofnunar EFTA við, því hennar úrskurður um húsnæðislánastarfsemina var á þann veg að Íbúðalánasjóður mætti vera til. Nema úrskurðurinn hafi opnað augu bankamannanna fyrir því að ef þeir ætluðu inn á þennan markað, sem þeir segja vera þann öruggasta, þá yrðu þeir að keppa við þann sjóð. Þeir yrðu sem sagt að bjóða lægri vexti en hann og þess vegna hafi þeir látið til skarar skríða. Það er næg ástæða til að láta sér ekki detta í hug að loka Íbúðalánasjóðnum. Þrátt fyrir þetta eru vextir til íbúðalána enn hærri hér en í útlöndum svo ekki sé nú talað um aðra vexti. Ekki er þó ólíklegt að aðrir vextir lækki einnig eitthvað í kjölfarið, væntanlega þó ekki til jafns við það sem vextir eru í útlöndum, en litlu verður Vöggur feginn. Lyfjaheildsalar fundu líka fullt af "millum", einhver hundruð, svei mér þá, og verð á fjölda lyfja lækkaði um mánaðamótin. Einhver efasemdarmaðurinn spurði í samkvæmi sem ég var í hvar þessir peningar hefðu verið áður. Af hverju gerðist þetta ekki miklu fyrr? Sumir geta aldrei glaðst yfir því sem gott er, og spyrja asnalegra spurninga. Kannski hafði þetta eitthvað með það að gera að heilbrigðisráðherrann lagði fram tillögur í vor, sem hefðu leitt til meiri samkeppni á milli nýju lyfjanna og gömlu lyfjanna, sem almennt eru miklu ódýrari. Þær tillögur voru hins vegar dregnar til baka þegar allar milljónirnar fundust, og nú una allir glaðir við sitt nema þeir sem selja lyf í smásölu. En það eru viðskiptakeðjur sem reka smásöluna og við vitum úr Mogga að slíkt fólk ber að varast. Ríkisstjórnin hefur á stefnuskrá sinni að selja ríkisfyrirtækin. Sumir eins og t.d. læknar þurfa ekki einu sinni að kaupa þau, flytja bara í eigið húsnæði og fá áfram greitt af ríkinu. Síminn, sem ekki tókst að selja um árið, kannski vegna þess að allt var svo illa undirbúið, er enn til sölu ef marka má framsóknarmenn. Síminn virðist þó ekkert á þeim buxunum að láta selja sig, allavega stendur hann í stórfelldum fjárfestingum, búinn að kaupa enska boltann hvorki meira né minna. Nema að þetta nýja landnám ríkisins sé til að gera Símann seljanlegri. Einhverjum fannst hann samt sæmilega álitlegur eins og hann var. Einhverjir höfðu á orði að leiðir Skjás eins og Símans hefðu legið saman fyrr, mér fannst það svolítið skondin athugasemd. Sérstaklega í ljósi þess að fjárfestingin er svo óskiljanleg framvinda að þessi athugsemd var jafn vitræn og hver önnur, þó hún hafi ekkert með málið að gera. Forstjóra Símans finnst hins vegar ósmekklegt að draga ógæfu manna inn í umræðuna. Mér finnst það nú óþarfa viðkvæmni að kalla það að draga sér fé af opinberu fyrirtæki um árabil "ógæfu". En svona erum við mannfólkið misjafnlega innréttuð. Gamlir samherjar úr Heimdalli deila um frelsi í viðskiptalífinu, ekki furða þó ungir sjálfstæðismenn séu ruglaðir. Annar er formaður bankaráðs Landsbankans, og reyndi hér á árum áður að keppa við Eimskip, var þá úthrópaður; nú á hann Eimskip, gott hjá honum . Hinn hefur farið fyrir álitsgjöfum landsins í áratugi. Hann treystir ekki viðskiptafrelsinu meira en svo að hann vill setja því alveg ákveðnar skorður með lögum. Hann vill njörva niður hver má eiga hvað og hve mikið, óháð því hvort menn misnota markaðsvaldið eða ekki. Almennar reglur og eftirlit, heimildir ríkisvaldsins til að grípa inn í ef menn fara út af sporinu, duga honum ekki. Svona eins og við settum málfrelsinu þrengri skorður en þær sem settar eru með meiðyrðalöggjöfinni. Ég segi fyrir mig að ég verð oftast frekar hissa þegar ég borga í Bónus, á von á hærri reikningi, svoleiðis fara þeir feðgar með vald sitt á matvörumarkaðnum.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun