Frumstæð hugsun 18. ágúst 2004 00:01 Í hverfinu mínu í Berlín eru lítil skilti fest við ljósastaura. Á þau eru letraðar stuttar lagagreinar og opinberar tilkynningar; allt er þetta dagsett og frá árunum 1933 til 1942. Á þeim árum var þetta hverfi efnaðra og menntaðra gyðinga sem voru áberandi í menningarlífi og atvinnulífi borgarinnar. Stutt frá húsinu mínu er lítill, látlaus minningarsteinn í grænum garði og á honum stendur að í horfnu húsi á þessari lóð hafi Albert Einstein búið í fimmtán ár, frá 1918 til 1933. Skiltunum á ljósastaurunum er raðað af handahófi en lesi maður þau í tímaröð má sjá hvernig sífellt þrengdi að gyðingum í hverfinu eftir að þjóðernishyggjan hafði orðið ofaná í þýskum stjórnmálum. Fyrst var þeim bannað að vinna við blaðamennsku, lækningar, dómarastörf og fleira. Svo var þeim bannað að kaupa blöð og eiga útvarpstæki og ritvélar. Næst var börnum þeirra bannað með lögum að leika sér við börn af arískum uppruna og bannað að vera saman í hópum. Svo varð brjálæðið og hatrið allsráðandi. Gyðingum er bannað að syngja í kórum, segir eitt skiltið, að eiga gæludýr, segir annað; gyðingar mega ekki versla í búðum, nota strætisvagna og eiga raftæki segja enn önnur skilti. Frá miðjum vetri er að finna tilskipan um að gyðingar skuli afhenda loðfeldi sínar og ullarflíkur. Að lokum, í algleymi stríðs og sturlunar, var fólk dregið út úr húsum sínum, þar á meðal, að því mér er sagt, úr öllum húsum í minni götu, og sent í dauðann í Auschwitz, Treblinka eða Buchenwald. Ég hélt að þessi skilti myndu venjast en nú hef ég búið hér í eitt ár og veit að þau venjast ekki. Sextíu árum eftir hrun þriðja ríkisins er tæplega hægt að horfa á sjónvarp í Þýskalandi í heila kvöldstund án þess að verða var við áminningar um óhugnað kynþáttahyggju nasista eða stríðsins sem þeir hófu. Þjóðverjar hafa gert upp sögu sína með öðrum hætti en nokkur önnur þjóð. Fyrir nokkrum árum var ég á gangi í München og lenti þar alveg óvart inná fjölmennum útifundi. Síendurtekið slagorð ræðumannsins var þetta: Aldrei aftur sterkt Þýskaland. Svona fundur hefði hvergi í heiminum getað átt sér stað nema í Þýskalandi. Þjóðverjar eiga líka dekkri sögu en aðrir, segja margir, og víst er nokkuð til í því. En hafa nýlenduveldin horfst í augu við fjöldamorð, þjóðarmorð, þrælkun og annan óhugnað sem kostaði tugi milljóna manna lífið og litaði líf stórs hluta mannkyns allt fram til þess tíma að nasistar frömdu sína glæpi? Var ekki rótin að þessum glæpum sú sama? Sú fátæklega og frumstæða hugsun að ein þjóð sé merkilegri en önnur og að verðmæti lífsins ráðist af hörundsliti þess sem það á? Sjáum við ekki þessa hugsun í stríðum samtímans? Í dag fór ég að hugsa um þýðingu þessara skilta fyrir þá ungu sem muna svo stutt að heimsstyrjöldin og helförin virðast grá forneskja. Tæplega þriggja ára gömul dóttir mín veitti því athygli í fyrsta sinn á ævinni að fólk er ekki allt eins á litinn. Hún á vini úr ýmsum heimshornum og bjó sjálf í Asíu fyrstu tvö ár ævinnar en hún hefur aldrei tekið eftir því að fólk er ekki eins á litinn. Það var heitt í veðri og ungur maður ættaður frá Afríku gekk fáklæddur í sólinni. Dóttir mín sagði að maðurinn væri allur svartur og þetta væri mjög flott. Hún hélt líklega að þetta væri sumartískan í ár. Meginröksemd Hitlers var sú að Þjóðverjar væru sterk þjóð og hrein þjóð og að ríki þeirra ætti að endurspegla þessa staðreynd. Heimskulegri hugsun er varla hægt að ímynda sér en hún var vinsæl. Hitler komst til valda með lýðræðislegum hætti. Þetta var ekki brjálæði eins manns, heldur stemming heillar þjóðar. Það er alls staðar stutt í svona stemmingu. Menn tala ekki lengur um hreinræktaðar þjóðir, það er of heimskulegt til að fara vel á prenti, og menn ræða ekki um að drepa aðrar þjóðir. En það er alls staðar stutt í þá tilfinningu að viðkomandi þjóð sé merkilegri en aðrar og að líf manna af einni þjóð sé verðmætara en líf manna sem eru öðru vísi á litinn. Það er þess vegna sem skiltin í hverfinu mínu eru eins óhugnanleg og þegar ég sá þau fyrst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Jón Ormur Halldórsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Í hverfinu mínu í Berlín eru lítil skilti fest við ljósastaura. Á þau eru letraðar stuttar lagagreinar og opinberar tilkynningar; allt er þetta dagsett og frá árunum 1933 til 1942. Á þeim árum var þetta hverfi efnaðra og menntaðra gyðinga sem voru áberandi í menningarlífi og atvinnulífi borgarinnar. Stutt frá húsinu mínu er lítill, látlaus minningarsteinn í grænum garði og á honum stendur að í horfnu húsi á þessari lóð hafi Albert Einstein búið í fimmtán ár, frá 1918 til 1933. Skiltunum á ljósastaurunum er raðað af handahófi en lesi maður þau í tímaröð má sjá hvernig sífellt þrengdi að gyðingum í hverfinu eftir að þjóðernishyggjan hafði orðið ofaná í þýskum stjórnmálum. Fyrst var þeim bannað að vinna við blaðamennsku, lækningar, dómarastörf og fleira. Svo var þeim bannað að kaupa blöð og eiga útvarpstæki og ritvélar. Næst var börnum þeirra bannað með lögum að leika sér við börn af arískum uppruna og bannað að vera saman í hópum. Svo varð brjálæðið og hatrið allsráðandi. Gyðingum er bannað að syngja í kórum, segir eitt skiltið, að eiga gæludýr, segir annað; gyðingar mega ekki versla í búðum, nota strætisvagna og eiga raftæki segja enn önnur skilti. Frá miðjum vetri er að finna tilskipan um að gyðingar skuli afhenda loðfeldi sínar og ullarflíkur. Að lokum, í algleymi stríðs og sturlunar, var fólk dregið út úr húsum sínum, þar á meðal, að því mér er sagt, úr öllum húsum í minni götu, og sent í dauðann í Auschwitz, Treblinka eða Buchenwald. Ég hélt að þessi skilti myndu venjast en nú hef ég búið hér í eitt ár og veit að þau venjast ekki. Sextíu árum eftir hrun þriðja ríkisins er tæplega hægt að horfa á sjónvarp í Þýskalandi í heila kvöldstund án þess að verða var við áminningar um óhugnað kynþáttahyggju nasista eða stríðsins sem þeir hófu. Þjóðverjar hafa gert upp sögu sína með öðrum hætti en nokkur önnur þjóð. Fyrir nokkrum árum var ég á gangi í München og lenti þar alveg óvart inná fjölmennum útifundi. Síendurtekið slagorð ræðumannsins var þetta: Aldrei aftur sterkt Þýskaland. Svona fundur hefði hvergi í heiminum getað átt sér stað nema í Þýskalandi. Þjóðverjar eiga líka dekkri sögu en aðrir, segja margir, og víst er nokkuð til í því. En hafa nýlenduveldin horfst í augu við fjöldamorð, þjóðarmorð, þrælkun og annan óhugnað sem kostaði tugi milljóna manna lífið og litaði líf stórs hluta mannkyns allt fram til þess tíma að nasistar frömdu sína glæpi? Var ekki rótin að þessum glæpum sú sama? Sú fátæklega og frumstæða hugsun að ein þjóð sé merkilegri en önnur og að verðmæti lífsins ráðist af hörundsliti þess sem það á? Sjáum við ekki þessa hugsun í stríðum samtímans? Í dag fór ég að hugsa um þýðingu þessara skilta fyrir þá ungu sem muna svo stutt að heimsstyrjöldin og helförin virðast grá forneskja. Tæplega þriggja ára gömul dóttir mín veitti því athygli í fyrsta sinn á ævinni að fólk er ekki allt eins á litinn. Hún á vini úr ýmsum heimshornum og bjó sjálf í Asíu fyrstu tvö ár ævinnar en hún hefur aldrei tekið eftir því að fólk er ekki eins á litinn. Það var heitt í veðri og ungur maður ættaður frá Afríku gekk fáklæddur í sólinni. Dóttir mín sagði að maðurinn væri allur svartur og þetta væri mjög flott. Hún hélt líklega að þetta væri sumartískan í ár. Meginröksemd Hitlers var sú að Þjóðverjar væru sterk þjóð og hrein þjóð og að ríki þeirra ætti að endurspegla þessa staðreynd. Heimskulegri hugsun er varla hægt að ímynda sér en hún var vinsæl. Hitler komst til valda með lýðræðislegum hætti. Þetta var ekki brjálæði eins manns, heldur stemming heillar þjóðar. Það er alls staðar stutt í svona stemmingu. Menn tala ekki lengur um hreinræktaðar þjóðir, það er of heimskulegt til að fara vel á prenti, og menn ræða ekki um að drepa aðrar þjóðir. En það er alls staðar stutt í þá tilfinningu að viðkomandi þjóð sé merkilegri en aðrar og að líf manna af einni þjóð sé verðmætara en líf manna sem eru öðru vísi á litinn. Það er þess vegna sem skiltin í hverfinu mínu eru eins óhugnanleg og þegar ég sá þau fyrst.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun