Lýðræði, samráð og ríkismenning 15. ágúst 2004 00:01 Í byrjun næsta árs verða húsbóndaskipti í Þjóðleikhúsinu. Lýkur þá löngum stjórnarferli núverandi þjóðleikhússtjóra. Fyrir ekki löngu síðan var um þetta rætt í einhverjum fjölmiðlanna og komist svo að orði að þarna væri um að ræða mestu valdastöðuna í íslensku menningarlífi. Ekki kom nákvæmlega fram í hverju völdin væru fólgin en helst var að skilja að þjóðleikhússtjóri gæti ráðið úrslitum um frægð og frama leikhússfólks í landinu, og þá væntanlega líka fjárhagslegri velgengni, með því að hafa mest um það að segja hvernig verkefnum er úthlutað hverju sinni. Einnig, en þó minna, var rætt um áhrif þjóðleikhússtjóra á val sýningarefnis og sýningarstefnu Þjóðleikhússins yfir höfuð. Að svo miklu leyti sem slík völd eru í höndum hans, og gegni sami maður embættinu um langt árabil, blasir við að mikil ábyrgð er lögð á herðar eins manns og ráðgjafa hans. Að vísu er ég ekki sannfærður um að það sé rétt að þjóðleikhússtjóri hverju sinni sé mesti áhrifa- og valdamaður íslensks menningarlífs. Menningarstarfsemin er langtum fjölbreyttari en svo að hún sé bundin við Þjóðleikhúsið. Og aldrei hef ég haft þá tilfinningu að leikhúsið sé með neinum hætti stjórnandi í mótun smekks og skoðana almennings, ekki einu sinni á sviði leiklistar. Það hefur sín áhrif en þau eru áreiðanlega ekki yfirþyrmandii í þjóðfélaginu. Þjóðleikhússtjóri er ekki bara menningarviti heldur einnig ríkisforstjóri, valinn af ráðherra. Ætlast er til að hann hafi menntun og þekkingu á sviði leiklistar en við val í starfið - eða embættið eins og mönnum er tamara að segja því þetta er líka eftirsótt brauð - er ekki á neinn hátt tekið mið af hugmyndum sem umsækjendur kunna að hafa um leikhúsið og leiklistina. Að minnsta er ekki spurt nú frekar en áður um slíkt í auglýsingu menntamálaráðuneytisins. Að óbreyttu fer því forgörðum tækifæri til að efna til opinnar og breiðrar umræðu um leikhúsið, hlutverk þess og starfshætti, en það hefði verið hægt að gera í tengslum við viðameira umsóknarferli þar sem umsækjendur hefðu verið beðnir um að gera grein fyrir sýn sinni á framtíð og verkefni ríkisrekins leikhúss í upphafi nýrrar aldar. Haft var eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra í blaðaviðtali fyrir nokkrum vikum að hún mundi ekki láta "kynjasjónarmið" ráða ferð við val leikhússtjórans heldur yrði "hæfileikaríkasti einstaklingurinn valinn". Og hún ætlaði ekki að liggja of lengi yfir umsóknunum sem eiga að vera komnar eftir hálfan mánuð. "Ég stefni að því að vera búin að klára þetta 1. október," sagði hún. Þorgerður Katrín ætlar með öðrum orðum að fara hina hefðbundnu ráðherraleið við val þjóðleikhússtjóra. Til þess hefur hún fullan rétt en óneitanlega hefði verið meira spennandi - og meira í anda nútímasjónarmiða um lýðræði og samráð - ef hún hefði notað tækifærið til að opna umræðu um Þjóðleikhúsið. Kannski finnur hún einhverja aðra leið til þess? Önnur menningarstofnun, ekki síður merkileg en Þjóðleikhúsið, verður í sviðsljósinu sama dag og frestur rennur út til að sækja um Þjóðleikhúsið. Þá verður Þjóðminjasafnið opnað í endurbyggðu safnhúsi þar sem sýningargripum hefur verið raðað upp á nýtt með nútímatækni og framsetningu að leiðarljósi. Þegar tilkynnt var um opnun safnsins í vor komst þjóðminjavörður svo að orði að hinum nýju sýningum væri ætlað "að styrkja söguvitund og sjálfsmynd Íslendinga, en ekki síst víðsýni almennt þar að lútandi og vekja áhuga og forvitni innlendra og erlendra ferðamanna á menningararfi þjóðarinnar frá landnámi til vorra daga". Spennandi verður að sjá hvernig til hefur tekist. Ég veit að fjölmargir hæfileikamenn hafa þar lagt hönd á plóginn. Ekki hef ég minnstu efasemdir um að tækni og umbúnaður verður glæsilegur og ég treysti því líka að sú lýsing og túlkun Íslandssögunnar sem við munum kynnast á hinni nýju grunnsýningu safnsins verði áhugaverð og vekjandi. En eins og í dæmi Þjóðleikhússins má velta því fyrir sér hvort ekki hefði verið ástæða til að vinna þetta mikla verk, sem tekið hefur meira en áratug, meira fyrir opnum tjöldum en gert hefur verið. Gefa almenningi og sérfræðingum ótengdum safninu tækifæri til að hafa áhrif á gang mála. Spyrja hvað fólki finnst. Þjóðminjasafnið er jú rekið fyrir almannafé. Þjóðleikhúsið er líka opinber stofnun sem nýtur ríflegra styrkja sem sóttir eru í skattfé almennings. Höfundur þessarar greinar hefur sjálfur margsinnis staðið í þeim sporum að skipuleggja sögusýningar og menningarkynningar á vegum opinberra stofnana þar á meðal Þjóðminjasafnsins. Og það var til dæmis mín ákvörðun á sínum tíma að tileinka Jóni Sigurðssyn forseta og Hannesi Hafstein ráðherra viðhafnarstofur í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu. Ég viðurkenni fúslega að þar var unnið á gamaldags hátt - þótt ég sé í sjálfu sér ekki óánægður með niðurstöðuna. Eftir á að hyggja fóru forgörðum tækifæri til að virkja hugmyndaauðgi og sköpunarkraft fleira fólks. Kannski er rótin að þessum vinnubrögðum, sem eru í senn ólýðræðisleg og óskynsamleg, einhver ómeðvituð hugmyndafræði ríkismenningar og úrvalshyggju sem byggir á þeirri forneskju að vald og vit eigi að koma að ofan. Og sé það rétt, þá er sú skoðun ansi útbreidd, því ég veit satt að segja um fáar opinberar menningar- og listastofnanir sem treyst hafa sér að opna dyr sínar almenningi með þeim hætti sem hér er stungið upp á. Það er mikið rætt um aukið lýðræði og valddreifingu á vettvangi stjórnmálanna. Er ekki tími til kominn að opna þá umræðu einnig í heimi menningar og lista? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Magnússon Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Í byrjun næsta árs verða húsbóndaskipti í Þjóðleikhúsinu. Lýkur þá löngum stjórnarferli núverandi þjóðleikhússtjóra. Fyrir ekki löngu síðan var um þetta rætt í einhverjum fjölmiðlanna og komist svo að orði að þarna væri um að ræða mestu valdastöðuna í íslensku menningarlífi. Ekki kom nákvæmlega fram í hverju völdin væru fólgin en helst var að skilja að þjóðleikhússtjóri gæti ráðið úrslitum um frægð og frama leikhússfólks í landinu, og þá væntanlega líka fjárhagslegri velgengni, með því að hafa mest um það að segja hvernig verkefnum er úthlutað hverju sinni. Einnig, en þó minna, var rætt um áhrif þjóðleikhússtjóra á val sýningarefnis og sýningarstefnu Þjóðleikhússins yfir höfuð. Að svo miklu leyti sem slík völd eru í höndum hans, og gegni sami maður embættinu um langt árabil, blasir við að mikil ábyrgð er lögð á herðar eins manns og ráðgjafa hans. Að vísu er ég ekki sannfærður um að það sé rétt að þjóðleikhússtjóri hverju sinni sé mesti áhrifa- og valdamaður íslensks menningarlífs. Menningarstarfsemin er langtum fjölbreyttari en svo að hún sé bundin við Þjóðleikhúsið. Og aldrei hef ég haft þá tilfinningu að leikhúsið sé með neinum hætti stjórnandi í mótun smekks og skoðana almennings, ekki einu sinni á sviði leiklistar. Það hefur sín áhrif en þau eru áreiðanlega ekki yfirþyrmandii í þjóðfélaginu. Þjóðleikhússtjóri er ekki bara menningarviti heldur einnig ríkisforstjóri, valinn af ráðherra. Ætlast er til að hann hafi menntun og þekkingu á sviði leiklistar en við val í starfið - eða embættið eins og mönnum er tamara að segja því þetta er líka eftirsótt brauð - er ekki á neinn hátt tekið mið af hugmyndum sem umsækjendur kunna að hafa um leikhúsið og leiklistina. Að minnsta er ekki spurt nú frekar en áður um slíkt í auglýsingu menntamálaráðuneytisins. Að óbreyttu fer því forgörðum tækifæri til að efna til opinnar og breiðrar umræðu um leikhúsið, hlutverk þess og starfshætti, en það hefði verið hægt að gera í tengslum við viðameira umsóknarferli þar sem umsækjendur hefðu verið beðnir um að gera grein fyrir sýn sinni á framtíð og verkefni ríkisrekins leikhúss í upphafi nýrrar aldar. Haft var eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra í blaðaviðtali fyrir nokkrum vikum að hún mundi ekki láta "kynjasjónarmið" ráða ferð við val leikhússtjórans heldur yrði "hæfileikaríkasti einstaklingurinn valinn". Og hún ætlaði ekki að liggja of lengi yfir umsóknunum sem eiga að vera komnar eftir hálfan mánuð. "Ég stefni að því að vera búin að klára þetta 1. október," sagði hún. Þorgerður Katrín ætlar með öðrum orðum að fara hina hefðbundnu ráðherraleið við val þjóðleikhússtjóra. Til þess hefur hún fullan rétt en óneitanlega hefði verið meira spennandi - og meira í anda nútímasjónarmiða um lýðræði og samráð - ef hún hefði notað tækifærið til að opna umræðu um Þjóðleikhúsið. Kannski finnur hún einhverja aðra leið til þess? Önnur menningarstofnun, ekki síður merkileg en Þjóðleikhúsið, verður í sviðsljósinu sama dag og frestur rennur út til að sækja um Þjóðleikhúsið. Þá verður Þjóðminjasafnið opnað í endurbyggðu safnhúsi þar sem sýningargripum hefur verið raðað upp á nýtt með nútímatækni og framsetningu að leiðarljósi. Þegar tilkynnt var um opnun safnsins í vor komst þjóðminjavörður svo að orði að hinum nýju sýningum væri ætlað "að styrkja söguvitund og sjálfsmynd Íslendinga, en ekki síst víðsýni almennt þar að lútandi og vekja áhuga og forvitni innlendra og erlendra ferðamanna á menningararfi þjóðarinnar frá landnámi til vorra daga". Spennandi verður að sjá hvernig til hefur tekist. Ég veit að fjölmargir hæfileikamenn hafa þar lagt hönd á plóginn. Ekki hef ég minnstu efasemdir um að tækni og umbúnaður verður glæsilegur og ég treysti því líka að sú lýsing og túlkun Íslandssögunnar sem við munum kynnast á hinni nýju grunnsýningu safnsins verði áhugaverð og vekjandi. En eins og í dæmi Þjóðleikhússins má velta því fyrir sér hvort ekki hefði verið ástæða til að vinna þetta mikla verk, sem tekið hefur meira en áratug, meira fyrir opnum tjöldum en gert hefur verið. Gefa almenningi og sérfræðingum ótengdum safninu tækifæri til að hafa áhrif á gang mála. Spyrja hvað fólki finnst. Þjóðminjasafnið er jú rekið fyrir almannafé. Þjóðleikhúsið er líka opinber stofnun sem nýtur ríflegra styrkja sem sóttir eru í skattfé almennings. Höfundur þessarar greinar hefur sjálfur margsinnis staðið í þeim sporum að skipuleggja sögusýningar og menningarkynningar á vegum opinberra stofnana þar á meðal Þjóðminjasafnsins. Og það var til dæmis mín ákvörðun á sínum tíma að tileinka Jóni Sigurðssyn forseta og Hannesi Hafstein ráðherra viðhafnarstofur í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu. Ég viðurkenni fúslega að þar var unnið á gamaldags hátt - þótt ég sé í sjálfu sér ekki óánægður með niðurstöðuna. Eftir á að hyggja fóru forgörðum tækifæri til að virkja hugmyndaauðgi og sköpunarkraft fleira fólks. Kannski er rótin að þessum vinnubrögðum, sem eru í senn ólýðræðisleg og óskynsamleg, einhver ómeðvituð hugmyndafræði ríkismenningar og úrvalshyggju sem byggir á þeirri forneskju að vald og vit eigi að koma að ofan. Og sé það rétt, þá er sú skoðun ansi útbreidd, því ég veit satt að segja um fáar opinberar menningar- og listastofnanir sem treyst hafa sér að opna dyr sínar almenningi með þeim hætti sem hér er stungið upp á. Það er mikið rætt um aukið lýðræði og valddreifingu á vettvangi stjórnmálanna. Er ekki tími til kominn að opna þá umræðu einnig í heimi menningar og lista?
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun