Lumar á ýmsu í fataskápnum 11. ágúst 2004 00:01 "Ég luma nú á ýmsu í fataskápnum. Ég á hlébarðabuxur, sebrabuxur og latexbuxur, netaboli, Hawaiskyrtur og kúrekaskyrtur og fullt af jakkafötum svo eitthvað sé nefnt. Mér þykir mjög vænt um fötin mín," segir tónlistarmaðurinn Ceres4. "Mér er einstaklega annt um dýr í útrýmingarhættu og ég klæðist þessum fötum við sérstök tilefni," segir Ceres en hann verslar yfirleitt þessi "öðruvísi" föt erlendis. "Litir í íslenskum verslunum eru frekar staðlaðir og jarðbundnir og svo eru föt líka ódýrari úti í löndum." Aðspurður um hvaða flíkum hann gæti alls ekki lifað án þá stendur ekki á svari. "Leðurdressin mín eru í miklu uppáhaldi. Þau samanstanda af jakka og buxum. Svo á ég kúrekastígvél og nærbuxur í stíl við annað dressið sem ég keypti í Hamborg fyrir tveimur árum. Annað dressið er svart en hitt er brúnt. En ég ætla ekki að segja þér hvort dressið gengur við nærbuxurnar. Síðan þykir mér gríðarlega vænt um kúrekahattinn minn sem ég keypti í Cuxhafen í Þýskalandi og passar við bæði dressin. Leður er algjörlega það besta að vera í og klæðir af manni bæði hita og kulda. Reyndar getur maður svitnað frekar mikið í dressinu ef ég er að dansa eða djöflast á sviði en það er bara sexí. Leður gefur mér líka aukið vald og á ég auðveldara með að stjórna fólki í kringum mig ef ég klæðist leðri. Ég tala nú ekki um ef ég er líka með yfirvaraskegg. Þessi taktík er til að mynda mikið notuðu í löggæslu og hernaði. George Bush og John Kerry fara meira að segja báðir stundum í leðurjakka þessa dagana þegar þeir vilja láta taka sig alvarlega." "Ég held að strákum finnist leður meira sexý en stelpum. Ég held að þær tengi þetta of mikið við hommakúltúr. Þegar ég var í Hamborg um daginn að spóka mig um í leðrinu lenti ég í því að það voru alltaf einhverjir gæjar að koma til mín og gefa mér boðsmiða á mjög spennandi leðurklúbba. En þessir klúbbar voru einungis fyrir menn. Fyrir vikið fæ ég kannski á mig hommastimpil en hvað með það. Fólk má halda það sem það vill og eiga sitt ímyndunarafl í friði," segir Ceres4 leðurdýrkandi. Ceres er mikill Presley maður og neitar því ekki að hann sé ef til vill leðurfyrirmyndin sín. "Presley er óumdeilanlega konungurinn og átti einmitt mjög flott "come back" árið 1968 þar sem hann kom fram í ósplittuðu leðurdressi. Það getur enginn neitað því að Presley hafi verið flottur á leðurárunum sínum. Leður er bara töff og karlmannlegt - því verður ekki neitað. Allir töffarar mannkynssögunnar sem eitthvað er varið í hafa á einhverjum tímapunkti klæðst leðri." Ný plata er einmitt væntanleg frá Ceres "Platan kemur væntanlega út um næstu mánaðamót og heitir C-4. Það er bæði vísun í nafnið, Ceres 4, og í sprengiefnið C-4. Þetta er útpældur titill," segir Ceres4 sem hefur leðrið auðvitað með í plötuútgáfunni. "Ég er búinn að gera myndband við eitt lag sem heitir Klofvega. Þar er ég ber að ofan í leðurbuxum. Síðan er ein mynd af mér aftan á plötuumslaginu þar sem ég er í leðurbuxunum og leðurnærbuxunum innanundir," segir Ceres en hver veit nema útgáfutónleikarnir verði haldnir í Leðurklúbbnum. Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
"Ég luma nú á ýmsu í fataskápnum. Ég á hlébarðabuxur, sebrabuxur og latexbuxur, netaboli, Hawaiskyrtur og kúrekaskyrtur og fullt af jakkafötum svo eitthvað sé nefnt. Mér þykir mjög vænt um fötin mín," segir tónlistarmaðurinn Ceres4. "Mér er einstaklega annt um dýr í útrýmingarhættu og ég klæðist þessum fötum við sérstök tilefni," segir Ceres en hann verslar yfirleitt þessi "öðruvísi" föt erlendis. "Litir í íslenskum verslunum eru frekar staðlaðir og jarðbundnir og svo eru föt líka ódýrari úti í löndum." Aðspurður um hvaða flíkum hann gæti alls ekki lifað án þá stendur ekki á svari. "Leðurdressin mín eru í miklu uppáhaldi. Þau samanstanda af jakka og buxum. Svo á ég kúrekastígvél og nærbuxur í stíl við annað dressið sem ég keypti í Hamborg fyrir tveimur árum. Annað dressið er svart en hitt er brúnt. En ég ætla ekki að segja þér hvort dressið gengur við nærbuxurnar. Síðan þykir mér gríðarlega vænt um kúrekahattinn minn sem ég keypti í Cuxhafen í Þýskalandi og passar við bæði dressin. Leður er algjörlega það besta að vera í og klæðir af manni bæði hita og kulda. Reyndar getur maður svitnað frekar mikið í dressinu ef ég er að dansa eða djöflast á sviði en það er bara sexí. Leður gefur mér líka aukið vald og á ég auðveldara með að stjórna fólki í kringum mig ef ég klæðist leðri. Ég tala nú ekki um ef ég er líka með yfirvaraskegg. Þessi taktík er til að mynda mikið notuðu í löggæslu og hernaði. George Bush og John Kerry fara meira að segja báðir stundum í leðurjakka þessa dagana þegar þeir vilja láta taka sig alvarlega." "Ég held að strákum finnist leður meira sexý en stelpum. Ég held að þær tengi þetta of mikið við hommakúltúr. Þegar ég var í Hamborg um daginn að spóka mig um í leðrinu lenti ég í því að það voru alltaf einhverjir gæjar að koma til mín og gefa mér boðsmiða á mjög spennandi leðurklúbba. En þessir klúbbar voru einungis fyrir menn. Fyrir vikið fæ ég kannski á mig hommastimpil en hvað með það. Fólk má halda það sem það vill og eiga sitt ímyndunarafl í friði," segir Ceres4 leðurdýrkandi. Ceres er mikill Presley maður og neitar því ekki að hann sé ef til vill leðurfyrirmyndin sín. "Presley er óumdeilanlega konungurinn og átti einmitt mjög flott "come back" árið 1968 þar sem hann kom fram í ósplittuðu leðurdressi. Það getur enginn neitað því að Presley hafi verið flottur á leðurárunum sínum. Leður er bara töff og karlmannlegt - því verður ekki neitað. Allir töffarar mannkynssögunnar sem eitthvað er varið í hafa á einhverjum tímapunkti klæðst leðri." Ný plata er einmitt væntanleg frá Ceres "Platan kemur væntanlega út um næstu mánaðamót og heitir C-4. Það er bæði vísun í nafnið, Ceres 4, og í sprengiefnið C-4. Þetta er útpældur titill," segir Ceres4 sem hefur leðrið auðvitað með í plötuútgáfunni. "Ég er búinn að gera myndband við eitt lag sem heitir Klofvega. Þar er ég ber að ofan í leðurbuxum. Síðan er ein mynd af mér aftan á plötuumslaginu þar sem ég er í leðurbuxunum og leðurnærbuxunum innanundir," segir Ceres en hver veit nema útgáfutónleikarnir verði haldnir í Leðurklúbbnum.
Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira