Vanmetum þá ekki! 9. ágúst 2004 00:01 Stuð milli stríða Þóra Tómasdóttir hugsar til innbrotsþjófa þegar hún hlustar á útvarp. Vinir mínir hafa margoft skemmt sér á minn kostnað vegna tónlistarsafns míns sem þótti bæði aumkunarvert og óviðeigandi í mannfögnuðum. Eiginhagsmunaseggirnir lögðu það í sinn vana að taka með sér tónlist þegar ég kallaði til gleðskapar í mínum húsum og hreyttu í mig ónotum ef ég vogaði mér að skella mínum diskum í tækið. En ég lái þeim það ekki lengur. Ekki eftir að kolbrjálaður eiturlyfjasjúklingur réðst inn á heimili mitt í skjóli nætur og hrifsaði með sér allt sem hann taldi verðmætt. Þar á meðal græjur, sjónvarp og alla tónlist sem ég hafði sankað að mér frá barnsaldri. Óneitanlega var missirinn sár því skömmu áður fjárfesti ég í öfundsverðu sjónvarpstæki sem strákfjandinn hafði þarna af mér. Eftir á hugsa ég skítt með tækin , bráðum verð ég mjö mjö rík og kaupi mér ný og flottari. En geisladiskarnir, maður! Þessi illræmdi innbrotsþjófur er greinilega eini maðurinn á landinu með verðmætisskyn í lagi. Enginn hefur áður kunnað svo vel að meta diskasafnið mitt að hann bryti lög til að komast yfir það. Þjófurinn og ég eigum augljóslega margt sameiginlegt, smekklegt fólk sem á við erfiða siðferðisbresti að stríða. Að minnsta kosti hugsa ég til þín í þau fáu skipti sem lögin mín hljóma í útvarpinu. Í tækinu í bílnum mínum, manstu, þar sem þú gleymdir að koma við þegar þú rændir mig! Í dag á ég tvo geisladiska sem mér voru gefnir í sárabætur eftir innbrotið, einn heitir Hresst og hinn Rólegt. Vinir mínir kvarta ekki lengur yfir tónlistinni heldur sitja þeir alvörugefnir í aftursætinu og hlusta þenkjandi á þvæluna sem ég spila fyrir þá til skiptis. Ég hef komist að raun um að innbrotsþjófar og eiturlyfjasjúklingar eru stórlega vanmetnir! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stuð milli stríða Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun
Stuð milli stríða Þóra Tómasdóttir hugsar til innbrotsþjófa þegar hún hlustar á útvarp. Vinir mínir hafa margoft skemmt sér á minn kostnað vegna tónlistarsafns míns sem þótti bæði aumkunarvert og óviðeigandi í mannfögnuðum. Eiginhagsmunaseggirnir lögðu það í sinn vana að taka með sér tónlist þegar ég kallaði til gleðskapar í mínum húsum og hreyttu í mig ónotum ef ég vogaði mér að skella mínum diskum í tækið. En ég lái þeim það ekki lengur. Ekki eftir að kolbrjálaður eiturlyfjasjúklingur réðst inn á heimili mitt í skjóli nætur og hrifsaði með sér allt sem hann taldi verðmætt. Þar á meðal græjur, sjónvarp og alla tónlist sem ég hafði sankað að mér frá barnsaldri. Óneitanlega var missirinn sár því skömmu áður fjárfesti ég í öfundsverðu sjónvarpstæki sem strákfjandinn hafði þarna af mér. Eftir á hugsa ég skítt með tækin , bráðum verð ég mjö mjö rík og kaupi mér ný og flottari. En geisladiskarnir, maður! Þessi illræmdi innbrotsþjófur er greinilega eini maðurinn á landinu með verðmætisskyn í lagi. Enginn hefur áður kunnað svo vel að meta diskasafnið mitt að hann bryti lög til að komast yfir það. Þjófurinn og ég eigum augljóslega margt sameiginlegt, smekklegt fólk sem á við erfiða siðferðisbresti að stríða. Að minnsta kosti hugsa ég til þín í þau fáu skipti sem lögin mín hljóma í útvarpinu. Í tækinu í bílnum mínum, manstu, þar sem þú gleymdir að koma við þegar þú rændir mig! Í dag á ég tvo geisladiska sem mér voru gefnir í sárabætur eftir innbrotið, einn heitir Hresst og hinn Rólegt. Vinir mínir kvarta ekki lengur yfir tónlistinni heldur sitja þeir alvörugefnir í aftursætinu og hlusta þenkjandi á þvæluna sem ég spila fyrir þá til skiptis. Ég hef komist að raun um að innbrotsþjófar og eiturlyfjasjúklingar eru stórlega vanmetnir!
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun