Hinsegin fiskidagur 9. ágúst 2004 00:01 Mál manna - Sigurjón M. Egilsson Ef rétt er talið voru um sjötíu þúsund Íslendingar samankomnir á tveimur hátíðum á laugardag. Hinsegin dögum í Reykjavík og fiskihátið á Dalvík. Fjörutíu þúsund í Reykjavík og þrjátíu þúsund á Dalvík. Þó meira sé fjallað um hinsegin daga en fiskihátíð norðanmanna lætur nærri að aðsóknin að fiskihátíðinni sé öllu merkilegri en að hátíðinni í Reykjavík. Að þrjátíu þúsund manns hafi komið saman í bæjarfélagi sem telur á annað þúsund íbúa er stórmerkilegt. Að sjálfsögðu er einnig stórmerkilegt að fjörutíu þúsund manns komi saman í miðborg Reykjavíkur. Þetta voru ólíkar hátíðir og haldnar af ólíkum tilfellum en það fólk sem stóð fyrir hátíðunum á það sameiginlegt að vera ekki knúið áfram af von um gróða. Ómögulegt er að sjá hvaða fjárhagslegi ávinningur á að geta skapast af hinsegin dögum eða fiskihátíðinni. En eflaust er mikill ávinningur af hvoru tveggja, þó hann sé ekki fjárhagslegur. Það segir þá staðreynd að hagur getur orðið af fleiru en peningum. Fyrir homma og lesbíur er sú viðhorfsbreyting sem hefur orðið mikill ávinningur. Fordómar eru blessunarlega á undanhaldi, en þeir hverfa aldrei. Hvorki í garð samkynhneigðra né annarra. Alltaf verður til fólk sem hefur horn í síðu þess sem er frábugðin þeim fordómafulla. Hinsegin dagar hafa eflaust leikið mikið hlutverk í þeirri breytingu sem hefur orðið. Það sýnir sig best þegar boðið er til skemmtunar í Reykjavík. Fjörutíu þúsund mættu og gleði og hamingja var ráðandi. Að sama skapi hafa Dalvíkingar heillað nágranna sína. Það er varla hægt að trúa að þrjátíu þúsund manns hafi komið saman á Dalvík á laugardag, borðað þar tíu tonn af fiski ásamt meðlæti og drykkjum. Og allt ókeypis. Það er mikils virði fyrir sveitarfélag hafa meðal íbúa fólk sem er tilbúið að leggja á sig mikla vinnu til að slílkt verði mögulegt. Ávinningurinn fyrir Dalvík hlýtur fyrst og fremst að vera sérstaklega vinaleg og kær minning í huga þeirra sem þangað koma á fiskidaga. Og aðdáun okkar sem fylgdumst með í fjarlægð. Athygli vekur að engin vandamál virðast hafa komið upp. Engin fíkniefnamál, engar líkamsárásir, engar nauðganir. Bara það besta og fallegasta. Helgina á undan voru samkomur víða um land sem allar, eða flestar, eru auglýstar sem hátíðir. Þar safnast fólk saman dögum og nóttum saman þar sem flestir drekka áfengi hvern dag, aðrir nota önnur fíkniefni í ekki minna mæli, fólk er slegið, konum er nauðgað og allt er þetta gert undir því yfirskyni að fólk sé að skemmta sér á hátið. Hátíðir samkynheigðra og Dalvíkinga er langtum menningarlegri. Þar kemur fólk saman dagsstund, skemmtir sér og nýtur þess að vera saman. Nýtur þess besta. Gróðasjónarmið koma hvergi nærri. Þetta er til fyrirmyndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Sigurjón M. Egilsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Mál manna - Sigurjón M. Egilsson Ef rétt er talið voru um sjötíu þúsund Íslendingar samankomnir á tveimur hátíðum á laugardag. Hinsegin dögum í Reykjavík og fiskihátið á Dalvík. Fjörutíu þúsund í Reykjavík og þrjátíu þúsund á Dalvík. Þó meira sé fjallað um hinsegin daga en fiskihátíð norðanmanna lætur nærri að aðsóknin að fiskihátíðinni sé öllu merkilegri en að hátíðinni í Reykjavík. Að þrjátíu þúsund manns hafi komið saman í bæjarfélagi sem telur á annað þúsund íbúa er stórmerkilegt. Að sjálfsögðu er einnig stórmerkilegt að fjörutíu þúsund manns komi saman í miðborg Reykjavíkur. Þetta voru ólíkar hátíðir og haldnar af ólíkum tilfellum en það fólk sem stóð fyrir hátíðunum á það sameiginlegt að vera ekki knúið áfram af von um gróða. Ómögulegt er að sjá hvaða fjárhagslegi ávinningur á að geta skapast af hinsegin dögum eða fiskihátíðinni. En eflaust er mikill ávinningur af hvoru tveggja, þó hann sé ekki fjárhagslegur. Það segir þá staðreynd að hagur getur orðið af fleiru en peningum. Fyrir homma og lesbíur er sú viðhorfsbreyting sem hefur orðið mikill ávinningur. Fordómar eru blessunarlega á undanhaldi, en þeir hverfa aldrei. Hvorki í garð samkynhneigðra né annarra. Alltaf verður til fólk sem hefur horn í síðu þess sem er frábugðin þeim fordómafulla. Hinsegin dagar hafa eflaust leikið mikið hlutverk í þeirri breytingu sem hefur orðið. Það sýnir sig best þegar boðið er til skemmtunar í Reykjavík. Fjörutíu þúsund mættu og gleði og hamingja var ráðandi. Að sama skapi hafa Dalvíkingar heillað nágranna sína. Það er varla hægt að trúa að þrjátíu þúsund manns hafi komið saman á Dalvík á laugardag, borðað þar tíu tonn af fiski ásamt meðlæti og drykkjum. Og allt ókeypis. Það er mikils virði fyrir sveitarfélag hafa meðal íbúa fólk sem er tilbúið að leggja á sig mikla vinnu til að slílkt verði mögulegt. Ávinningurinn fyrir Dalvík hlýtur fyrst og fremst að vera sérstaklega vinaleg og kær minning í huga þeirra sem þangað koma á fiskidaga. Og aðdáun okkar sem fylgdumst með í fjarlægð. Athygli vekur að engin vandamál virðast hafa komið upp. Engin fíkniefnamál, engar líkamsárásir, engar nauðganir. Bara það besta og fallegasta. Helgina á undan voru samkomur víða um land sem allar, eða flestar, eru auglýstar sem hátíðir. Þar safnast fólk saman dögum og nóttum saman þar sem flestir drekka áfengi hvern dag, aðrir nota önnur fíkniefni í ekki minna mæli, fólk er slegið, konum er nauðgað og allt er þetta gert undir því yfirskyni að fólk sé að skemmta sér á hátið. Hátíðir samkynheigðra og Dalvíkinga er langtum menningarlegri. Þar kemur fólk saman dagsstund, skemmtir sér og nýtur þess að vera saman. Nýtur þess besta. Gróðasjónarmið koma hvergi nærri. Þetta er til fyrirmyndar.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun