Tíska og hönnun

Ítalskt eðalskart

Skóverslunin 38 þrep á Laugaveginum er þekkt fyrir fallega og vandaða ítalska skó en verslunin býður einnig uppá aukahluti eins og töskur og skart og fatnað eftir íslenska hönnuði.

Skartgripirnir sem fást í 38 þrepum eru keyptir frá Ítalíu, þeir eru handgerðir og sérframleiddir fyrir hvern og einn viðskiptavin. Það eru framleiddar tvær línur á ári, sumar og vetur, og fylgja línurnar trend og tískustraumum hverju sinni. Sumarlínan er nú að verða uppurin en von er á nýju vetrarlínunni á haustmánuðum.

Það verður spennandi að fylgjast með haustvörunum sem von er á í 38 þrepum, en verslunin er að bæta í vöruúrvalið nýju ítölsku merki, sem eru bæði skór og skart, RADA.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.