Rokkuð kúrekastígvél 28. júlí 2004 00:01 "Það sem er í algjöru uppáhaldi hjá mér eru kúrekastígvélin mín sem ég keypti fyrir rúmlega tveim árum," segir Kristín Þórhalla Þórisdóttir, öðru nafni Kidda Rokk, en hún er einn af liðsmönnum í hljómsveitinni Rokkslæðan. "Ég fór til New York í maí 2002 og keypti tvo alveg æðislega hluti. Það voru kúrekastígvélin og gítarinn minn. Stígvélin voru reyndar dýrari en gítarinn. Það var ekki að gítarinn væri svona ódýr heldur voru stígvélin svona dýr. Þetta eru eðalfalleg stígvél og mér þykir mjög vænt um þau. Ég keypti þau á 5th Avenue og þau eru úr ekta kúrekaleðri," segir Kidda sem hafði lengi langað í kúrekastígvél. "Ég var stundum með í láni kúrekastígvél frá Guðveigu kántrísöngkonu. Ég fílaði þau rosalega vel og fann nýtt element í rokkinu. Síðan sá ég kúrekastígvélin út í New York og fannst þau svolítið rokk og rosalega flott og ákvað að kýla á það þó þau væru dýr. Ég sé sko ekki eftir því núna." Kidda er ekki aðeins frábær tónlistarmaður heldur er hún líka handlaginn smiður. "Ég smíða reyndar ekki í kúrekastígvélunum. Þau væru frekar asnaleg við bláu smíðabuxurnar. Stígvélin passa mjög vel við flott pils en ég er ekki þannig týpa. Ég er því yfirleitt í þeim við snjáðar gallabuxur sem er nú kannski rokkaðra. Það fer samt allt eftir hverjum og einum karakter því ég hef alveg séð stelpur í kúrekastígvélum í flottum pilsum," segir Kidda og bætir við að stígvélin séu líka frekar þægileg. "Ég nota kúrekastígvélin mjög mikið og spila iðulega í þeim. Það er gott að spila í þeim og þau eru voðalega þægileg." Ekki er mikið um að vera hjá Rokkslæðunni en þó spilar hún á stóra sviðinu á Gay Pride helginni eftir verslunarmannahelgi. Til að hita upp fyrir það er kvennaball á Þjóðleikhúskjallaranum kvöldið áður. "Það er svo sem ekki mikið að gera hjá Rokkslæðunni - við erum svona sparihljómsveit." lilja@frettabladid.is Mest lesið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið VÆB bræður syngja einir á íslensku: Stílistinn sagði þeim að vera með sólgleraugu Lífið Fleiri fréttir Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
"Það sem er í algjöru uppáhaldi hjá mér eru kúrekastígvélin mín sem ég keypti fyrir rúmlega tveim árum," segir Kristín Þórhalla Þórisdóttir, öðru nafni Kidda Rokk, en hún er einn af liðsmönnum í hljómsveitinni Rokkslæðan. "Ég fór til New York í maí 2002 og keypti tvo alveg æðislega hluti. Það voru kúrekastígvélin og gítarinn minn. Stígvélin voru reyndar dýrari en gítarinn. Það var ekki að gítarinn væri svona ódýr heldur voru stígvélin svona dýr. Þetta eru eðalfalleg stígvél og mér þykir mjög vænt um þau. Ég keypti þau á 5th Avenue og þau eru úr ekta kúrekaleðri," segir Kidda sem hafði lengi langað í kúrekastígvél. "Ég var stundum með í láni kúrekastígvél frá Guðveigu kántrísöngkonu. Ég fílaði þau rosalega vel og fann nýtt element í rokkinu. Síðan sá ég kúrekastígvélin út í New York og fannst þau svolítið rokk og rosalega flott og ákvað að kýla á það þó þau væru dýr. Ég sé sko ekki eftir því núna." Kidda er ekki aðeins frábær tónlistarmaður heldur er hún líka handlaginn smiður. "Ég smíða reyndar ekki í kúrekastígvélunum. Þau væru frekar asnaleg við bláu smíðabuxurnar. Stígvélin passa mjög vel við flott pils en ég er ekki þannig týpa. Ég er því yfirleitt í þeim við snjáðar gallabuxur sem er nú kannski rokkaðra. Það fer samt allt eftir hverjum og einum karakter því ég hef alveg séð stelpur í kúrekastígvélum í flottum pilsum," segir Kidda og bætir við að stígvélin séu líka frekar þægileg. "Ég nota kúrekastígvélin mjög mikið og spila iðulega í þeim. Það er gott að spila í þeim og þau eru voðalega þægileg." Ekki er mikið um að vera hjá Rokkslæðunni en þó spilar hún á stóra sviðinu á Gay Pride helginni eftir verslunarmannahelgi. Til að hita upp fyrir það er kvennaball á Þjóðleikhúskjallaranum kvöldið áður. "Það er svo sem ekki mikið að gera hjá Rokkslæðunni - við erum svona sparihljómsveit." lilja@frettabladid.is
Mest lesið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið VÆB bræður syngja einir á íslensku: Stílistinn sagði þeim að vera með sólgleraugu Lífið Fleiri fréttir Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira