Notalegar náttbuxur úr H&M 21. júlí 2004 00:01 "Ég á uppáhaldsnáttbuxur og þær keypti ég í H&M í London. Það er hægt að gera alveg mögnuð kaup í H&M," segir Sigrún Birna Blomsterberg. Sigrún hefur farið í dansnám til London á haustin síðustu þrjú ár og fann umtalaðar náttbuxur í fyrstu ferð sinni þangað. "Þær eru mjög fínar, bláar og hvítar náttbuxur og þær eru rosalega kósí. Mér finnst mjög gott að hoppa úr dansgallanum og skella mér í náttbuxurnar og vera í þeim heimavið," segir Sigrún en hún er búin að vera að dansa nær allt sitt líf. "Ég keppti í freestyle fyrst þegar ég var tíu ára og hætti þegar ég var sextán ára. Síðan hef ég verið að kenna í fjögur ár og tekið þátt í sýningum eins og Grease," segir Sigrún sem hefur yfirleitt nóg að gera því hún getur ekki sagt nei. Sigrúnu finnst mjög gaman að kaupa föt og sérstaklega að versla úti í löndum. "Mér finnst svo gaman að eiga eitthvað sem ekki allir eiga. Ég er reyndar með frekar venjulegan fatasmekk en gaman að eiga eitthvað sérstakt líka," segir Sigrún. "Ég á uppáhaldseyrnalokka en þeir eru alveg eldgamlir og frekar venjulegir. Það eru þrjár, hvítar, missíðar keðjur og eru þeir alveg rosalega flottir. Mamma mín átti þá en hún keypti þá í Bandaríkjunum áður en ég fæddist. Það er svo gaman að vera með þá því ég er viss um að enginn annar á svona eyrnalokka," segir Sigrún sem er líka mjög annt um eina af peysunum sínum. "Ég á eina vínrauða indjánapeysu sem ég keypti í gamla Kókó í Kringlunni. Hún hefur líka svolítið spænskt yfirbragð sem passar vel við mig þar sem ég er frekar suðræn í útliti. Ég keypti þessa peysu fyrir mörgum árum og hef passað hana vel. Það voru aðeins seldar tvær svona peysur og ég hef aldrei séð neinn í svona," segir Sigrún. Sigrúnu er fleira til lista lagt en að dansa og vill hún helst reyna að nýta fötin sín út í ystu æsar. "Ég átti bol sem mér fannst mjög þægilegur og fór alltaf í út á lífið eða eitthvað fínt. Síðan var hann orðinn frekar mikið notaður og þá saumaði ég glimmerfiðrildi í hálsmálið. Ég vil endilega halda áfram að nota föt sem mér finnst þægileg nema þau séu alveg ónýt," segir Sigrún sem er að dansa í sýningunni Fame í Vetrargarðinum í Smáralind um þessar mundir. "Það er alltaf skemmtilegra og skemmtilegra að sýna Fame og alveg rosa stuð," segir þessi 21 árs stúlka sem hefur svo sannarlega farið dansandi í gegnum lífið. Mest lesið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið VÆB bræður syngja einir á íslensku: Stílistinn sagði þeim að vera með sólgleraugu Lífið Fleiri fréttir Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
"Ég á uppáhaldsnáttbuxur og þær keypti ég í H&M í London. Það er hægt að gera alveg mögnuð kaup í H&M," segir Sigrún Birna Blomsterberg. Sigrún hefur farið í dansnám til London á haustin síðustu þrjú ár og fann umtalaðar náttbuxur í fyrstu ferð sinni þangað. "Þær eru mjög fínar, bláar og hvítar náttbuxur og þær eru rosalega kósí. Mér finnst mjög gott að hoppa úr dansgallanum og skella mér í náttbuxurnar og vera í þeim heimavið," segir Sigrún en hún er búin að vera að dansa nær allt sitt líf. "Ég keppti í freestyle fyrst þegar ég var tíu ára og hætti þegar ég var sextán ára. Síðan hef ég verið að kenna í fjögur ár og tekið þátt í sýningum eins og Grease," segir Sigrún sem hefur yfirleitt nóg að gera því hún getur ekki sagt nei. Sigrúnu finnst mjög gaman að kaupa föt og sérstaklega að versla úti í löndum. "Mér finnst svo gaman að eiga eitthvað sem ekki allir eiga. Ég er reyndar með frekar venjulegan fatasmekk en gaman að eiga eitthvað sérstakt líka," segir Sigrún. "Ég á uppáhaldseyrnalokka en þeir eru alveg eldgamlir og frekar venjulegir. Það eru þrjár, hvítar, missíðar keðjur og eru þeir alveg rosalega flottir. Mamma mín átti þá en hún keypti þá í Bandaríkjunum áður en ég fæddist. Það er svo gaman að vera með þá því ég er viss um að enginn annar á svona eyrnalokka," segir Sigrún sem er líka mjög annt um eina af peysunum sínum. "Ég á eina vínrauða indjánapeysu sem ég keypti í gamla Kókó í Kringlunni. Hún hefur líka svolítið spænskt yfirbragð sem passar vel við mig þar sem ég er frekar suðræn í útliti. Ég keypti þessa peysu fyrir mörgum árum og hef passað hana vel. Það voru aðeins seldar tvær svona peysur og ég hef aldrei séð neinn í svona," segir Sigrún. Sigrúnu er fleira til lista lagt en að dansa og vill hún helst reyna að nýta fötin sín út í ystu æsar. "Ég átti bol sem mér fannst mjög þægilegur og fór alltaf í út á lífið eða eitthvað fínt. Síðan var hann orðinn frekar mikið notaður og þá saumaði ég glimmerfiðrildi í hálsmálið. Ég vil endilega halda áfram að nota föt sem mér finnst þægileg nema þau séu alveg ónýt," segir Sigrún sem er að dansa í sýningunni Fame í Vetrargarðinum í Smáralind um þessar mundir. "Það er alltaf skemmtilegra og skemmtilegra að sýna Fame og alveg rosa stuð," segir þessi 21 árs stúlka sem hefur svo sannarlega farið dansandi í gegnum lífið.
Mest lesið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið VÆB bræður syngja einir á íslensku: Stílistinn sagði þeim að vera með sólgleraugu Lífið Fleiri fréttir Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira