Hvorki stjórnviska né stjórnkænska 19. júlí 2004 00:01 Hvorugt orðið stjórnviska eða stjórnkænska koma manni í hug þessa dagana. Maður vonar þó sannarlega að formenn ríkisstjórnarflokkanna hafi haldið að útspilið í fjölmiðlamálinu hafi verið mikil stjórnkænska því ómögulegt er að fá mig til að trúa því að þeir hafi látið sér detta í hug að í þeirri gjörð fælist mikil stjórnviska. Í Stóru tilvitnanabókinni er haft eftir Trygve Lie, Norðmanninum, sem var framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna fyrir margt löngu: "Sönn stjórnkænska er að skera nágranna sinn á háls án þess að nágranninn taki eftir því". Það var líklega eitthvað svoleiðis bragð sem átti að leika, en það tókst nú ekki sérlega vel. Á fallegu sumri logar allt í umræðum, ekki um fjölmiðlafrumvarpið því það skiptir litlu sem engu máli lengur, heldur um stjórnarskrána og stjórnskipunina. Þó það skipti vissulega miklu máli hvernig lög eru sett um fjölmiðla, því slík lög snerta tjáningarfrelsi og prentfrelsi sem eru grunnréttindi okkar, þá er umgengni valdhafanna við stjórnarskrána og stjórnskipunina ennþá mikilvægari. Á dönsku heitir stjórnarskráin "Grundloven", sem er miklu betra heiti jafnvel fyrir Íslendinga, því orðið skýrir sig sjálft. Stjórnarskráin er nefnilega grunnurinn undir öll önnur lög sem sett eru og hún segir fyrir um hvernig valdhafarnir eiga að haga sér við hinar ólíku aðstæður. Hún segir m.a. fyrir um hvernig leysa má forsetann frá embætti áður en kjörtíma hans líkur og hún segir hvað skal gera ef forsetinn synjar lögum samþykkis. Hvorugri þessari fyrirsögn eða greinum stjórnarskrárinnar verður breytt nema með samþykki þjóðarinnar. Í stjórnarskránni stendur að hægt sé að leysa forseta frá störfum "ef það er samþykkt með meiri hluta atkvæða við þjóðaratkvæðagreiðslu, sem til er stofnað að kröfu Alþingis, enda hafi hún hlotið fylgi 3/4 hluta þingmanna" (11. gr). Valdhafarnir geta ekki ákveðið að það þurfi einungis meiri hluta alþingismanna til að stofna til slíkrar atkvæðagreiðslu, á sama hátt geta þeir ekki ákveðið að halda ekki þjóðaratkvæðagreiðslu þegar forsetinn hefur synjað lögum samþykkis, því það stendur skýrt í 26. grein þessa mikilvæga plaggs að svoleiðis eigi það að vera. Hvorug greinin hefur verið notuð í þau sextíu ár sem stjórnarskráin hefur verið í gildi, þær eru engu að síður enn í gildi og þær gilda eins og þær voru skrifaðar og ekki öðruvísi. Væntanlega hefði þjóðin fallist á að fjölmiðlafrumvarpið yrði einfaldlega dregið til baka og alvöru vinna hafin við nýja frumvarpssmíð um fjölmiðla í haust, en nú virðast valdhafarnir líka búnir að klúðra því. Það breytir engu þó ungir þingmenn tali um að Ólafur Ragnar reyni valdarán eða ungir fréttamenn spyrji gesti sína hvort þeir séu ekki orðnir "þreyttir" á þessu máli. Fréttamennirnir fá einfaldlega þau svör að almenningur sé ekki þreyttur, en hafi aðra skoðun en valdhafarnir og ég tek eftir því að ungir þingmenn sem ég hef aldrei heyrt tala um Davíð heldur alltaf forsætisráðherrann, skeyta skapi sínu á Ólafi Ragnari. Ég er nú orðin svo miðaldra að mér finnst alltaf kúnstugt þegar ráðherrarnir eru ekki nefndir með nafni, en á sama hátt var ég líka vön því að talað væri um Herra forsetann og Herra Biskupinn. Ég velti því fyrir mér hvernig getur staðið á því að stjórnendur landsins hafa slitnað svo úr sambandi við umbjóðendur sína. Það er eins og þeir hvorki sjái né heyri. Framsóknarþingmaður sagðist bara hafa lesið um óróleika í Framsóknarflokknum í Fréttablaðinu, það er væntanlega vegna þess að á Morgunblaðinu hefur forgangsröðun frétta verið venjufremur nákvæm upp á síðkastið og konan hefur líklega hvorki aðgang að útvarpi né sjónvarpi. Í öllu vandræðaástandi má hins vegar finna einhverja glætu. Það moldviðri sem ríkisstjórnin hefur kallað yfir okkur verður væntanlega og vonandi til þess að stjórnarskráin verður endurskoðuð og þá sérstaklega litið til þess hvernig fólk getur haft meiri og beinni áhrif á stjórn landsins en það hefur nú. Fólk í ólíkum stjórnmálaflokkum er margt sammála um nauðsyn þess. Þess vegna er mér nánast óskiljanlegt hvernig álitsgjafar sem alltaf hafa talað fyrir frelsi og auknu lýðræði skuli óskapast svo sem raun ber vitni yfir því að forsetinn leyfi þjóðinni að kjósa um fjölmiðlalögin, jafnvel svo að þeir leyfa að snúið sé út úr stjórnarskránni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun
Hvorugt orðið stjórnviska eða stjórnkænska koma manni í hug þessa dagana. Maður vonar þó sannarlega að formenn ríkisstjórnarflokkanna hafi haldið að útspilið í fjölmiðlamálinu hafi verið mikil stjórnkænska því ómögulegt er að fá mig til að trúa því að þeir hafi látið sér detta í hug að í þeirri gjörð fælist mikil stjórnviska. Í Stóru tilvitnanabókinni er haft eftir Trygve Lie, Norðmanninum, sem var framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna fyrir margt löngu: "Sönn stjórnkænska er að skera nágranna sinn á háls án þess að nágranninn taki eftir því". Það var líklega eitthvað svoleiðis bragð sem átti að leika, en það tókst nú ekki sérlega vel. Á fallegu sumri logar allt í umræðum, ekki um fjölmiðlafrumvarpið því það skiptir litlu sem engu máli lengur, heldur um stjórnarskrána og stjórnskipunina. Þó það skipti vissulega miklu máli hvernig lög eru sett um fjölmiðla, því slík lög snerta tjáningarfrelsi og prentfrelsi sem eru grunnréttindi okkar, þá er umgengni valdhafanna við stjórnarskrána og stjórnskipunina ennþá mikilvægari. Á dönsku heitir stjórnarskráin "Grundloven", sem er miklu betra heiti jafnvel fyrir Íslendinga, því orðið skýrir sig sjálft. Stjórnarskráin er nefnilega grunnurinn undir öll önnur lög sem sett eru og hún segir fyrir um hvernig valdhafarnir eiga að haga sér við hinar ólíku aðstæður. Hún segir m.a. fyrir um hvernig leysa má forsetann frá embætti áður en kjörtíma hans líkur og hún segir hvað skal gera ef forsetinn synjar lögum samþykkis. Hvorugri þessari fyrirsögn eða greinum stjórnarskrárinnar verður breytt nema með samþykki þjóðarinnar. Í stjórnarskránni stendur að hægt sé að leysa forseta frá störfum "ef það er samþykkt með meiri hluta atkvæða við þjóðaratkvæðagreiðslu, sem til er stofnað að kröfu Alþingis, enda hafi hún hlotið fylgi 3/4 hluta þingmanna" (11. gr). Valdhafarnir geta ekki ákveðið að það þurfi einungis meiri hluta alþingismanna til að stofna til slíkrar atkvæðagreiðslu, á sama hátt geta þeir ekki ákveðið að halda ekki þjóðaratkvæðagreiðslu þegar forsetinn hefur synjað lögum samþykkis, því það stendur skýrt í 26. grein þessa mikilvæga plaggs að svoleiðis eigi það að vera. Hvorug greinin hefur verið notuð í þau sextíu ár sem stjórnarskráin hefur verið í gildi, þær eru engu að síður enn í gildi og þær gilda eins og þær voru skrifaðar og ekki öðruvísi. Væntanlega hefði þjóðin fallist á að fjölmiðlafrumvarpið yrði einfaldlega dregið til baka og alvöru vinna hafin við nýja frumvarpssmíð um fjölmiðla í haust, en nú virðast valdhafarnir líka búnir að klúðra því. Það breytir engu þó ungir þingmenn tali um að Ólafur Ragnar reyni valdarán eða ungir fréttamenn spyrji gesti sína hvort þeir séu ekki orðnir "þreyttir" á þessu máli. Fréttamennirnir fá einfaldlega þau svör að almenningur sé ekki þreyttur, en hafi aðra skoðun en valdhafarnir og ég tek eftir því að ungir þingmenn sem ég hef aldrei heyrt tala um Davíð heldur alltaf forsætisráðherrann, skeyta skapi sínu á Ólafi Ragnari. Ég er nú orðin svo miðaldra að mér finnst alltaf kúnstugt þegar ráðherrarnir eru ekki nefndir með nafni, en á sama hátt var ég líka vön því að talað væri um Herra forsetann og Herra Biskupinn. Ég velti því fyrir mér hvernig getur staðið á því að stjórnendur landsins hafa slitnað svo úr sambandi við umbjóðendur sína. Það er eins og þeir hvorki sjái né heyri. Framsóknarþingmaður sagðist bara hafa lesið um óróleika í Framsóknarflokknum í Fréttablaðinu, það er væntanlega vegna þess að á Morgunblaðinu hefur forgangsröðun frétta verið venjufremur nákvæm upp á síðkastið og konan hefur líklega hvorki aðgang að útvarpi né sjónvarpi. Í öllu vandræðaástandi má hins vegar finna einhverja glætu. Það moldviðri sem ríkisstjórnin hefur kallað yfir okkur verður væntanlega og vonandi til þess að stjórnarskráin verður endurskoðuð og þá sérstaklega litið til þess hvernig fólk getur haft meiri og beinni áhrif á stjórn landsins en það hefur nú. Fólk í ólíkum stjórnmálaflokkum er margt sammála um nauðsyn þess. Þess vegna er mér nánast óskiljanlegt hvernig álitsgjafar sem alltaf hafa talað fyrir frelsi og auknu lýðræði skuli óskapast svo sem raun ber vitni yfir því að forsetinn leyfi þjóðinni að kjósa um fjölmiðlalögin, jafnvel svo að þeir leyfa að snúið sé út úr stjórnarskránni.