Vonir um niðurstöðu eftir helgi 18. júlí 2004 00:01 Þess er vænst að á morgun, mánudag, fáist niðurstaða í fjölmiðlamálinu. Hver hún verður liggur ekki fyrir, svo kunnugt sé, og raunar ekki víst að á þessari stundu viti nokkur maður, ekki einu sinni ráðherrar ríkisstjórnarinnar, hvernig málinu lyktar. Ætlaði ekki Davíð að taka helgina til að hugsa sig um og finna lausn? Eftir atburði undanfarinna daga er nær óhugsandi að óbreyttri stefnu verði fylgt og í ljósi þess virðist tvennt helst koma til greina. Annars vegar að farin verði hin upphaflega leið, að efna til þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Hins vegar að þingið felli fjölmiðlalögin úr gildi, fari heim og málið verði tekið upp að nýju á haustþingi með það í huga að ná víðtækri - eða að minnsta kosti víðtækari - sátt um fjölmiðlalöggjöf. Verði fyrri leiðin farin kemur aftur upp sá vandi hvernig kosningalögin eigi að hljóða. Á því skeri steytti ríkisstjórnin á dögunum og ekki er kunnugt um að línur hafi skýrst, enda hefur ágreiningsefnið ekki verið á dagskrá um hríð. Eina viðunandi niðurstaðan, sem fullkomlega samræmist ákvæðum stjórnarskrárinnar, er að kosningarnar um fjölmiðlalögin verði án allra takmarkana og að einfaldur meirihluti kjósenda ráði úrslitum. Það virðist blasa við að í slíkri kosningu yrðu fjölmiðlalögin felld. Fullkomin óvissa ríkir um það hvernig ríkisstjórnin brygðist við, en sennilegt er að hún myndi reyna að smíða ný lög til afgreiðslu á haustþingi. Um síðari leiðina er það að segja að sterk rök hafa verið færð fyrir því að hún samræmist ekki stjórnarskránni, ekki frekar en sú leið að nema lögin úr gildi og samþykkja samtímis önnur. Um þetta er þó vafi og líklegt að stjórnarmeirihlutinn telji sér stætt á að fara hana. Deilumálið er þá úr sögunni - í bili. Víst er þó að allur þorri fólks mundi anda léttar - þótt margir yrðu án efa gramir yfir að fá ekki að kjósa. Ekki er ólíklegt að einhverjir mundu leita til dómstóla til að fá úrskurð um hvort þetta væri heimilt. Báðar þessar leiðir eru þess eðlis að hægt er að tilkynna niðurstöðuna í nafni stjórnarmeirihlutans í allsherjarnefnd Alþingis. Þannig gæti ríkisstjórnin - í orði kveðnu - bjargað andlitinu. Bjarni Benediktsson formaður nefndarinnar hefur haldið sannfærandi á málinu - greinilega foringjaefni í Sjálfstæðisflokknum - og ekki útilokað neitt. Það kæmi hins vegar á óvart ef Bjarna yrði falið að höggva á hnútinn og tilkynna niðurstöðuna - líklegra er að flokksformaðurinn sjálfur, Davíð Oddsson, kjósi að gera það; það vita allir og viðurkenna að þetta er eingöngu hans mál og því eðlilegt að hann ljúki því sjálfur. Annað væri fremur sneypulegt. Ekki er óeðlilegt að Halldór Ásgrímsson verði þá með honum, ef ætlunin er að halda stjórnarsamstarfinu áfram, eins og allt bendir til. En svo er efinn - og hann er því miður til staðar. Getur verið að hringavitleysan haldi áfram í næstu viku með nýjum tilbrigðum? Enn ein "snjöll" lausn verði boðuð? "Fullkomin samstaða" eina ferðina enn? Og svo fari allt í sama farið? Við skulum ekki útiloka það, en þá er líka verið að ganga ansi nærri þolmörkum þjóðarinnar. Kæmi ekki á óvart að þá mundi sá órói, sem nú er í Framsóknarflokknum, einnig færast inn í Sjálfstæðisflokkinn með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Fjölmiðlamálið er athyglisvert að mörgu leyti. Þótt stjórnarherrarnir kalli það stundum "lítið" og "léttvægt" - og rati þannig í mótsögn, því hvernig skýra þeir þá þráhyggju sína í málinu? - er það líklega í öllum sínum margbreytileika eitt stærsta málið sem upp hefur komið hér á landi frá stofnun lýðveldis. Ágreiningurinn um fjölmiðlalögin sjálf snýst um nokkur grundvallaratriði stjórnmálanna, tjáningarfrelsi og eignaréttindi. Og sá ágreiningur og málsmeðferðin hefur síðan vakið upp grundvallarspurningar um stjórnskipan lýðveldisins með þeim afleiðingum að æ fleiri telja nauðsynlegt að endurskoða helstu stjórnskipunarákvæði stjórnarskrárinnar frá grunni. Sannarlega hvorki "lítið" né "léttvægt". Við skulum vona að þjóðin fái að sjá til lands í málinu á morgun eða að minnsta kosti í vikunni. Eins og margsinnis hefur verið bent á, á þessum vettvangi, bíða önnur þýðingarmikil málefni hversdagsins úrlausnar þings og stjórnvalda en liggja í láginni á meðan fjölmiðlasirkusinn heldur áfram. Mál er að linni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Magnússon Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Þess er vænst að á morgun, mánudag, fáist niðurstaða í fjölmiðlamálinu. Hver hún verður liggur ekki fyrir, svo kunnugt sé, og raunar ekki víst að á þessari stundu viti nokkur maður, ekki einu sinni ráðherrar ríkisstjórnarinnar, hvernig málinu lyktar. Ætlaði ekki Davíð að taka helgina til að hugsa sig um og finna lausn? Eftir atburði undanfarinna daga er nær óhugsandi að óbreyttri stefnu verði fylgt og í ljósi þess virðist tvennt helst koma til greina. Annars vegar að farin verði hin upphaflega leið, að efna til þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Hins vegar að þingið felli fjölmiðlalögin úr gildi, fari heim og málið verði tekið upp að nýju á haustþingi með það í huga að ná víðtækri - eða að minnsta kosti víðtækari - sátt um fjölmiðlalöggjöf. Verði fyrri leiðin farin kemur aftur upp sá vandi hvernig kosningalögin eigi að hljóða. Á því skeri steytti ríkisstjórnin á dögunum og ekki er kunnugt um að línur hafi skýrst, enda hefur ágreiningsefnið ekki verið á dagskrá um hríð. Eina viðunandi niðurstaðan, sem fullkomlega samræmist ákvæðum stjórnarskrárinnar, er að kosningarnar um fjölmiðlalögin verði án allra takmarkana og að einfaldur meirihluti kjósenda ráði úrslitum. Það virðist blasa við að í slíkri kosningu yrðu fjölmiðlalögin felld. Fullkomin óvissa ríkir um það hvernig ríkisstjórnin brygðist við, en sennilegt er að hún myndi reyna að smíða ný lög til afgreiðslu á haustþingi. Um síðari leiðina er það að segja að sterk rök hafa verið færð fyrir því að hún samræmist ekki stjórnarskránni, ekki frekar en sú leið að nema lögin úr gildi og samþykkja samtímis önnur. Um þetta er þó vafi og líklegt að stjórnarmeirihlutinn telji sér stætt á að fara hana. Deilumálið er þá úr sögunni - í bili. Víst er þó að allur þorri fólks mundi anda léttar - þótt margir yrðu án efa gramir yfir að fá ekki að kjósa. Ekki er ólíklegt að einhverjir mundu leita til dómstóla til að fá úrskurð um hvort þetta væri heimilt. Báðar þessar leiðir eru þess eðlis að hægt er að tilkynna niðurstöðuna í nafni stjórnarmeirihlutans í allsherjarnefnd Alþingis. Þannig gæti ríkisstjórnin - í orði kveðnu - bjargað andlitinu. Bjarni Benediktsson formaður nefndarinnar hefur haldið sannfærandi á málinu - greinilega foringjaefni í Sjálfstæðisflokknum - og ekki útilokað neitt. Það kæmi hins vegar á óvart ef Bjarna yrði falið að höggva á hnútinn og tilkynna niðurstöðuna - líklegra er að flokksformaðurinn sjálfur, Davíð Oddsson, kjósi að gera það; það vita allir og viðurkenna að þetta er eingöngu hans mál og því eðlilegt að hann ljúki því sjálfur. Annað væri fremur sneypulegt. Ekki er óeðlilegt að Halldór Ásgrímsson verði þá með honum, ef ætlunin er að halda stjórnarsamstarfinu áfram, eins og allt bendir til. En svo er efinn - og hann er því miður til staðar. Getur verið að hringavitleysan haldi áfram í næstu viku með nýjum tilbrigðum? Enn ein "snjöll" lausn verði boðuð? "Fullkomin samstaða" eina ferðina enn? Og svo fari allt í sama farið? Við skulum ekki útiloka það, en þá er líka verið að ganga ansi nærri þolmörkum þjóðarinnar. Kæmi ekki á óvart að þá mundi sá órói, sem nú er í Framsóknarflokknum, einnig færast inn í Sjálfstæðisflokkinn með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Fjölmiðlamálið er athyglisvert að mörgu leyti. Þótt stjórnarherrarnir kalli það stundum "lítið" og "léttvægt" - og rati þannig í mótsögn, því hvernig skýra þeir þá þráhyggju sína í málinu? - er það líklega í öllum sínum margbreytileika eitt stærsta málið sem upp hefur komið hér á landi frá stofnun lýðveldis. Ágreiningurinn um fjölmiðlalögin sjálf snýst um nokkur grundvallaratriði stjórnmálanna, tjáningarfrelsi og eignaréttindi. Og sá ágreiningur og málsmeðferðin hefur síðan vakið upp grundvallarspurningar um stjórnskipan lýðveldisins með þeim afleiðingum að æ fleiri telja nauðsynlegt að endurskoða helstu stjórnskipunarákvæði stjórnarskrárinnar frá grunni. Sannarlega hvorki "lítið" né "léttvægt". Við skulum vona að þjóðin fái að sjá til lands í málinu á morgun eða að minnsta kosti í vikunni. Eins og margsinnis hefur verið bent á, á þessum vettvangi, bíða önnur þýðingarmikil málefni hversdagsins úrlausnar þings og stjórnvalda en liggja í láginni á meðan fjölmiðlasirkusinn heldur áfram. Mál er að linni.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun