Má bjóða þér á hátíð? 15. júlí 2004 00:01 Svanborg Sigmarsdóttir veltir fyrir sér hversu mikið er í boði í "sumargúrkunni".Þegar ég byrjaði hérna á blaðinu, stuttu fyrir jól og langt fram eftir vori, var mikið talað um að þó svo nóg væri að gerast þá og nægjanlegt efni til að fylla blaðið þá ætti ég að bíða eftir gúrkutíðinni; sumrinu þegar allir væru í fríi og ekkert væri að ske. Ef ég væri mikil áhugamanneskja um gúrkutíð, þá hefði ég líklega orðið fyrir vonbrigðum með þetta sumarið.Það er eitthvað svo mikið að gerast og þá er ég ekki bara að tala um lætin vegna fjölmiðlafrumvarpsins. Hingað eru að koma alls konar erlendir tónlistarmenn, myndlistarmenn og annað gott fólk. Íslenskt listafólk virðist vera að nýta sumarið sem aldrei áður. Það er því ekki skortur á að íslenskt hugvit sé að njóta sín. Auk þessa eru landsmót hestamanna og ungmennafélaga, knattspyrnumót foreldra og barna og fjölskylduhátíðir hvar þar sem hægt er að koma fleirum en þremur tjöldum saman.Fólk á því ekki að þurfa að kvarta, að þurfa að leita til annarra landa eða jafnvel út fyrir bæjarfótinn, ekki nema til að sækja viðburði í Öxnafirði Akureyri, Hellissandi eða í Kirkjubæjarklaustur. Miðað við hvað auglýst er, og án efa er ýmislegt að gerast sem ekki er auglýst, væri hægt að fara menningarhringferð og stoppa á ólíklegustu stöðum til að njóta útivistar og hugarnæringar. Þá væri þjóðráð að elta bara sólina, hvert á land sem er og njóta þess sem fyrir verður. Það er reyndar bundið því að fólk eigi bíla, nægan tíma og bensín og síðast en ekki síst er nauðsynlegt að eiga eitthvað sumarfrí eftir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stuð milli stríða Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Svanborg Sigmarsdóttir veltir fyrir sér hversu mikið er í boði í "sumargúrkunni".Þegar ég byrjaði hérna á blaðinu, stuttu fyrir jól og langt fram eftir vori, var mikið talað um að þó svo nóg væri að gerast þá og nægjanlegt efni til að fylla blaðið þá ætti ég að bíða eftir gúrkutíðinni; sumrinu þegar allir væru í fríi og ekkert væri að ske. Ef ég væri mikil áhugamanneskja um gúrkutíð, þá hefði ég líklega orðið fyrir vonbrigðum með þetta sumarið.Það er eitthvað svo mikið að gerast og þá er ég ekki bara að tala um lætin vegna fjölmiðlafrumvarpsins. Hingað eru að koma alls konar erlendir tónlistarmenn, myndlistarmenn og annað gott fólk. Íslenskt listafólk virðist vera að nýta sumarið sem aldrei áður. Það er því ekki skortur á að íslenskt hugvit sé að njóta sín. Auk þessa eru landsmót hestamanna og ungmennafélaga, knattspyrnumót foreldra og barna og fjölskylduhátíðir hvar þar sem hægt er að koma fleirum en þremur tjöldum saman.Fólk á því ekki að þurfa að kvarta, að þurfa að leita til annarra landa eða jafnvel út fyrir bæjarfótinn, ekki nema til að sækja viðburði í Öxnafirði Akureyri, Hellissandi eða í Kirkjubæjarklaustur. Miðað við hvað auglýst er, og án efa er ýmislegt að gerast sem ekki er auglýst, væri hægt að fara menningarhringferð og stoppa á ólíklegustu stöðum til að njóta útivistar og hugarnæringar. Þá væri þjóðráð að elta bara sólina, hvert á land sem er og njóta þess sem fyrir verður. Það er reyndar bundið því að fólk eigi bíla, nægan tíma og bensín og síðast en ekki síst er nauðsynlegt að eiga eitthvað sumarfrí eftir.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun