Tíu ráð varðandi útsölur 14. júlí 2004 00:01 Tíu ráð til að hafa bak við eyrað 1. Slepptu ruslinu. Alls ekki fara í þær verslanir sem þú veist að selja ekkert sem þér líst á. Farðu í uppáhaldsbúðirnar þínar og láttu þar við sitja. Það er bara pirrandi að standa í óþarfa rápi. 2. Ekki láta gabba þig. Ekki kaupa eitthvað bara út af því að það er á útsölu. Ekki láta skilti eins og "50--70 prósent afsláttur" eða "Allt á að seljast" trufla þig. 3. Vertu hagsýn/n. Ekki kaupa eitthvað sem fer úr tísku um leið og haustið skellur á. Reyndu að kaupa þér klassískar flíkur sem þú getur alltaf notað. Mundu að verslunareigendur halda einmitt útsölur til að losa sig við fötin sem eru ekki í tísku og rýma til fyrir tískufatnaði. 4. Ekki láta fólk trufla þig. Taktu þér þinn tíma þó margir séu að bíða eftir mátunarklefanum. Mátaðu allt almennilega og vertu viss um að þetta sé það sem þú vilt. Stundum verður fólk frekt og pirrað á útsölu en ekki falla í þá gildru. Haltu ró þinni og þá verða allir miklu ánægðari -- þar með talið þú. 5. Ekki kaupa sandala og sumarskó. Reyndu að finna góða skó sem þú getur líka notað á veturna. Sandalar eyðileggjast fljótt og því ekki vænlegur kostur hér á Klakanum. 6. Ekki fara um helgar. Reyndu að fara fyrripartinn í verslunarleiðangur og þá á virkum dögum. Best er náttúrlega að fara um leið og verslunin opnar því þá er enginn á stjá. Þá áttu verslunina fyrir þig og getur mátað allt sem hugurinn girnist. 7. Láttu þér líða vel. Ef það er of heitt og sveitt í verslunum og röðin of löng í mátunarklefann, farðu þá bara heim. Það er allt í lagi þó þú finnir ekki eitthvað. Það kemur dagur eftir þennan dag. 8. Ekki eyða tíma. Vertu ekki of lengi í sömu versluninni -- þá gæti þér farið að langa í eitthvað sem þú þarft ekki. Skannaðu verslunina fljótt en örugglega, mátaðu ef þú sérð eitthvað eða drífðu þig einfaldlega út. 9. Fáðu þér að borða. Ekki fara glorsoltin/n á útsölur. Fáðu þér gott í gogginn á undan og hafðu svo eitthvað orkuhvetjandi við höndina. Sestu síðan niður eftir útsölutörnina og fáðu þér gómsæta köku, ís eða kaffibolla. 10. Gríptu tækifærið. Útsölur eru frábærar þegar maður finnur eitthvað. Ef þú finnur eitthvað sem smellpassar og þér finnst alveg dúndurflott þá skelltu þér á það. Þó það sé tískubóla eða sumarvara -- ef að þér líður vel þá er um að gera að grípa tækifærið. Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Tíu ráð til að hafa bak við eyrað 1. Slepptu ruslinu. Alls ekki fara í þær verslanir sem þú veist að selja ekkert sem þér líst á. Farðu í uppáhaldsbúðirnar þínar og láttu þar við sitja. Það er bara pirrandi að standa í óþarfa rápi. 2. Ekki láta gabba þig. Ekki kaupa eitthvað bara út af því að það er á útsölu. Ekki láta skilti eins og "50--70 prósent afsláttur" eða "Allt á að seljast" trufla þig. 3. Vertu hagsýn/n. Ekki kaupa eitthvað sem fer úr tísku um leið og haustið skellur á. Reyndu að kaupa þér klassískar flíkur sem þú getur alltaf notað. Mundu að verslunareigendur halda einmitt útsölur til að losa sig við fötin sem eru ekki í tísku og rýma til fyrir tískufatnaði. 4. Ekki láta fólk trufla þig. Taktu þér þinn tíma þó margir séu að bíða eftir mátunarklefanum. Mátaðu allt almennilega og vertu viss um að þetta sé það sem þú vilt. Stundum verður fólk frekt og pirrað á útsölu en ekki falla í þá gildru. Haltu ró þinni og þá verða allir miklu ánægðari -- þar með talið þú. 5. Ekki kaupa sandala og sumarskó. Reyndu að finna góða skó sem þú getur líka notað á veturna. Sandalar eyðileggjast fljótt og því ekki vænlegur kostur hér á Klakanum. 6. Ekki fara um helgar. Reyndu að fara fyrripartinn í verslunarleiðangur og þá á virkum dögum. Best er náttúrlega að fara um leið og verslunin opnar því þá er enginn á stjá. Þá áttu verslunina fyrir þig og getur mátað allt sem hugurinn girnist. 7. Láttu þér líða vel. Ef það er of heitt og sveitt í verslunum og röðin of löng í mátunarklefann, farðu þá bara heim. Það er allt í lagi þó þú finnir ekki eitthvað. Það kemur dagur eftir þennan dag. 8. Ekki eyða tíma. Vertu ekki of lengi í sömu versluninni -- þá gæti þér farið að langa í eitthvað sem þú þarft ekki. Skannaðu verslunina fljótt en örugglega, mátaðu ef þú sérð eitthvað eða drífðu þig einfaldlega út. 9. Fáðu þér að borða. Ekki fara glorsoltin/n á útsölur. Fáðu þér gott í gogginn á undan og hafðu svo eitthvað orkuhvetjandi við höndina. Sestu síðan niður eftir útsölutörnina og fáðu þér gómsæta köku, ís eða kaffibolla. 10. Gríptu tækifærið. Útsölur eru frábærar þegar maður finnur eitthvað. Ef þú finnur eitthvað sem smellpassar og þér finnst alveg dúndurflott þá skelltu þér á það. Þó það sé tískubóla eða sumarvara -- ef að þér líður vel þá er um að gera að grípa tækifærið.
Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira