Kosningar eða afnám laga 10. júlí 2004 00:01 Samkvæmt skoðanakönnun sem Fréttablaðið birti í gær eru þrír af hverjum fjórum kjósendum, sem afstöðu taka, andvígir nýja fjölmiðlafrumvarpinu. Um 60% telja að forsetinn eigi að synja því staðfestingar eins og fyrra frumvarpinu og láta bera það undir atkvæði þjóðarinnar. Þessi niðurstaða getur varla verið afdráttarlausari og er samræmi við fyrri kannanir blaðsins og annarra aðila á afstöðu kjósenda í fjölmiðlamálinu. Málið allt er búið að fá á sig ásýnd hringavitleysu. Málsmeðferðin, svo ekki sé minnst á ógætileg og á stundum ótilhlýðileg ummæli forystumanna ríkisstjórnarinnar, er farin að grafa undan áliti almennings á Alþingi og stjórnmálakerfinu. Alvarlegast er þó sá léttúðarbragur sem mörgum virðist á umgengni ríkisstjórnarinnar við sjálfa stjórnarskrána, fjöregg lýðræðisins í landinu. Vissulega er ákvæði hennar um lagasynjun forsetans ófullnægjandi en það gefur mönnum ekki leyfi til að túlka það eftir pólitískum hentugleika. Sé vafi fyrir hendi þegar stjórnarskráin á í hlut eiga menn að ganga fram af ýtrustu varfærni en ekki láta slag standa. Verði nýja frumvarpið að lögum í óbreyttri mynd er líklegt að forseti synji því staðfestingar. Væntanlega mun hann þá vísa til þess að það sé efnislega nær óbreytt frá fyrra frumvarpi og frestun gildistöku fram yfir næstu þingkosningar hafi ekki þýðingu þar sem almenn þjóðaratkvæðagreiðsla, sem stjórnarskráin mælir fyrir um, hafi meira vægi en kosningar til þings. Getur verið að stjórnarliðum á Alþingi standi á sama um þessa framvindu og séu jafnvel tilbúnir til að halda þráteflinu áfram með þriðja frumvarpinu? Skapa hér raunverulega stjórnkerfiskreppu? Það tel ég engar líkur á. Og satt að segja held ég, þykist raunar vita, að þeir hugsi sig nú vel um eftir viðtökur þær sem nýja frumvarpið hefur fengið. Hvað er til ráða? Sú leið sem stjórnarmeirihlutanum hugnast líklega best er að semja við stjórnarandstöðuna um breytingar á frumvarpinu sem væru ásættanlegar fyrir báða aðila. Einar K. Guðfinnsson, þingflokksformaður sjálfstæðismanna, hefur til dæmis bent á að 10% reglan í nýja frumvarpinu sé í samræmi við skoðanir sem þingmenn Vinstri grænna hafi lýst í umræðum um fjölmiðlamál á Alþingi. Telur hann að þeir ættu því að styðja frumvarpið. Ólíklegt er þó að samkomulag geti tekist á sumarþinginu um málamiðlun sem breið samstaða gæti orðið um. Til þess er málið allt bæði orðið of flókið og eins hitt að sú eftirgjöf stjórnarliða sem ein gæti komið málinu úr sjálfheldunni fæli líklega í sér jafn mikinn ósigur og höfnun laganna í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá hef ég í huga umtalsverða hækkun leyfilegs eignarhluta markaðsráðandi fyrirtækja í ljósvakamiðlum og niðurfellingu banns við því að sami aðili eigi hlut í útvarpi og dagblaði. Af málflutningi stærsta stjórnarandstöðuflokksins, Samfylkingarinnar, að dæma virðist sem þingmenn hennar muni ekki sætta sig við neitt annað en að þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin um fyrra frumvarpið, sem nú hefur lagagildi, og þingið snúi sér að því verkefni sem það var kvatt saman til að sinna, setja lög um framkvæmd atkvæðagreiðslunnar. Ekki er ólíklegt að leiðtogi ríkisstjórnarinnar, Davíð Oddsson forsætisráðherra, hugsi þessi dagana hvort hann eigi að halda málinu til streitu með allri þeirri pólitísku áhættu sem því fylgir. Allir vita að fjölmiðlamálið er hans mál og einskis annars. Og það er hann einn sem hefur ráðið ferðinni. Það eru rétt rúmir tveir mánuðir þar til 15. september rennur upp þannig að tíminn er orðinn naumur. Ekki kæmi mér á óvart að einhverjir ráðgjafar forsætisráðherra segðu við hann að ferill hans fram að þessu væri svo glæsilegur að jafnvel þótt hann berðist áfram og yfirgæfi sviðið í haust með brauki og bramli, fús eða nauðugur, mundi sagan dæma hann vel. "Hver man svo sem eftir snautlegum endalokum De Gaulle og Churchill? Þeir eru stórmenni að dómi sögunnar", ímynda ég mér að einhver ráðgjafinn segi við hann. Vel má vera að þetta sé rétt mat hvað söguna áhrærir þegar í hlut eiga fyrirferðarmikilir stjórmálamenn, sem náð hafa miklum árangri á einhverju sviði. Maður skyldi þó ekkert gefa sér í því efni því sagan er mesta ólíkindatól. En ólíkt væri nú geðþekkari bragur af því ef ráðgjafar forsætisráðherra beindu athygli hans að samtímanum og þjóðinni sem nú er á dögum heldur en óljósri framtíð. Hefur ekki þjóðin svo að segja borið hann á höndum sér frá því að hann var ungur maður? Skuldar hann ekki samtíðarmönnum sínum að ljúka ferlinum (að minnsta kosti í bili, svo öllum leiðum sé haldið opnum) í friði og með reisn? Og það sem er þýðingarmeira, eru ekki verkefnin í þjóðmálunum, sem fallið hafa í skuggann af fjölmiðlamálinu, ærin og aðkallandi? Í stað þess að halda þessum skollaleik áfram á forsætisráðherra að gera annað tveggja, beita sér fyrir því að fjölmiðlalögin verði felld úr gildi án þess að ný verði sett að sinni eða sjá til þess að þjóðaratkvæðagreiðslan, sem fyrirhuguð var, verði haldin. Trúi hann því að sagan dæmi hann vel þrátt fyrir braukið og bramlið að undanförnu held ég að hann megi treysta því að dómur sögunnar verði enn velviljaðri fari hann leið friðar og sátta í þessu máli Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Magnússon Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Samkvæmt skoðanakönnun sem Fréttablaðið birti í gær eru þrír af hverjum fjórum kjósendum, sem afstöðu taka, andvígir nýja fjölmiðlafrumvarpinu. Um 60% telja að forsetinn eigi að synja því staðfestingar eins og fyrra frumvarpinu og láta bera það undir atkvæði þjóðarinnar. Þessi niðurstaða getur varla verið afdráttarlausari og er samræmi við fyrri kannanir blaðsins og annarra aðila á afstöðu kjósenda í fjölmiðlamálinu. Málið allt er búið að fá á sig ásýnd hringavitleysu. Málsmeðferðin, svo ekki sé minnst á ógætileg og á stundum ótilhlýðileg ummæli forystumanna ríkisstjórnarinnar, er farin að grafa undan áliti almennings á Alþingi og stjórnmálakerfinu. Alvarlegast er þó sá léttúðarbragur sem mörgum virðist á umgengni ríkisstjórnarinnar við sjálfa stjórnarskrána, fjöregg lýðræðisins í landinu. Vissulega er ákvæði hennar um lagasynjun forsetans ófullnægjandi en það gefur mönnum ekki leyfi til að túlka það eftir pólitískum hentugleika. Sé vafi fyrir hendi þegar stjórnarskráin á í hlut eiga menn að ganga fram af ýtrustu varfærni en ekki láta slag standa. Verði nýja frumvarpið að lögum í óbreyttri mynd er líklegt að forseti synji því staðfestingar. Væntanlega mun hann þá vísa til þess að það sé efnislega nær óbreytt frá fyrra frumvarpi og frestun gildistöku fram yfir næstu þingkosningar hafi ekki þýðingu þar sem almenn þjóðaratkvæðagreiðsla, sem stjórnarskráin mælir fyrir um, hafi meira vægi en kosningar til þings. Getur verið að stjórnarliðum á Alþingi standi á sama um þessa framvindu og séu jafnvel tilbúnir til að halda þráteflinu áfram með þriðja frumvarpinu? Skapa hér raunverulega stjórnkerfiskreppu? Það tel ég engar líkur á. Og satt að segja held ég, þykist raunar vita, að þeir hugsi sig nú vel um eftir viðtökur þær sem nýja frumvarpið hefur fengið. Hvað er til ráða? Sú leið sem stjórnarmeirihlutanum hugnast líklega best er að semja við stjórnarandstöðuna um breytingar á frumvarpinu sem væru ásættanlegar fyrir báða aðila. Einar K. Guðfinnsson, þingflokksformaður sjálfstæðismanna, hefur til dæmis bent á að 10% reglan í nýja frumvarpinu sé í samræmi við skoðanir sem þingmenn Vinstri grænna hafi lýst í umræðum um fjölmiðlamál á Alþingi. Telur hann að þeir ættu því að styðja frumvarpið. Ólíklegt er þó að samkomulag geti tekist á sumarþinginu um málamiðlun sem breið samstaða gæti orðið um. Til þess er málið allt bæði orðið of flókið og eins hitt að sú eftirgjöf stjórnarliða sem ein gæti komið málinu úr sjálfheldunni fæli líklega í sér jafn mikinn ósigur og höfnun laganna í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá hef ég í huga umtalsverða hækkun leyfilegs eignarhluta markaðsráðandi fyrirtækja í ljósvakamiðlum og niðurfellingu banns við því að sami aðili eigi hlut í útvarpi og dagblaði. Af málflutningi stærsta stjórnarandstöðuflokksins, Samfylkingarinnar, að dæma virðist sem þingmenn hennar muni ekki sætta sig við neitt annað en að þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin um fyrra frumvarpið, sem nú hefur lagagildi, og þingið snúi sér að því verkefni sem það var kvatt saman til að sinna, setja lög um framkvæmd atkvæðagreiðslunnar. Ekki er ólíklegt að leiðtogi ríkisstjórnarinnar, Davíð Oddsson forsætisráðherra, hugsi þessi dagana hvort hann eigi að halda málinu til streitu með allri þeirri pólitísku áhættu sem því fylgir. Allir vita að fjölmiðlamálið er hans mál og einskis annars. Og það er hann einn sem hefur ráðið ferðinni. Það eru rétt rúmir tveir mánuðir þar til 15. september rennur upp þannig að tíminn er orðinn naumur. Ekki kæmi mér á óvart að einhverjir ráðgjafar forsætisráðherra segðu við hann að ferill hans fram að þessu væri svo glæsilegur að jafnvel þótt hann berðist áfram og yfirgæfi sviðið í haust með brauki og bramli, fús eða nauðugur, mundi sagan dæma hann vel. "Hver man svo sem eftir snautlegum endalokum De Gaulle og Churchill? Þeir eru stórmenni að dómi sögunnar", ímynda ég mér að einhver ráðgjafinn segi við hann. Vel má vera að þetta sé rétt mat hvað söguna áhrærir þegar í hlut eiga fyrirferðarmikilir stjórmálamenn, sem náð hafa miklum árangri á einhverju sviði. Maður skyldi þó ekkert gefa sér í því efni því sagan er mesta ólíkindatól. En ólíkt væri nú geðþekkari bragur af því ef ráðgjafar forsætisráðherra beindu athygli hans að samtímanum og þjóðinni sem nú er á dögum heldur en óljósri framtíð. Hefur ekki þjóðin svo að segja borið hann á höndum sér frá því að hann var ungur maður? Skuldar hann ekki samtíðarmönnum sínum að ljúka ferlinum (að minnsta kosti í bili, svo öllum leiðum sé haldið opnum) í friði og með reisn? Og það sem er þýðingarmeira, eru ekki verkefnin í þjóðmálunum, sem fallið hafa í skuggann af fjölmiðlamálinu, ærin og aðkallandi? Í stað þess að halda þessum skollaleik áfram á forsætisráðherra að gera annað tveggja, beita sér fyrir því að fjölmiðlalögin verði felld úr gildi án þess að ný verði sett að sinni eða sjá til þess að þjóðaratkvæðagreiðslan, sem fyrirhuguð var, verði haldin. Trúi hann því að sagan dæmi hann vel þrátt fyrir braukið og bramlið að undanförnu held ég að hann megi treysta því að dómur sögunnar verði enn velviljaðri fari hann leið friðar og sátta í þessu máli
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun