Landið og miðin 9. júlí 2004 00:01 Svartur dagur í sögu þjóðarinnar rann upp í febrúar 1937. Annar tveggja flokka í ríkisstjórn Íslands, Alþýðuflokkurinn, lagði fram á alþingi tillögu um að stærsta fyrirtæki landsins skyldi úrskurðað gjaldþrota og tekið til gjaldþrotaskipta af þingnefndum. Sök Kveldúlfs: að hafa verið rekið með tapi og safnað skuldum í Landsbankanum öll ár heimskreppu og markaðsnauðar í Miðjarðarhafslöndum einkum Spáni þar sem borgarastyrjöld geisaði. Sjálfir nauðaþekktu flutningsmenn afkomu togaraútgerðar eftir að hafa mokað útsvörum Hafnfirðinga í hít bæjarútgerðar árum saman. Hinn stjórnarflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, neitaði aðförinni, enda SÍS ekki síður skuldugt í Landsbankanum en Kveldúlfur, og því vissu framsóknarmenn að við stjórnarskipti gætu sömu aðförum verið beint gegn þeim. Raunveruleg ákæra: Eigendur Kveldúlfs, Thors-fjölskyldan, var ríkasta fjölskylda landsins. Með skáldlegum ýkjum mátti segja að þeir ættu það sem á nútímamáli er kallað landið og miðin. Thor Jensen hafði af miklum stórhug komið upp mesta kúabúi landsins á Korpúlfsstöðum, rétt utan við höfuðborgina. Bræðurnir fjórir: Richard, Ólafur, Kjartan og Haukur áttu og ráku Kveldúlf. Kveldúlfur átti milli fimmtungs og fjórðungs togaraflotans. Auk togaranna rak Kveldúlfur eina stærstu saltfiskverkunarstöð landsins og síldarverksmiðju. Allir gegndu þeir bræður að auki áhrifamiklum trúnaðarstöðum. Ólafur var formaður Sjálfstæðisflokksins og alþingismaður Gullbringu- og Kjósarsýslu. Kjartan var formaður Vinnuveitendafélagsins og LÍÚ og Félags botnvörpuskipaeigenda. Richard var stjórnarformaður SÍF, sem "stjórn hinna vinnandi stétta" hafði nýverið veitt einkasöluleyfi á saltfiski. Fimmti bróðirinn Thor Thors var einn af þremur forstjórum SÍF og átti auk þess sæti á alþingi fyrir Snæfellsnessýslu. Mágur þeirra bræðra var forstjóri Eimskipafélags Íslands. Gífurleg átök urðu um fyrrgreinda tillögu Alþýðuflokksins svo að þjóðfélagið allt lék á reiðiskjálfi. Sjálfur var Ólafur í fremstu víglínu til að hrinda árásinni. Sjálfstæðisflokkurinn og Morgunblaðið stóðu þétt að baki honum með þeim rökum að þjóðinni stæði engin stórhætta af umsvifum þessara manna og nær væri að nýta krafta þeirra í hennar þágu. Það tókst. Kveldúlfur rétti úr kútnum með aðstoð erlends banka eftir að ríkisbankanum, Landsbankanum, hafði verið lokað fyrir honum. Hjalteyrarverksmiðjan var reist og fimm árum síðar var Kveldúlfur skuldlaus við Landsbankann. Á næstu fimmtán árum kom í ljós að þjóðfélaginu stóð síður en svo nokkur hætta af auði og afli Thorsaranna. Auðurinn dreifðist milli ellefu systkina og síðan útarfa þeirra. Kveldúlfur sætti sömu örlögum og mörg sjávarútvegsfyrirtæki, sem fyrirferðarmikil hafa verið um tíma, að líða síðar undir lok Okkur hættir jafnan til að mikla fyrir okkur menn og atburði samtímans og bregðast við ímynduðum hættum með því að vængstýfa menn og hemja innan marka meðalmennskunnar. Svo stór í sniðum var Ólafur Thors að á næsta aldarfjórðungi átti hann sæti í ríkisstjórn með mörgum þeirra manna, sem stóðu að aðförinni að honum og fjölskyldu hans 1937 og átti við þá hnökralaust pólitískt samstarf í þágu þjóðarinnar. Aldrei vottaði fyrir hefnigirni í fari hans og skorti hann þó ekki til þess völd og áhrif. Bjarni Benediktsson, arftaki Ólafs sem formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra viðreisnarstjórnarinnar, gerði upp þessa reikninga löngu síðar með þeim orðum að besta gjöf sem til Íslands hefði komið frá Dönum væri Thor Jensen og afkomendur hans. En svo kom eitthvað fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Moggann. Miðunum var deilt upp í náinni samvinnu við Framsóknarflokkinn, með þeim árangri að innan örfárra ára verða þau að öllu leyti í höndum fimm fyrirtækja, gangi eftir spá sem Sigurður heitinn Einarsson í Vestmannaeyjum setti fram í grein í Mogga fyrir nokkrum árum. Mogginn vildi að vísu ekki að miðunum væri deilt út gratis, og með mikilli tregðu var gengist inn á að hinir nýju eigendur auðlindarinnar greiddu af henni ofurlítinn skatt. Þá er það landið. Fyrir nokkrum árum voru sett lög um þjóðareign á því landi, sem enginn gæti sannað eignarhald sitt á. Framkvæmdin kom á óvart. Fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins hefur með með mikilli hörku reynt að sölsa undir ríkið lönd, sem fyrir liggja gamalgrónar eignarheimildir, jafnvel þinglýst afsöl. Sjálfstæðisflokkurinn hefur á sama tíma skorið upp herör gegn auðvaldinu. Viljið þið að Jón Ásgeir og Jóhannes í Bónus geti bara átt landið og miðin? er spurt með þjósti. Svarið er að ég hef engar áhyggjur af því. Það er þegar búið að ráðstafa hvorutveggja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Hannibalsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Svartur dagur í sögu þjóðarinnar rann upp í febrúar 1937. Annar tveggja flokka í ríkisstjórn Íslands, Alþýðuflokkurinn, lagði fram á alþingi tillögu um að stærsta fyrirtæki landsins skyldi úrskurðað gjaldþrota og tekið til gjaldþrotaskipta af þingnefndum. Sök Kveldúlfs: að hafa verið rekið með tapi og safnað skuldum í Landsbankanum öll ár heimskreppu og markaðsnauðar í Miðjarðarhafslöndum einkum Spáni þar sem borgarastyrjöld geisaði. Sjálfir nauðaþekktu flutningsmenn afkomu togaraútgerðar eftir að hafa mokað útsvörum Hafnfirðinga í hít bæjarútgerðar árum saman. Hinn stjórnarflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, neitaði aðförinni, enda SÍS ekki síður skuldugt í Landsbankanum en Kveldúlfur, og því vissu framsóknarmenn að við stjórnarskipti gætu sömu aðförum verið beint gegn þeim. Raunveruleg ákæra: Eigendur Kveldúlfs, Thors-fjölskyldan, var ríkasta fjölskylda landsins. Með skáldlegum ýkjum mátti segja að þeir ættu það sem á nútímamáli er kallað landið og miðin. Thor Jensen hafði af miklum stórhug komið upp mesta kúabúi landsins á Korpúlfsstöðum, rétt utan við höfuðborgina. Bræðurnir fjórir: Richard, Ólafur, Kjartan og Haukur áttu og ráku Kveldúlf. Kveldúlfur átti milli fimmtungs og fjórðungs togaraflotans. Auk togaranna rak Kveldúlfur eina stærstu saltfiskverkunarstöð landsins og síldarverksmiðju. Allir gegndu þeir bræður að auki áhrifamiklum trúnaðarstöðum. Ólafur var formaður Sjálfstæðisflokksins og alþingismaður Gullbringu- og Kjósarsýslu. Kjartan var formaður Vinnuveitendafélagsins og LÍÚ og Félags botnvörpuskipaeigenda. Richard var stjórnarformaður SÍF, sem "stjórn hinna vinnandi stétta" hafði nýverið veitt einkasöluleyfi á saltfiski. Fimmti bróðirinn Thor Thors var einn af þremur forstjórum SÍF og átti auk þess sæti á alþingi fyrir Snæfellsnessýslu. Mágur þeirra bræðra var forstjóri Eimskipafélags Íslands. Gífurleg átök urðu um fyrrgreinda tillögu Alþýðuflokksins svo að þjóðfélagið allt lék á reiðiskjálfi. Sjálfur var Ólafur í fremstu víglínu til að hrinda árásinni. Sjálfstæðisflokkurinn og Morgunblaðið stóðu þétt að baki honum með þeim rökum að þjóðinni stæði engin stórhætta af umsvifum þessara manna og nær væri að nýta krafta þeirra í hennar þágu. Það tókst. Kveldúlfur rétti úr kútnum með aðstoð erlends banka eftir að ríkisbankanum, Landsbankanum, hafði verið lokað fyrir honum. Hjalteyrarverksmiðjan var reist og fimm árum síðar var Kveldúlfur skuldlaus við Landsbankann. Á næstu fimmtán árum kom í ljós að þjóðfélaginu stóð síður en svo nokkur hætta af auði og afli Thorsaranna. Auðurinn dreifðist milli ellefu systkina og síðan útarfa þeirra. Kveldúlfur sætti sömu örlögum og mörg sjávarútvegsfyrirtæki, sem fyrirferðarmikil hafa verið um tíma, að líða síðar undir lok Okkur hættir jafnan til að mikla fyrir okkur menn og atburði samtímans og bregðast við ímynduðum hættum með því að vængstýfa menn og hemja innan marka meðalmennskunnar. Svo stór í sniðum var Ólafur Thors að á næsta aldarfjórðungi átti hann sæti í ríkisstjórn með mörgum þeirra manna, sem stóðu að aðförinni að honum og fjölskyldu hans 1937 og átti við þá hnökralaust pólitískt samstarf í þágu þjóðarinnar. Aldrei vottaði fyrir hefnigirni í fari hans og skorti hann þó ekki til þess völd og áhrif. Bjarni Benediktsson, arftaki Ólafs sem formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra viðreisnarstjórnarinnar, gerði upp þessa reikninga löngu síðar með þeim orðum að besta gjöf sem til Íslands hefði komið frá Dönum væri Thor Jensen og afkomendur hans. En svo kom eitthvað fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Moggann. Miðunum var deilt upp í náinni samvinnu við Framsóknarflokkinn, með þeim árangri að innan örfárra ára verða þau að öllu leyti í höndum fimm fyrirtækja, gangi eftir spá sem Sigurður heitinn Einarsson í Vestmannaeyjum setti fram í grein í Mogga fyrir nokkrum árum. Mogginn vildi að vísu ekki að miðunum væri deilt út gratis, og með mikilli tregðu var gengist inn á að hinir nýju eigendur auðlindarinnar greiddu af henni ofurlítinn skatt. Þá er það landið. Fyrir nokkrum árum voru sett lög um þjóðareign á því landi, sem enginn gæti sannað eignarhald sitt á. Framkvæmdin kom á óvart. Fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins hefur með með mikilli hörku reynt að sölsa undir ríkið lönd, sem fyrir liggja gamalgrónar eignarheimildir, jafnvel þinglýst afsöl. Sjálfstæðisflokkurinn hefur á sama tíma skorið upp herör gegn auðvaldinu. Viljið þið að Jón Ásgeir og Jóhannes í Bónus geti bara átt landið og miðin? er spurt með þjósti. Svarið er að ég hef engar áhyggjur af því. Það er þegar búið að ráðstafa hvorutveggja.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun