Aðför gegn lýðræði 7. júlí 2004 00:01 Það er hægðarleikur að bera kennsl á flekklausa lýðræðissinna á Íslandi. Þeir þurfa að standast bara eitt einfalt próf: ef þeir láta þjóðmál til sín taka á annað borð, þá þurfa þeir helzt að hafa lagzt gegn eða a.m.k. fundið að ranglátri kjördæmaskipan landsins frá fyrstu tíð, eins og t.a.m. Hannes Hafstein ráðherra gerði á Alþingi. Þeir, sem hafa sýnt skilning - og andúð! - á skaðlegum áhrifum ranglátrar kjördæmaskipanar, hafa hreinan skjöld: þeir eru líklega hlynntir fortakslausu lýðræði, þ.e. lýðræði, sem veitir öllum jafnan kosningarrétt eða því sem næst. Þeir, sem hafa á hinn bóginn aldrei fett fingur út í mikið misvægi atkvæðisréttar eftir búsetu og hafa á þingi látið það dragast von úr viti að færa kjördæmaskipan landsins í nothæft horf til frambúðar eða jafnvel beinlínis gert út á misréttið, þeir hafa sýnt það í verki, að þeir bera ekki fulla virðingu fyrir lýðræði. Kjördæmaskipan ýmissa annarra landa virðir ekki til fulls regluna "einn maður, eitt atkvæði", rétt er það, enda þótt misvægið sé óvíða meira en hér heima. Tökum Bandaríkin. Þar kusu höfundar stjórnarskrárinnar að búa svo um hnútana, að fólkið deilir atkvæðisrétti sínum með landinu í þeim skilningi, að dreifðar byggðir hafa hlutfallslega fleiri fulltrúa í öldungadeild Bandaríkjaþings en þéttbýli. Þessi slagsíða birtist einnig í kjörráðinu, sem kýs landinu forseta. Það var dreifbýlið, sem kom George W. Bush í Hvíta húsið fyrir bráðum fjórum árum, enda þótt hann fengi hálfri milljón atkvæða færra en keppinauturinn á landsvísu. Hvað sem því líður, þá var það skiljanleg ákvörðun á sínum tíma að leyfa landi í örum vexti að deila atkvæðisrétti með fólkinu. Það var leið til þess að draga úr hættunni á því, að stórborgir eins og New York réðu lögum og lofum um landið upp á sitt eindæmi. En nú, þegar Bandaríkin hafa náð fullum vexti og fólkið hefur dreift úr sér, á þetta forna fyrirkomulag síður rétt á sér, þar eð landsbyggðin stendur ekki lengur höllum fæti. Hér heima hefur langvinnt misvægi atkvæða eftir búsetu staðið í vegi fyrir lýðræði með því að tefla völdum upp í hendur flokka og manna, sem hefðu ella ekki náð völdum og endurspegla ekki heldur til fulls vilja þjóðarinnar. Ýmis mikilvæg þjóðmál hefðu fengið aðrar lyktir á fyrri tíð en raun varð á, ef reglan "einn maður, eitt atkvæði" hefði verið virt í alþingiskosningum eins og sjálfsagt hefur þótt að virða hana í forsetakosningum alla tíð og í þjóðaratkvæðagreiðslum. Matarverð væri varla helmingi hærra á Íslandi en annars staðar í Evrópu, ef allir hefðu sama atkvæðisrétt, hvar sem þeir búa, útvegsmönnum hefði varla tekizt að sölsa undir sig kvótann eftir 1984, og Ísland stæði varla ennþá utan Evrópusambandsins, úr því að skoðanakannanir Gallups og annarra hafa jafnan í meira en áratug bent til þess, að meiri hluti þjóðarinnar vill sækja um inngöngu. Þennan lista mætti hafa miklu lengri. Þjóðaratkvæðagreiðslur um einstök stórmál eru þakkarverðar í landi, þar sem misvægi atkvæða í alþingiskosningum hefur að ýmsu leyti staðið í vegi fyrir þjóðarviljanum, eins og Guðmundur Andri Thorsson lýsti vel á þessum stað á mánudaginn var. Í þessu ljósi þarf að skoða eindreginn ásetning forustu Sjálfstæðisflokksins um að skekkja atkvæðagreiðsluna um fjölmiðlafrumvarpið eða skjóta sér undan henni til að reyna að torvelda meiri hluta kjósenda að fá vilja sínum framgengt. Forkólfar flokksins virðast ekki skeyta um það, að stjórnarskráin veitir ekki heimild til þeirrar skerðingar á rétti meiri hlutans, sem þeir ætluðu að leiða í lög. En þeir misstu móðinn á elleftu stund, ekki af virðingu fyrir stjórnarskránni, heldur af einskærum ótta við að tapa atkvæðagreiðslunni. Nú ætla þeir að endurkeyra sama frumvarp lítið breytt í gegnum þingið og leggja að nýju fyrir forseta Íslands til samþykktar eða synjunar eins og ekkert hafi í skorizt. Þeir virðast ekki heldur skeyta um lögvafann, sem leikur á þessu háttalagi. Þeir virðast beinlínis brenna í skinninu að brjóta stjórnarskrána. Hvers vegna? Hvað gengur þeim til? Forkólfar Sjálfstæðisflokksins eru bersýnilega að reyna að skrúfa fyrir fjölmiðla - aðra en þá tvo, sem þeir þykjast hafa í hendi sinni. Morgunblaðið heyr lífróður með þeim, enda hangir rekstur blaðsins - og þá um leið veldi flokksins - á bláþræði. Það er ekkert nýtt í þessu atferli: þeir, sem reyndu að keppa við fyrirtæki Sjálfstæðisflokksins á fyrri tíð, t.d. í millilandaflugi og siglingum, máttu sæta því, að flokkurinn beitti ríkisvaldinu gegn þeim eins og allir vita - og e.t.v. enginn betur en Björgólfur Guðmundsson, nú aðaleigandi Landsbanka Íslands. Það verður fróðlegt að fylgjast með því, hvort Landsbankinn mun greiða fyrir aðsteðjandi aðför Sjálfstæðisflokksins gegn keppinautum Morgunblaðsins. Aðför Sjálfstæðisflokksins gegn lýðræðinu í landinu vitnar ásamt öðru um hnignun flokksins: hann virðist vera að ganga sér til húðar sem nothæfur forustuflokkur í landsmálum. Þegar forseti Íslands afsalar aðild sinni að löggjafarvaldinu til þjóðarinnar skv. heimild í stjórnarskrá, þá beita forustumenn flokksins brögðum til að girða fyrir þjóðarviljann. Þeir þurfa hvíld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Þorvaldur Gylfason Mest lesið 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun
Það er hægðarleikur að bera kennsl á flekklausa lýðræðissinna á Íslandi. Þeir þurfa að standast bara eitt einfalt próf: ef þeir láta þjóðmál til sín taka á annað borð, þá þurfa þeir helzt að hafa lagzt gegn eða a.m.k. fundið að ranglátri kjördæmaskipan landsins frá fyrstu tíð, eins og t.a.m. Hannes Hafstein ráðherra gerði á Alþingi. Þeir, sem hafa sýnt skilning - og andúð! - á skaðlegum áhrifum ranglátrar kjördæmaskipanar, hafa hreinan skjöld: þeir eru líklega hlynntir fortakslausu lýðræði, þ.e. lýðræði, sem veitir öllum jafnan kosningarrétt eða því sem næst. Þeir, sem hafa á hinn bóginn aldrei fett fingur út í mikið misvægi atkvæðisréttar eftir búsetu og hafa á þingi látið það dragast von úr viti að færa kjördæmaskipan landsins í nothæft horf til frambúðar eða jafnvel beinlínis gert út á misréttið, þeir hafa sýnt það í verki, að þeir bera ekki fulla virðingu fyrir lýðræði. Kjördæmaskipan ýmissa annarra landa virðir ekki til fulls regluna "einn maður, eitt atkvæði", rétt er það, enda þótt misvægið sé óvíða meira en hér heima. Tökum Bandaríkin. Þar kusu höfundar stjórnarskrárinnar að búa svo um hnútana, að fólkið deilir atkvæðisrétti sínum með landinu í þeim skilningi, að dreifðar byggðir hafa hlutfallslega fleiri fulltrúa í öldungadeild Bandaríkjaþings en þéttbýli. Þessi slagsíða birtist einnig í kjörráðinu, sem kýs landinu forseta. Það var dreifbýlið, sem kom George W. Bush í Hvíta húsið fyrir bráðum fjórum árum, enda þótt hann fengi hálfri milljón atkvæða færra en keppinauturinn á landsvísu. Hvað sem því líður, þá var það skiljanleg ákvörðun á sínum tíma að leyfa landi í örum vexti að deila atkvæðisrétti með fólkinu. Það var leið til þess að draga úr hættunni á því, að stórborgir eins og New York réðu lögum og lofum um landið upp á sitt eindæmi. En nú, þegar Bandaríkin hafa náð fullum vexti og fólkið hefur dreift úr sér, á þetta forna fyrirkomulag síður rétt á sér, þar eð landsbyggðin stendur ekki lengur höllum fæti. Hér heima hefur langvinnt misvægi atkvæða eftir búsetu staðið í vegi fyrir lýðræði með því að tefla völdum upp í hendur flokka og manna, sem hefðu ella ekki náð völdum og endurspegla ekki heldur til fulls vilja þjóðarinnar. Ýmis mikilvæg þjóðmál hefðu fengið aðrar lyktir á fyrri tíð en raun varð á, ef reglan "einn maður, eitt atkvæði" hefði verið virt í alþingiskosningum eins og sjálfsagt hefur þótt að virða hana í forsetakosningum alla tíð og í þjóðaratkvæðagreiðslum. Matarverð væri varla helmingi hærra á Íslandi en annars staðar í Evrópu, ef allir hefðu sama atkvæðisrétt, hvar sem þeir búa, útvegsmönnum hefði varla tekizt að sölsa undir sig kvótann eftir 1984, og Ísland stæði varla ennþá utan Evrópusambandsins, úr því að skoðanakannanir Gallups og annarra hafa jafnan í meira en áratug bent til þess, að meiri hluti þjóðarinnar vill sækja um inngöngu. Þennan lista mætti hafa miklu lengri. Þjóðaratkvæðagreiðslur um einstök stórmál eru þakkarverðar í landi, þar sem misvægi atkvæða í alþingiskosningum hefur að ýmsu leyti staðið í vegi fyrir þjóðarviljanum, eins og Guðmundur Andri Thorsson lýsti vel á þessum stað á mánudaginn var. Í þessu ljósi þarf að skoða eindreginn ásetning forustu Sjálfstæðisflokksins um að skekkja atkvæðagreiðsluna um fjölmiðlafrumvarpið eða skjóta sér undan henni til að reyna að torvelda meiri hluta kjósenda að fá vilja sínum framgengt. Forkólfar flokksins virðast ekki skeyta um það, að stjórnarskráin veitir ekki heimild til þeirrar skerðingar á rétti meiri hlutans, sem þeir ætluðu að leiða í lög. En þeir misstu móðinn á elleftu stund, ekki af virðingu fyrir stjórnarskránni, heldur af einskærum ótta við að tapa atkvæðagreiðslunni. Nú ætla þeir að endurkeyra sama frumvarp lítið breytt í gegnum þingið og leggja að nýju fyrir forseta Íslands til samþykktar eða synjunar eins og ekkert hafi í skorizt. Þeir virðast ekki heldur skeyta um lögvafann, sem leikur á þessu háttalagi. Þeir virðast beinlínis brenna í skinninu að brjóta stjórnarskrána. Hvers vegna? Hvað gengur þeim til? Forkólfar Sjálfstæðisflokksins eru bersýnilega að reyna að skrúfa fyrir fjölmiðla - aðra en þá tvo, sem þeir þykjast hafa í hendi sinni. Morgunblaðið heyr lífróður með þeim, enda hangir rekstur blaðsins - og þá um leið veldi flokksins - á bláþræði. Það er ekkert nýtt í þessu atferli: þeir, sem reyndu að keppa við fyrirtæki Sjálfstæðisflokksins á fyrri tíð, t.d. í millilandaflugi og siglingum, máttu sæta því, að flokkurinn beitti ríkisvaldinu gegn þeim eins og allir vita - og e.t.v. enginn betur en Björgólfur Guðmundsson, nú aðaleigandi Landsbanka Íslands. Það verður fróðlegt að fylgjast með því, hvort Landsbankinn mun greiða fyrir aðsteðjandi aðför Sjálfstæðisflokksins gegn keppinautum Morgunblaðsins. Aðför Sjálfstæðisflokksins gegn lýðræðinu í landinu vitnar ásamt öðru um hnignun flokksins: hann virðist vera að ganga sér til húðar sem nothæfur forustuflokkur í landsmálum. Þegar forseti Íslands afsalar aðild sinni að löggjafarvaldinu til þjóðarinnar skv. heimild í stjórnarskrá, þá beita forustumenn flokksins brögðum til að girða fyrir þjóðarviljann. Þeir þurfa hvíld.